Frjáls verslun - 01.01.1945, Síða 18
veldis, 17. júní, — merkustu tímamótum í sögu
þjóðarinnar. Hafði stjórn félagsins, með auglýsing-
um í dagblöðum og útvarpi, hvatt félagsmenn til
þátttöku í hinni almennu skrúðgöngu hér í bæ 18.
júní, kl. 1 e. h. þann dag. Fyrir forgöngu V. R. og
Verzlunarráðs íslands, söfnuðust félagsmenn og
aðrir verzlunarmenn og kaupsýslumenn saman fyr-
ir framan byggingu félagsins, með mikilli þátttöku,
og fylktu sér í raðir, í eina stóra fylkingu, undir
fána félagsins og ísl. fánanum, er voru bornir í
broddi fylkingar. Var þaðan gengið suður að Há-
skólanum og sameinazt hinni almennu skrúðgöngu,
er fór síðan gegnum bæinn, fram með Alþingishús-
inu, þar sem hinn nýkjörni forseti stóð á svölum
úti og var hylltur af mannfjöldanum með ferföldu
húrrahrópi, og að stjórnarráðshúsinu við Lækjar-
torg. Kl. 3.30 síðd. komu félagsmenn og gestir
þeirra saman að félagsheimilinu, er þá var opnað
að nýju, eftir að málun og önnur standsetning á
því hafði farið fram, og þar minnzt lýðveldisstofn-
unarinnar. Var þar húsfyllir og komust færri að en
vildu. Formaður ávarpaði samkomuna með nokkr-
um orðum, en Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastjóri
flutti ræðu í tilefni af hátíðahöldunum, tónleikar
voru fluttir og ættjarðarljóð sungin. Var þessi at-
höfn mjög hátíðleg. — Kl. 5 þennan sama dag
heimsótti form. félagsins hinn nýkjörna forseta ís-
lands, hr. Svein Björnsson, sem tók á móti heim-
sóknum þennan dag í Háskóla íslands, og færði
honum fyrir hönd félagsins, árnaðaróskir, er forseti
þakkaði með hlýjum orðum og kveðju til félagsins.
Frídags verzlunarmanna, er bar upp á 7. ágúst
að þessu sinni, var minnzt á sama hátt og undanfar-
in ár, þ. e. í Ríkisútvarpinu og með dansskemmtun
að Hótel Borg. I útvarpið flutti form. félagsins
ávarp, Baldur Pálmason verzlm. erindi, „Minni
verzlunarstéttarinnar", Konráð Gíslason kaupm. er-
indi, „Minni íslands", en frú Elísabet Einarsdóttir
söng einsöng, og hljómsveit útvarpsins veitti að-
stoð sína með því að spila nokkur lög á undan og
eftir ræðunum. Ber að þakka útvarpsráði fyrir
veitta aðstoð, fyrr og nú, til handa V. R. á frídegi
verzlunarmanna. Að Hótel Borg flutti form. stutt
ávarp, en Ludvig Hjálmtýsson erindi, og var síðan
stíginn dans til kl. 3 um nóttina. Fór þessi kvöld-
skemmtun að öllu leyti vel fram og var fjölsótt.
Eins og fundarmönnum er kunnugt, var á síðasta
starfsári stofnaður sjóður innan félagsins, er ber
nafnið „Námssjóður Thors Jensen", reglugerð um
hann samin og stjórn hans skipuð. í aðalstjórn eru:
Haukur Thors framkvstj. formaður, Hallgrímur
Benediktsson stórkaupm., Adolf Björnsson banka-
maður, Stefán G. Björnsson fulltrúi og Hjörtur
Hansson. En varamenn þeirra eru: Jóhann Haf-
stein, Sveinn M. Sveinsson, Egill Guttormsson,
Þórarinn Björnsson og Óskar Á. Gíslason. Stjórn
sjóðsins hélt sinn fyrsta fund miðvikudaginn 9.
febrúar þ. á. og skipti með sér verkum þannig;
Formaður Haukur Thors, gjaldkeri Hallgrímur
Benediktsson, ritari Adolf Björnsson, vararitari
Stefán G. Björnsson og meðstjórnandi Hjörtur
Hansson. Hefur stjórnin haft með sér tvo fundi
síðan. — Sjóðstjórnin festi í vor kaup á 4y2%
skuldabréfum ríkissjóðs fyrir kr. 30.000,00, á
nafnverði, sem þá buðust af sérstökum ástæðum.
Annars var lítið framboð af ríkisskuldabréfum eða
bréfum með ríkisábyrgð í sumar, og frestaði því
stjórnin frekari ráðstöfun á fé sjóðsins; en nú er
ákveðið að kaupa um næstu áramót 4% skuldabréf
Sogsvirkjunarinnar, með ábyrgð ríkissjóðs, og enn
fremur að ráðstafa á sama hátt 1.000 krónum af
vöxtum þessa árs. — Hins vegar var sjóðstjórnin
sammála um, að ekki væri unt að veita styrk á
þessu ári, þar sem séð væri, að til úthlutunar kæmi
eigi sú upphæð, er til verulegs styrktar getur talizt,
svo sem er tilgangur sjóðsins.
Formaður sjóðsins, hr. Haukur Thors, hefur gefið
sjóðnum forkunnarfagra, vandaða og myndarlega
gerðabók. Er bókin bundin í alskinn, með merki
félagsins á forhlið, þrykktu með gylltum lit. Einnig
er nafn sjóðsins áletrað á kjölinn með gylltu letri.
Stjórn sjóðsins ætlar að láta sérprenta eða fjöl-
rita reglugerð sjóðsins og senda eintak til kaup-
sýslumanna bæði hér og víðs vegar um land, með
tilmælum um, að þeir leggi í sjóðinn eitthvert til-
lag á minnisstæðum dögum, t. d. afmælisdögum
fyrirtækja o. s. frv. Ennfremur verður þess farið á
leit við skólastjóra Verzlunarskólans, að nemendur
skólans skrifi reglugerðina í vélritunartímum, svo
að þeir kynnist starfi og tilgangi sjóðsins og muni
betur eftir honum. Jafnframt verður leitað til nem-
enda Verzlunarskólans um að leggja eitthvað af
mörkum til sjóðsins á ári hverju, án þess að í-
þyngja að nokkru nemendum og öðrum sjóðum
þeirra.
Á fyrri hluta starfsársins var á tveim fundum
í félaginu rætt um og endanlega gengið frá fram-
komnum óskum um breytingu á lokunartíma sölu-
búða. Náðist samkomulag í þessu máli við hinar
ýmsu sérgreinar verzlunarstéttarinnar, fyrir milli-
göngu V. R. og Verzlunarráðs íslands. Afgreiðslu-
tíminn í sölubúðum var styttur um 2 klst. á viku,
yfir sumarmánuðina.
2. apríl þ. á„ í skólahléinu milli kennslu og prófa,
bauð stjórn V. R. 4.-bekkingum Verzlunarskóla ís-
lands til kynningar- og skemmtikvölds að heimili
félagsins. Voru þar samankomnir um 40—50 nem-
endur, er voru að ljúka burtfararprófi. Form. lýsti
fyrir nemendum starfsemi V. R. og rakti í stuttu
máli feril þess, tilgang og framkvæmdir. Voru þeim
einnig sýndar myndir þær, er hanga á veggjum
stjórnarherbergisins, af hinum ýmsu brautryðjend-
FR.TÁLS VER'ZLÚN
18