Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1952, Side 2

Frjáls verslun - 01.04.1952, Side 2
Hvert er dlit maiina á Endurskoðun skattalaganna? Þar sem skattamálin ern nú rædd mikið manna á meðal og milliþinganefnd starfar að endurskoð- un skattalösgjafarinnar, þá hefur ,,FRJÁLSBI VERZLUN“ þótt tilhlýðilegt að gefa lesendum sínum kost á að kynnast við- horfum nokkurra manna til mála þessara. — Málaleitan blaðsins um það, hverjar breytingar menn teldu æski- legar að gerða yrðu á skatta- íöffffjöfinni, var vel tekið, og skýra menn stuttlega afstöðu sína til þessa mikilvæga máls hér á eftir. Mættu þessar hug- leiðingar verða nokkur vísbendinff til milliþinga- nefndar þeirrar, er nú situr á rökstólum. Gunnar Einarsson, prentsmiðiustj.: Nú er forráðamönnum flokk- anna loksins orðið ljóst, að landsmenn rísa ekki lengur und- ir þeim sköttum, sem þeim er ætlað að bera. Þeir þykjast líka sjá, að ölmusa til landsir.s muni ekki verða eilíf. Þess vegna eru þeir byrjaðir að fálma fyrir sér. En þá brestur kjark til þess að framkvæma þær ráðstafanir, sem einar duga til að ráða bót á meininu. En þáS er aS miSa eySsluna viS getu þjóSarinnar. Þeir hafa skipað milliþinganefnd til þess að endur- skoða skattalöggjöfina. Sú endurskoðun er nauðsynleg, en kemur því aðeins að haldi, að sjálfsagðar ráðstaf- anir séu gerðar til þess að létta byrðar landsmanna í heild. Skattarnir verSa aS lœkka. Þegar iðnaður landsmanna er að kikna undir skött- unum, atvinnufyrirtækin verða að fækka starfsfólki. nauðsynleg endurnýjun er ókleif, og þau verða að draga saman seglin á allan hátt — atvinnuleysið ber að dyrum — þá er hrópað hástöfum: Hvað á að gera til þess að hjálpa iðnaðinum? Ef þið sjáið mann, sem er að sligast undan of þungri byrði, hvað gerið þið honum til hjálpar? Þið farið ekki að velta vöngum yfir því, hvort hann komist nokkrum skrefum lengra, ef byrðinni er hagrætt á herðum hans. Nei, þið léttið af honum liluta byrðar- innar, svo að honum verði kleift að bera það sem eftir er. ÞaS þarf aS minnka skattana. Þeir sliga allt athafna- líf þjóSarinnar. Flestir finna að skattarnir, sem þeim er ætlað að bera, eru of þungir. En hvar eru hinir sem hafa of létta skatta? Yfir á hverja á að flytja skatta þeirra manna og fyrirtækja, sem ekki rísa undir byrðinni ? Þeir eru of margir í okkar þjóðfélagi, sem ekki vinna arðbæra vinnu. Og þeir, sem vinna, eru of fáir til þess að ala önn fyrir hinu fjölmenna setuliði, sem forráðamenn ríkis og bæja hafa komið á fót. Fyrirtæki, sem hefur of mikinn skrifstofukostnað, kemst í greiðsluþrot. Ef heimilisfaðir eyðir meira en hann aflar, verður hann bónbjargamaður eða kemst á vonarvöl. Re'kstur ríkis og bæjar er háður sama lög- máli. , Vandamálið er ekki hvernig á að dreifa þeim skött- um, sem undanfarið hefur verið hlaðið á herðar lands- manna. Það verður að létta verulegum hluta þeirra af þjóðinni og miða opinbera eyðslu við eðlilega tekju- öflun landsmanna. Allt annað er gagnlaust kák, gert til þess að draga athyglina frá aðalmeinsemdinni. Hjörtur Hjartarson, fulltrúi: Þegar einstaklingar eða félög ákveða útgjöld sín, verða þau, af góðum og gildum ástæðum, að miða útgjöldin við tekjurn- ar. Þessu er í reyndinni öðru vísi farið, þegar ríki eða bæjar- félög eiga í hlut. Þar eru út- gjöldin úkveðin fyrst og síðan tekjurnar. Mönnum virðist orð- ið það furðanlega tamt að líta á hið opinbera, sem svo er kallað, sem óskyldan, en allsráðandi aðila, sem gæti að eigin geðþótta hrifsað til sín, að meira eða minna leyti, afrakstur þegnanna, án minnsta tillits til gjaldþols þeirra og eytt almanna fé í fullu ósamræmi við ráðdeild og hagsýni þeirra, er upphaflega öfluðu teknanna. Við óhófseyðslu, fyrirhyggjulítilli fjárfestingu hins opinbera og þar af leiðandi ofsköttun, verður skilyrð- islaust að setja strangar hömlur til verndar skattþegn- 30 FRJÁLS VERZLtJN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.