Frjáls verslun - 01.04.1952, Page 1
14. ÁRG. 3.-4. HEFTI —
Atvinnuvegir lctndsmanna hafa löngum verið taldir of fábrotnir, og í því
sambandi hafa komið fram ýmsar tillögur um að auka á fjölbreytnina með
því að fara inn á nýjar leiðir. Einn er sá atvinnuvegur, sem margar þjóðir
hafa drjúgar gjaldeyristekjur af, þó við íslendingar höfum litla rœkt lagt við
hann fram að þessu. Er hér átt við ferðalög útlendinga. Ýmsar Evrópuþjóðir
leggja mikla áherzlu á að laða sem flesta ferðamenn til sín og verja stórum
fjárupphœðum árlega í það að auglýsa á erlendum vettvangi það bezta, sem
þcer hafa upp á að bjóða. Við íslendingar erum langt á eftir nágrannaþjóð-
unum í þessum efnum. Hið opinbera hefur ekki sýnt ferðamálunum þcmn
sldlning sem skildi, og er því enn langt í land, að ísland geti talizt í tölu þeirra
landa, sem samkeppnisfœr eru um að bjóða erlendum ferðamönnum heim.
Hér hefur á undanförnum árum verið starfrœkt ferðaskrifstofa á vegum
ríkisins, en hlutverk hennar hefur að nokkru leyti verið að stuðla að land-
kynningu erlendis. Samkeppni um landkynningarmál er œskileg, því það
myndi án efa hafa jákvœð áhrif og skapa aukinn áhuga fyrir að gera erlendar
ferðamannaheimsóknir að arðbœrum atvinnuvegi fyrir þjóðarheildina.
Mikill áhugi er ríkjandi hjá ýmsum aðilum um ferðamálin. Menn eru óð-
um að komast að raun um það, að erlendir ferðamenn myndu skapa hér nýja
og frjósama tekjulind fyrir þjóðarbúið, ef möguleikar vœru fyrir hendi að taka
sómasamlega á móti því fólki, sem fýsir að kanna lítt þekkt lönd og kynnast
einhverju óvenjulegu. ísland hefur upp á margt að bjóða fyrir ferðamanninn,
sem fá eða engin önnur lönd i Evrópu geta boðið. Stórbrotin náttúrufegurð,
þœgilega milt sumarveður, hverir og hveraböð, góður og nógur matur svo
eitthvað sé nefnt, allt er þetta vatn á millu okkar í sambandi við heimsóknir
erlendra ferðamanna.
En þetta er bara eklá nóg. Við Islendingar erum ekki undir það búnir að
fá mikinn straum ferðamanna inn í landið. Hér eru of fáir boðlegir gististaðir
og hér vantar það frjálsrceði í áfengislöggjöfinni, sem er að finna hjá þeim
Evrópuþjóðum, er hagnast mest af ferðamönnum. Hið opinbera verður að
stuðla að bœttum aðbúnaði í gistihúsamálunum og stefna ber að því að
leysa þau önnur vandamál, er í dag standa nýjum og arðvcenlegum atvinnu-
vegi fyrir þrifum.
Við íslendingar höfum ekki efni á því að láta tœkifcerin ganga okkur úr
greipum. Við erum komnir inn á þjóðbraut, sem er fjölfarin, og hingað myndi
marga fýsa að koma í sumarleyfum sínum. Þess vegna eigum við að stefna
að því marki að vera undir það búnir að taka á móti erlendum gestum til
heilla fyrir þjóðarbúið.