Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1950, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.10.1950, Blaðsíða 8
dreymdi hann, að honum þótti kerling, er hjá honum hafði verið, þegar hann var í veldi sínu í Grundar- firði, koma til sín, en hann spyrja hana hvaðan hún kæmi: „Ur helvíti,“ svaraði hún. Hann spurði hvernig þar væri að vera, en hún kvað það illt, lielzt þegar illa lægi á fjandanum, einkum þegar hann væri tóbakslaus, og bað hún Hall að gefa sér lauf til þess að gleðja hann með, þegar hún kæmi aftur. Hann þóttist gefa henni tóbakspund handa kölska, en þá vaknaði hann og kerling var horfin. Nokkur ár, kringum 1830, hafði Hans A. Clausen í Ólafsvík útibú í Grundarfirði og hafði þá keypt norsku verzlunarhúsin þar. Þá lét hann verka saltfisk á Grundarkampi, en það gekk ekki greiðlega vegna óþurrka, er vilja verða meiri þar í fjarðarbotninum en annarsstaðar á Snæfellsnesi. Knud Schjödt var verzlunarstjóri Clausens í Grundarfirði og lýsir prest- urinn honum svo,1 að hann sé „upplýstur, ráðvandur dánumaður“ og stingur þessi lýsing óneitanlega í stúf við það hvernig preslur lýsir kaupmönnunum Haf- liða og Danielsen í hinni búðinni. — Knud Schjödt var damkur maður, en fæddur á Eskifirði Hann hafði verið verzlunarþjónn hjá Clausen, í Ólafsvík og gifzt þar Sigríði Sandholt, frænku Ásu Clausen. — Schjödt varð síðar bóndi á Ingjaldshóli og dó þar, en Madame Schjödt fluttist til Stykkishólms og varð ráðskona hjá Jacobsen lyfsala. — Eftir að Clausen hætti verzlun sinni í Grundarfirði um 1835, hefur ekki verið þar nokkur verzlun að ráði, þó að þar væru borgarar eða smákaupmenn fram yfir miðja 19. öld, en þeir höfðu viðskipti sín mest við Frakka, sem söfnuðust í stór- hópum á skipum sínum á Grundarfjörð að vorinu 1 sóknarlýsingu síra Einars Sæmundsen á Sethergi, frá 1848, kemst hann svo að orði um kaupstaðinn í Grundarfirði :2 „í Grundarf jarðarkaupstað eru 20 manns. Má þetta kauptún varla með kauptúnum telja, þar sem hvorugur höndlunarmanna hefur skip í för- um og sjálfur höndlunarmáti þeirra innbyggjurunum fremur til niðurdreps en uppbyggingar. Þar höndla ekki aðrir en þeir, sem ekki hafa krafta til þess að sækia aðra kaupstaði, annaðhvort Ólafsvík eða Stykk- ishólm, sem annars eru þó fullnærri.“ Um menning- arástand Eyrsveitinga segir síra Einar, að í sókninni séu ekki yfir 20 manns skrifandi, ■—■ „en sá grúi, sem ekki einn staf kunna að mynda er beggja kyns, á öllum aldri 368 sálir.“ — Um miðja síðastliðna öld var Þorhjörn Helgason borgari í Grundarfirði, og var hann slarksamur drykkjumaður. Hann kevpti oflast vörur þær, er hann verzlaði með af lausakaupmönnum, er komu á Stykk- ishólmshöfn, en það bar líka við að hann fékk þær lijá Stykkishólmskaupmönnum og þá helzt hiá Clau- sensbræðrum. — Veturinn 1859, sem kallaður var Álftabani, var einn með hörðustu vetrum. Þá skrifar 1 Sbr. Ministerialbók Setbergs. Þorbjörn, Páli Hjaltalín verzlunarstjóra Clausens í Stykkishólmi,3 7. marz um veturinn, og lýsir ástand- inu í Eyrarsveit þannig, að það sé ekki annað sjáan- legt, en að helmingur sveitarinnar eða vel það, kolfelli allar skepnur sínar, bæði kýr og kindur. Þar að auki segir hann bjargarskort svo mikinn í sveitinni, að menn muni deyja af hungri og harðrétti ef ekki verði bætt úr bráðlega. Hann biður Hjaltalín í hréfi þessu að hjálpa sér um kornmat og kaffi handa þeim, sem í mestri neyð séu, en sjálfur segist hann hafa verið kaffilaus í viku. Hjaltalín greiddi úr Jiessu og sendi Þorbirni talsvert af matvöru. Þorhjörn hafði mikil skipti við Frakka og þá sér- staklega við skipstjóra einn, er hét Monseur Bourioud, og kom hann á vorin með ýmislegan varning handa honum, en vorið 1861 brást þetta. Þá kom Bourioud ekki með margt af því. sem Þorbjörn hafði pantað hjá honum árið áður, svo sem smjör o. fh Aftur á móti kom hann með ýmislegt annað, sem Þorbjörn gat ekki selt Eyrsveitingum, t. d. kamiiavín, Madera, Ansjósur4 og fína kvensokka, en þennan varning bauð hann Páli Hjaltalín að kaupa af sér með sama verði og hann hafði verið reiknaður honum. — Borgararnir í Grundarfirði fengu oft margvíslegan og góðan varn- ing hjá Frökkum, en aftur létu beir þá fá kjöt, skinn, mjólk og ull. — Sambúð og viðskipti Eyrsveitinga og franskra siómanna á þeim tímum vnvu innileg og oft báðum til ánægju og gagns, og það svo, að kannske má sjá afleiðingar þeirra enn í dag, þó langt sé nú um liðið. Þorbjörn Helgason var síðasti borgari í Grundar- fjarðarkaupstað og hætti hann að verzla þar laust eftir 1860. Fór hann þá að búa í Gvendarevjum við Sbónarströnd og þar drukknaði hann á leið úr Stykk- ishólmi. 2 Llis. Hrs. BMf. 3 Lbs. 309 fol. 4 Þ. c. söltuð smásíld. SkipastóII og útflutningur Þýzkalands. ÁRIÐ 1939 áttu Þjóðverjar skipastól, sem var 4,5 millj. lonn að stærð og var þá talinn sá fimmti stærsti í heimi. Nú eiga Þjóðverjar aðeins tíunda hluta ]iess ski])artóls eins og hann var 1939. Fyrir styrjöldina högnuðust Þjóðverjar vel á flota sínum og flutlu auk sinna eigin vara mikið fyrir aðrar þióðir. I dag verða þeir að greiða öðrum þjóðum andvirði 82 miHj. £ á ári fyrir að flytja vörur til og frá Þýzkalandi. Utflutningur Vestur-Þýzkalands fyrstu 6 mánuði ársins nam að verðmæti 778,4 millj. dollara, og er það 57,2% meira en á sama tíma í fyrra. 144 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.