Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1950, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.10.1950, Blaðsíða 4
upphæð í íslenzkum krónum munu íslendingar verða að Ieggja í mótvirðissjóð í Landsbankanum, e£ þeir nota byrjunarinnstæðuna. Reglu jressari er snúið við gagnvart löndum, sem hafa í upphafi hagkvæma greiðsluaðstöðu, svo sem Bretland, Belgía og SvíJjjóð. Hjá þeim verður reikn- ingstímabilið látið byrja með skuld, sem þýðir, að þessi lönd verða sem endurgjald fyrir aðstoð Banda- ríkjanna að styrkja önnur þátttökuríki. GAMLAR OG NÝJAR SKULDIR. Þær skuldir, sem eitt þátttökuríkjanna kann að hafa stofnað til hjá hinum fyrir 30. júní 1950, ber því að semja um við lánardrottna sína, og geta þær greiðsl- ur, ef samkomulag næst, gegnið í gegnum E.P.U. Ná- ist hins vegar ekki samkomulag um gjaldfrest, skulu skuldirnar að mestu greiðast á næstu tveim árum. Þessar eldri skuldir geta orðið nokkurt vandamál fyrir einstakt ríki. Sum ríkin hafa þó þegar komizt að samkomulagi um rúman gjaldfrest. Þannig munu Dan- ir t. d. hafa fengið 10 ára gjaldfrest hjá Bretum fyrir meginhluta skuldar sinnar við þá eða 22 milljónum sterlingspunda. Ekki er útilokað, að íslendingar gætu þurft að fara fram á sams konar gjaldfrest hjá ein- hverju þátttökuríkjanna. Varðandi aðrar skuldir, sem kunna að mvndast á samningstímabilinu, er vert að geta þess, að þær verða ekki greiddar í gegnum E.P.U., nema þannig sé til þeirra stofnað, að viðkomandi þjóðbanki viðurkenni þær og felli þær inn í reikningsuppgjör sitt til Al- þjóðabankans. Til þess að svo megi verða, þurfa þeir, sem til skuldar hafa stofnað, t. d. að hafa leyfi gjald- eyrisyfirvalda, ef við lýði eru gjaldeyrishöft í landinu. Lausaskuldir einstaklinga og ólöglegur eyðslueyrir ferðamanna fellur því utan skuldbindinga E.P.U. Akvæði um utanríkisverzlun. í stofnskrá greiðslubandalagsins eru jafnframt nokk- ur þýðingarmikil ákvæði varðandi utanríkisverzlunina. Ber þar fyrst að geta þess, að samningsaðiljar skuld- binda sig ti! þess 15 dögum eftir að samningar hafa verið undirritaðir að hafa gefið frjáls 60% af inn- flutrdngi sínum af matvælum, fóðurvörum, hráefnum og fullunnum vörum frá þátttökuríkjunum. Þá eru og ákvæði um það, að samningsaðilar’ skuli láta af allri mismunun (discrimination) á vöruflokkum og viðskiptalöndum. Aðgerðum þessum skal lokið fyrir árslok 1950. Sama regla gildir um „ósýnilegar greiðsl- ur“ milli samningslanda. Þó er ekki óleyfilegt að mis- muna landi, sem sjálft viðhefur þann viðskiptahátt. Rétt er að geta þess, að þótt E.P.U. geri ráð fyrir marghliða verzlunarsamningakerfi, eru tvíhliða samn- ingarnir ekki þar með úr sögunni, þótt áhrif þeirra minnki. Enda er á það bent, að þátttökuríki, sem hef- ur t. d. óhagstæðan greiðslujöfnuð gagnvart þátttöku- ríkjunum, sem heild, beri að reyna að koma jöfnuði sínum við hin einstöku ríki í jafnvægi. Sömuleiðis er til þess ætlazt, að þau ríkin, sem mjög hagstæðan greiðslujöfnuð hafa, reyni að lækka kúfinn á honum. Getur þannig komið til greina að leyfa einhverju þátt- tökuríkjanna að mismuna slíku ríki til þess að hindra, að inneign þess hjá E.P.U. hækki óhæfilega. Ef eitthvert ríki hefur svo óhagstæðan greiðslu- jöfnuð, að það safnar í svo ríkum mæli skuldum hjá E.P.U., að hætta getur talizt á, að gjaldeyrisvarasjóð- ur þess þrjóti, má það um stundarsakir fella niður frí- lista þá, sem það hefur gefið út samkvæmt samþykkt O.E.E.C. En innflutningshömlurnar verða þá að ganga jafnt yfir öll þátttökuríkin. Marshall-stofnunin getur j)ó ógilt þessar aðgerðir, ef hún telur þær ekki hafa við rök að styðjast. Þátttökuríki helur rétt til þess að segja sig úr E.P.U., ef kvóti þess hefur verið notaður að fullu. Nær réttur þessi bæði til skuldunauta og lánardroltna. ÍSLENZKT VIÐHORF. íslendingum má vera stofnun Greiðslubandalags Ev- rópu fagnaðarefni, ekki einungis vegna þeirra beinu hlunninda, lána- og efnahagsaðstoðar, sem þeir kunna að verða aðnjótandi, heldur fyrst og fremst sökum þess, að stigið hefur verið stórt spor í áttina til frjáls- ari utanríkisviðskipta. Þeim mun raunalegra er J)að, að þeir geta ekki skipað sér í röð þeirra ríkja, sem ríða á vaðið með afnám viðskiptahaftanna, heldur verða um sinn að sætta sig við að vera eftirbátar margra annarra í ])eim efnum. Ástæðurnar til þessa eru al- kunnar, hinn almenni skortur á jafnvægi í íslenzkum j)jóðarbúskaj), alger aflabrestur á sjöttu síldarvertíð- inni í röð og svo í þokkabót sjálfskapavíti eins og fjögurra mánaða togaraverkfall. Af þessu leiðir, að ekki verður hér á landi hægt að gefa innflutningsverzl- unina jafn ört frjálsa eða afnema eftirlit með yfir- færslum á „ósýnilegum greiðslum,“ og gert er ráð fyr- ir í stofnskrá E.P.U., og verður því samþykki íslands á henni að skoðast innan takmarka þessara fyrirvara. Á fundi, sem efnahags- og utanríkisráðherrar Mars- hall-ríkjanna héldu í París fyrstu vikuna í október s.l. gerði Björn Ólafsson viðskiptamálaráðherra grein fyr- ir þessari afstöðu íslands og gat þess jafnframt, að óhugsandi væri fyrir land með jafn einhæfa útflutn- ingsvöru og ísland, að leyfa nokkurn veginn frjálsan 140 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.