Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1950, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.10.1950, Blaðsíða 2
BIRGIR KJARAN, hagfræðingur: GREIÐSLUBANDALAG EVRÖPU ÞRJÁR HINDRANIR. Síðustu tvo áratugina haí’a þrenns konar hindranir aðallega verið í vegi frjálsrar milliríkjaverzlunar: tollmúrar, innflutningshöft og greiðsluörðugleikar. Fyrir styrjöldina síðustu voru gerðar um þessi efni allskonar alþjóðlegar samþykktir, og þar við sat. Eftir stríð hefur hins vegar ekki verið látið sitja við góðan ásetning, heldur gripið til raunhæfra framkvæmda. Það sem mestu máli skiptir er, að nú hefur verið fé, gjaldeyrir, fyrir hendi til þe=s að koma nýmælunum til leiðar. Er hér fyrst og fremst átt við rausnarleg fjárframlög Bandaríkjanna, Marshall-aðstoðina. Markvisst hefur verið unnið að því að reyna að velta hinum þrem hindrunum úr vegi. Með hinum svo- nefndu GATT-samningum (General Agreement on Trade and Tariffs) liafa um 40 þjóðir samið um veru- legar tollalækkanir sín í milli. í lok ársins 1949 á- kváðu Marshall-ríkin að gefa frjálsan um helming af innflutningi frá þátttökuríkjunum.* Síðar hafa sömu ríki ákveðið að gefa 60% af innflutningum frjálsan og nú í sambandi við stofnun Greiðslubandalags Ev- rópu sett sér að marki, að hafa gefið 75% af innflutn- ingnum frjálsan fyrir næstu áramót. En enn er einn farartálminn eftir, greiðsluörðug- leikarnir. Og hann nægir til þess að loka vcginum, því að ef frjálsri verzlun á að opnast rýmri farvegur milli ríkja, má enginn hinna þriggja hindrana vera til tafar. Ef tollar eru t. d. einungis lækkaðir, má hefta verzl- unina með innflutnings- og gjaldeyrishöftum, ef inn- flutningshöft eru afnumin, má hindra innflutning með hækkuðum tollum, og sé bæði innflutningshöft afnumin og tollar lækkaðir, geta þó greiðsluörðugleik- ar og gjaldeyrishöft gert verzlunarfrelsið að bókctafn- um einum. Hér er hinni nýju stofnun, Greiðslubanda- lagi Evrópu, ætlað verk að vinna, að auðvelda greiðsl- ur milli þátttökuríkjanna. * Sbr. greinina „Fríverzlun Marshall-landanna", í „Frjálsri verzlun", 3. hefti 1950. MARKMIÐIN. Frá ófriðarlokum og raunar talsvert lengur hafa greiðslur milli ríkja að mestu ákvarðast af tvíhliða verzlunarsamningum, þar sem gert hefur verið ráð fyr- ir ákveðnum yfirdrætti. Árið 1948 endurbættu Mar- shall-ríkin þetta kerfi sín á milli með hinum svo- nefnda ávísanarétti (drawing rights), sem fól í sér framsal tii þriðja ríkis á innstæðum, en haggaði þó ekki við grundvelli tvíhliða samningakerfisins. Flestir viðurkenna þá annmarka, sem eru á greiðslu- kerfi tvíhliða samninganna, og margar tillögur til úr- bóta hafa séð dagsins ljós, svo sem afturhvarf að gull- myntfætinum o. f 1., en engin þeirra hlotið nægilegt fylgi til framgangs. Marshall-ríkjunum var ljóst, að allt strit þeirra fyrir bætlum lífskjörum og viðleitni þeirra til frjálsari viðskipta var unnið fyrir gýg, ef ekki tækist að greiða fram úr greiðsluvandræðunum. Því ákváðu þau að setja á fót stofnun, sem leysa á þstta vandamál. Stofnun þessi ldaut nafnið Greiðslu- bandalag Evrópu (European Payments Union — E.P.U.) og var stofnskrá hennar samþykkt 19. sept. s.l. í París af öllum þátttökuríkjum Marshall-samtak- anna. Markmið hinnar nýju stofnunar eru í stórum drátt- um: 1. ) Að koma á marghliða greiðslukerfi, sem jafnt nái til vörukaupa og þjónustusölu, milli þátttökuríkj- anna, þannig að myntir þeirra verði í framtíðinni sem næst frjálst breytanlegar innbyrðis. 2. ) Að auðvelda þátttökuríkjunum þannig að gera ut- anríkisverzlun sína frjálsa, að viðhalda stöðugri atvinnu og mikilli utanríkisverzlun, og að ná fjár- hagslegu jafnvægi innanlands og í viðskiptum við önnur ríki. 3. ) Að aðstoða sérstaklega þau ríki, sem ráða þurfa fram úr tímabundnum greiðsluörðugleikum vegna aðsteðjandi gjaldeyrisskorts. 4. ) Að koma fótunum þannig undir greiðslukerfi þátttökuríkjanna, að þau geti fyrir atbeina E.P.U. staðið óstudd, þegar Marshall-aðstoðinni lýkur. 138 FRJÁLS verzlun

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.