Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1945, Síða 13

Frjáls verslun - 01.01.1945, Síða 13
Hjörtur Hansson ráðinn framkvæmdastjóri V. R. Hjörtur Hansson. Sú nýbreytni var upp tekin um áramótin s. 1., að Verzlunarmannafélaginu var ráðinn framkvæmda- stjóri. Er það Hjörtur Hansson stórkaupm., fyrrv. form. félagsins. Það hefur alllengi verið við orð innan stjórnar V. R., að þörf væri á, að félagið réði til sín mann, sem hefði á hendi yfirumsjón með daglegum rekstri. Störf stjórnar og nefnda eru orðin það margþætt og umsvifamikil, að ókleift er lengur að sinna þeim sem skyldi í algjörri íhlaupavinnu. Því ákvað félagsstjórnin að auka starfslið félags- ins með ráðningu framkvæmdastjóra. Svo heppi- lega tókst til, að Hjörtur Hansson var fáanlegur til starfsins, en hann er manna kunnugastur öllum starfsháttum félagsins og mikill vildarmaður þess. Hjörtur mun starfa fyrir félagið 3 klst. á degi hverjum. Hann mun sitja fundi með stjórn og nefndum, gefa þar skýrslur um félagsrekstur og taka á móti fyrirmælum um framkvæmdir. Stjórn V. R. væntir hinnar beztu samvinnu við hinn nýja framkvæmdastjóra og er þess fullviss, að starf hans muni verða félaginu giftudrjúgt og til gengisauka. „Frjáls verzlun" óskar Hirti til hamingju með starfið. Árshátíð V. R. Egill Gultormsson. 54. afmæli V. R. var hátíðlegt haldið að Hótel Borg laugard. 27. jan. s. 1. Hófinu, sem hófst með borðhaldi kl. 7,30, stýrði form. félagsins, Oddur Helgason. Margar ræður voru fluttar meðan setið var að matborðum. Fyrstur ræðumanna var Erlendur Ó. Pétursson, fulltrúi, sem mælti fyrir minni verzlun- arstéttarinnar. Var ræða hans sköruleg og mergjuð einlægum hvatningarorðum til verzlunarmanna. Því næst flutti Pétur Ólafsson, forstjóri, ræðu fyrir minni íslands. Minntist hann einkum sjálf- stæðisbaráttu íslenzku þjóðarinnar og lét í ljós ósk um, að hún fengi lengi að njóta frelsisins. Guðmundur Guðmundsson verzlunarm. mælti fyr- ir minni kvenna. Talaði hann hreint út úr pokanum um kvenþjóðina, bæði í gamni og alvöru, og var gerður góður rómur að máli hans. Þá tilkynnti form. veizlugestum um höfðinglega gjöf, sem félaginu hefði borizt þann sama dag frá Guðbrandi Jónssyni prófessor. Er það höfuðbók forn, frá verzlunartímum Aldinborgarmanna í Nes- vogi við Stykkishólm árið 1585. Form. las bréf, sem fy.lgdi bókinni frá gefanda, þar sem hann telur, að þetta muni vera elzta verzlunarhöfuðbók á Norður- FRJÁLS VERZLUN 13

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.