Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1950, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.10.1950, Blaðsíða 14
staði hið læsilegasta og flytur greinar um málefni iðnaðarins, svo og fréttir um iðnaðarmál, innlendar og erlendar. Á árunum 1946—49 gaf Félag ísl. iðn- rekenda út Iðnaðarritið ásamt Landssambandi Iðnað- armanna. Var það í raun og veru hið gamla Tímaril Iðnaðarmanna, en hreytti um nafn meðan útgefend- urnir voru tveir. Nú hafa þessi samtök hætt sameigin- legri útgáfu tímarits, en Landssamband iðnaðarmanna ákveðið að halda áfram útgáfu Tímarits iðnaðar- manna. Er áformað, að þetta nýja blað Félags ísl. iðnrekenda verði 4 síður hverju sinni, þéttprentað á vandaðan pappír, birli ekki auglýsingar og fjalli ein- göngu um mál, er verksmiðjuiðnaðinn varða. Ritstjóri þess er Páll S. Pálsson, frkvstj. félagsins. í septemberblaði „íslenzks iðnaðar“ er m. a. greint frá hversu mikilvæg Marshall-aðstoðin hefur reynzt íslenzkum iðnaði og segir þar svo: „Þegar sýnt þótti, að alger stöðvun var framundan í þýðingarmiklum greinum íslenzkrar iðnaðarframleiðslu á fyrri hluta yfirstandandi árs sökum gjaldeyrisskortsins, var unnið að því af hálfu Félags ísl. iðnrekenda, við Fjárhags- ráð og skrifst.stj. Viðskiptamálaráðuneytisins, að leit- að yrði eftir þvi að meðal innfluttra Marshall-vara væru vinnsluefni til verksmiðjanna. Máli þessu var prýðilega tekið af öllum þeim, er um það fjölluðu, og árangurinn hefur orðið sá, að iðnaðurinn hefur á þessu ári fengið efnivörur frá Bandaríkjunum, greitt með Marshall-fé, fyrir rösklega 964 þús. dol!ara,“ Og ennfremur segir í greinakorni þessu: „Liggur í augum uppi, hverja þýðingu þessi gjaldeyrislind liefur haft fyrir iðnaðarframleiðslana, þegar aðrar voru þornaðar, og verður vá fyrir dyrum hjá íslenzkum verksmiðjum um útvegun efnivörunnar, eins og nú horfir um gjaldeyrisöflun, ef eigi verður áframhalc! leyfisveitinga fyrir efnisvörur eftir þessum leiðum." „Frjáls verzlun“ óskar Félagi ísl. iðnrekenda allra heilla með þelta nýja málgagn sitt. • HAFNFIRÐINGAR Imfa nú reist einum mesta al- hafnamanni sínum í lok átjándu og byrjun nítjándu aldar, Bjarna riddara Sívertsen, minnismerki í hinum fagra skrautgarði sínum, Hellisgerði. Er þetta fagur vottur um minningu þessa mæta manns og ætti að vera öðrum til fyrirmyndar. Nú er röðin komin að Reyk- víkingum að sýna sína ræktarsemi. Langt er síðan farið var að ræða um það hér í höfuðstaðnum, og ekki vansalaust, að Skúla fógeta Magnússyni hefði ekki verið reist neitt minnismetki. Má þó telja Skúla föður Reykjavíkur, þar scin Inn- réttingar hans voru fyrsti vísirinn að hér í landnáms- b.æ Ingólfs reis úpp kaupstaður og semna höfuðliorg landsins. Þetta mál hefur þó oft borið á góma meðal manna í verzlunar- og iðnaðarstétt, en lítið orðið um fram- kvæmdir. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hefur nú tekið mál þetta á sína arma og starfar nú sérstök Bókadálkur GENGIN SPOR. Ljóð eftir Guðrúnu Árnadóltur frá Oddsslöðum. — Útgefandi.: Minningarsjóður Hlöðvers Arnar Bjarnasonar. Þessi bók kom út fyrir síðustu jól, og er hún eín hinna sárfáu ljóðabóka, sem komu nýjar á markaðinn á s.l. ári. Kvæðaskáld eru sem sé næsta óframfærin um þessar mundir, ef ljóðhneigð og yrkisefni eru þá ekki á annað borð mjög til þurrðar gengin. Höfundur bókar þessarrar er rígfullorðin kona, sem fált hcfur látið frá sér ganga á þrykk til þessa, utan hvað hún vakti athygli á sér fyrir hlut sinn í safnrit- inu „Borgfirzk ljóð“. Hún varð fyrir því hörmulega áfalli á s. 1. ári, að missa einkason sinn, Hlöðver Örn Bjarnason verzlunarmann, mesta efnispilt (sbr. minn- ingarorð um hann í Frj. verzlun), og eftir það afhendir hún ljóðasafn sitt til útgáfusjóði þeim, sem vinir hans og vandamenn stofnuðu til minningar um hann. Ljóðabókin, sem geymir u. þ. b. sextíu ljóð og stök- ur, ber vitni um góðan smekk og tilfinningu fyrir ís- lenzku máli og lýsir vönduðu brageyra. Ljóðin eru mild og flest vel fáguð, ekkert bögl eða stagl, heldur slétt og felld. Yrkisefnin eru að vísu ekki rishá eða bragðmikil, en látlaus og viðkunnanleg. Og. þó er töggur í ýmsu, eins og t. d. þessu niðurlagserindi kvæð- is um „Hafið“: Ég veit þinn hamslausa heiftarleik, er hrynja þín fjöll í smátt og lífin slokkna, sem logi á kveik, er létu sér títt um þinn mátt. Tdin stolta gnoð verður staðlaust sprek, ' hjá ströndinni b.oðinn vís. Þá lætur höndin sitl hinzta þrek, er hafið í æði rís. Það hefur enginn illt af að líta yfir „gengin spor“ frú Guðrúnar, og tilefni útgáfu þeirra má vera ljóð- elsku fólki, ekki sízt innan verzlunarstéttarinnar, hvöt til að kaupa bókina. — Einnig að ytri gerð er vel frá henni gengið. B. B. Skúlanefnd á vegum félagsins til þess að vinna að framgangi málsins. Stjórn félagsins hefur nýlegs sam- þykkt að veita eitt þúsund krónur í minnismerkjasjóð Skúla Magnússonar, og er nú vænzt, að ekki verði látið staðar numið, fyrr en við höfum sýnt Skúla þá ræktarsemi, sem hann verðskuldar. Verzlunar- og iðn- aðarstéttirnar þurfa nú að vinna ötullega að fram- gangi þessa máls, en láta það ekki sofna Þyrnirósa- svefni á nýjan leik. 150 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.