Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1945, Síða 19

Frjáls verslun - 01.01.1945, Síða 19
um félagsins, formönnum og heiðursfélögum, og skýrði form. það helzta, sem sagt varð um hvern mann fyrir sig. 4 af nemendunum héldu ræður og mæltu fyrir minni V. R., verzlunarstéttarinnar og Verzlunarskólans. Mæltist þessum ungu mönnum ágætlega. Þökkuðu þeir stjórn V. R. boðið f. h. bekkjarins. Dans var stiginn til kl. 1 e. miðn. Skemmtinefnd félagsins hefur að mestu annazt þær skemmtanir, er haldnar hafa verið í félaginu á starfsárinu. Munu þær vera 13 að tölu að undan- skilinni afmælishátíðinni, er félagsstjórnin sá um. Mun form. nefndarinnar, Jóh. Möller, gefa skýrslu þar að lútandi á fundinum. Ýms mál hafa verið tekin fyrir, bæði á stjórnar- og félagsfundum. Reyndir voru möguleikar fyrir því, að stofnað yrði söngfélag innan vébanda fé- lagsins. Mál þetta fékk ekki þær undirtektir, sem búizt var við í jafnstóru félagi, er telur hátt á 12. hundrað meðlima og hefur áreiðanlega mörgum góðum söngmönnum á að skipa. Vænti ég samt sem áður, að vonir mínar í þessu efni megi verða að veruleika með tíð og tíma og treysti hinum mörgu, áhugasömu, ungu mönnum innan félagsins til að hrinda máli þessu í framkvæmd, sem áreiðan- lega getur orðið stór lyftistöng fyrir félagslífið. Endurvakið hefur verið að nýju og rætt á félags- fundum, frumvarp það „Um verzlunarnám og at- vinnuréttindi verzlunarfólks“, er samið var fyrir mörgum árum og tvívegis sent Alþingi til fyrir- greiðslu. Var á þingi skipuð nefnd í málið, en það dagaði uppi í bæði skiptin. 28. febr. þ. á. var á fundi skipuð nefnd, er yfirfæri frumvarp þetta, með tilliti til breyttra tíma, ef vera kynni, að það þyrfti einhverra breytinga við, og skyldi hún gera sínar tillögur þar að lútandi. — Þá hefur lítillega verið komið inn á launamál verzlunarfólks, með hliðsjón af væntanlegum launalögum fyrir starfs- menn ríkisins, sem nú liggur fyrir Alþingi, og á síðasta félagsfundi var samþykkt tillaga, er fól í sér að skipuð yrði 5 manna nefnd, er vinni að undir- búningi þessa máls og taki um leið til athugunar áðurnefnt frumvarp ,,Um verzlunarnám og atvinnu- réttindi verzlunarfólks". Rætt hefur verið um stofnun málfundafélags inn- an félagsins og skipuð nefnd i þaö. Hefur nefnd sú haft mál þetta til meðferðar, með þeim árangri, að á síðasta félagsfundi voru samþykktar tillögur og gjörðir nefndarinnar og henni falinn allur undir- búningur að stofnun málfundafélagsins og fram- kvæmdir þar að lútandi, enda mun nefndin þegar hafa undirbúiö mál þetta svo, að slíkir fundir geti hafizt nú þegar. Stofnað hefur verið til happdrættis fyrir hús- byggingarsjóð félagsins. Er happdrætti þetta ein- stætt í sinni röð, þar sem hér er um að ræða vinn- ing, sem er ferð kringum hnöttinn fyrir tvo. Hefur húsnefndin átt frumkvæðið að þessu merkilega happdrætti, en nefnd sú, sem hefur það með hönd- um, er skipuð mönnum úr stjórn og húsnefnd, en formaður nefndarinnar er einn af húsnefndarmönn- unum, Oddur Helgason. Er happdrætti þetta í full- um gangi, og hefur happdrættismiðum, sem eru 60 þúsund að tölu og kosta 5 krónur hver, verið dreift út á meðal félagsmanna til sölu, og einnig víðs vegar út um land. Hefur happdrættisnefndin góðar vonir um að allir miðarnir seljist upp fyrir þann tíma, er dregið verður, en það á að gerast á af- mælisdegi félagsins, þann 27. janúar n. k. — Á nefnd þessi miklar þakkir skilið fyrir sínar fram- kvæmdir á þessu sviði og alla þá miklu vinnu og fyrirhöfn, er hún þegar hefur fórnað og á eftir að láta í té, þar til markinu er náð, sem er sala allra miðanna. — Fari svo, sem við vonum, að fyrirætlanir nefndarinnar nái þeim árangri, sem hún hefur vænzt, bætir hún þar með stórum hag húsbyggingarsjóðs og stuðlar þannig að því, að rætzt geti óskir okkar um stóra framtíðarbyggingu, þar sem verzlunarstéttin, og hinar ýmsu sérgrein- ar hennar, getur komið saman og haft aðsetur sitt og unnið að áhugamálum sinum, í góðri samvinnu og einingu, til bættrar afkomu og átaka fyrir til- veru sinni sem frjálsborin, sjálfstæð stétt í þjóð- félaginu. Þann 9. október s. 1. barst stjórn félagsins bréf frá Verzlunarráði íslands, þar sem að því var spurt, hvort V. R. vildi á einhvern hátt hagnýta sér för þeirra manna, er á vegum Verzlunarráðsins færu til Bandaríkjanna, til að sitja ráðstefnu kaupsýslu- manna þar, sem halda á í nóvembermánuði þ. á. Var þessu boði Verzlunarráðsins vel tekið af stjórn-, inni. Ritaði hún Verzlunarráðinu svarbréf þ. 17. okt. og óskaði, ,,að sendinefndin hlutaðist til um og rannsakaði möguleika fyrir því, hvort ekki mundi vera hægt að útvega ungum og efnilegum verzlunarmönnum, er lokið hafa námi við Verzlun- arskóla íslands, eða sem fengið hafa sambærilega menntun, stöður hjá stærri verzlunarfyrirtækjum í Bandaríkjunum, til framhaldsmenntunar í hinum mismunandi greinum verzlunar og viðskipta, um lengri eða skemmri tíma.“ Tækist nefndinni að koma þessum málum í framkvæmd, væri æskilegt að annaðhvort Verzlunarráð íslands eða Félag ísl. stórkaupmanna hefði mál þessi með höndum í framtíðinni, í samstarfi við V. R. Hefi ég nú í aðaldráttum skýrt frá því helzta, er hefur við borið í félagslífi voru þetta starfsár. Kem eg þá að blaðaútgáfu félagsins. Eins og getið var um á síðasta aðalíundi, sagði þáverandi ritstjóri blaðsins „Frjáls verzlun“ upp starfi sínu vegna annríkis. Eftir að stjórn félags- ins, í byrjun þessa starfsárs, hafði skipað nýja rit- nefnd fýrir blaðið, fór sú nefnd strax á stúfana í FRJALS VERZLUN 19

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.