Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1950, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.10.1950, Blaðsíða 18
skipti hann aldrei um vinnustað. Hafði liann á hendi verzlunarstjórn þessa fyrirtækis á fjórða tug ára. en 56 urðu starfsár hans við verzlunina. Helgi tók afar mikinn þátt í ýmsum félagsmálum höfuðstaðarins. Hann var t. d. lengi í stjórn Styrktar- og sjúkrasjóðs verzlunarmanna og formaður sjóðsins síðustu 11 árin. Þá var hann og mikill forvígismaður Góðtemplarareglunnar hérlendis og skipaði hann oft á tíðum ábyrgðarmikil embætti innan Reglunnar, og yrði hér of langt að skýra frá merkilegum ferli hans á því sviði. Einnig var hann lengi atkvæðasamur meðlim- ur Oddfellowreglunnar. Þá er og þess að geta, að Helgi var á yngri árum og fram eftir aldri mikils metinn leikari, og minnast margir hans sem slíks með þakk- læti. Sr. Kristinn Stefánsson stórtemplari ritar í minn- ingargrein um Helga á þessa leið: „Helgi Helgason verður ógleymanlegur öllum þeim, er honum kynnt- ust og störfuðu með honum, sakir mikilla mannkosta hans, ljúfmennsku og félagslyndis. Á störf hans hygg ég að ekki hafi fallið blettur eða hrukka, en svo var og maSurinn sjálfur gerður, að hann mátti ekki vamm sitt vita. Skapgerð hans var óvenjulega heilsteypt og traust. Hann var „æðrulaus og jafnhugaður“, prúður og virðulegur í framgöngu og umgengni drengilegur í öllum samskiptum. Hann var ágætur fulltrúi liins gamla tíma, búinn hinum fornu dyggðum í ríkum mæli, en hann var jafnframt alltaf „ungur“ í anda og gæddur lifandi skilningi á framvindu nútímans, og hvar sem gott mál eða góður málstaður sótti fram, þar vildi hann vera og koma til hjálpar. Helgi var maður vel menntur, frjálslyndur og víðsýnn, en þó fastur fyrir og ákveðinn, þegar því var að skipta. Gat hann verið fylginn sér, ef um mál var að tefla, er lionum voru hugstæð. En það hvgg ég mála sannast, að dómar hans um menn og málefni hafi ætíð grundvall- ast á réttlætistilfinnjngu og heillvndi. Ég vissi hann aldrei skinta skapi. Hann beitti iafnan rólegri íhugun en dæmdi aldrei. Helgi var ágætur félagsbróðir, létt- ur í lund, iafnan með græzkulaust gaman á vör. traust- ur og reglusamur í smáu og stóru......... Helgi átti mörg og göfug hugðarefni. sem hann fékk tækifæri til að vinna fyrir langa ævi. Hann naut mikillar vi^ðingar allra þeirra mörgu, er kvnntust honum, og því meiri, því betur sem þeir þekktu hann. Og hann var alla ævi heilsuhraustur maður. —- Helgi var riddari af Fálkaorðunni og heiðursfélagi Stórstúku íslands og Umdæmisstúku Suðurlands.“ Slíkur mannkostamaður var Helgi Helgason, og er hans gott að minnast. Þorlákshöfn. Foreldrar Hann var kvæntur Kristínu Sigurðardóttur fanga- varðar í Reykjavík, en hún er látin fyrir 19 árum. Þau hjónin eignuðust fjögur börn, þrjár dætur og einn ron. Jón Helgason kaupm. í Fatahúðinni í Reykjavík. H elgi Jónsson fyrrv. kaupfélagsstjóri, Stokks- eyri. andaðist hér i Reykja- vík 24. marz, rúmlega 81 árs gamall, fæddur á Felli í Biskupstungum 16. des- ember 1868. Foreldrar hans voru Jón Magnússon, Jónssonar al- þm„ Bráðræði og kona lians, Halla Árnadóttir frá Stóra-Armóti, Magnússon- ar, Beinteinssonar ríka í hans fluttu að Narfakoti í Njarðvíkum er hann var á barnsaldri og síðan að Bráð- ræði við Reykjavík, og var Helgi kenndur við Bráð- ræði. Hann hóf ungur nám við Latínuskólann en lét af námi og varð starfsmaður við verzlun móðurhróður síns, Jóns Árnasonar, Þorlákshöfn, síðan Edinborgar- verzlun á Stokkseyri og Lefoliis-verzlun á Evrarbakka, og síðar sölustjóri og kaupfélagsstjóri við Kaupfél. Ingólfur, Stokkseyri, 1906—24, og átti síðan heimili í Reykjavík til dauðadags. Vann þar við skrifstofu- störf eflir því sem starfskraftar leyfðu. Helgi var fríður maður og hátt]>rúður, lijnir í við- skiptum og sást aldrei skipta skapi, skemmtilegur í við- ræðum og léttur í lund og mjög vinsæll maður og vin- margur, og er óhætt að fullyrða, að hann átti engan óvildarmann. Um hann látinn skrifaði þjóðkunnur merkismaður, að hann hefði verið laus við öfund, ágirnd og illvilia og varkár í dómum um aðra menn. Þetta er rétt. Þótt hann væri ekki fjáður maður, var honum til ánægju velgengni annarra manna. Hel<íi var fluggáfaður maður, hann var ritfær vel og skáld- mæltur einnig, en hafði ekki hátt um slíka hluti. Þó voru nokkur kvæði lians kunn. Hann var kvæntur Guðrúnu Torfadótlur, systur Magnúsar Torfasonar sýslumanns, gáfaðri konu og glæsilegri, svo að hún vakti eftirtekt sem fyrirmvndar húsfrevja. Hún andaðist 3. maí s.l. eftir langvarandi vanheilsu. Þau áttu tvo sonu, Jón S. stórkaupmann og Hálfdán verzlunarmann, sem báðir eru búsettir í Reykjavík. Þ. J. 154 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.