Frjáls verslun - 01.04.1952, Page 3
unum. íslendingar byggja lítt numið en erfitt land,
en óleyst verkefni óteljandi. Fjárhagsgeta þjóðarinnar
er mjög lítil og fjármyndun einstaklinga óhugsandi
undir núverandi skattaáþján, enda er nú svo komið, að
öllum öðrum en því opinbera er ógerlegt að ráðast í
fjárfrekar framkvæmdir. Ríki og bæjarfélög eru meir
og meir að seilast yfir á verksvið einstaklinga og ráð-
ast í framkvæmdir, sem með eðlilegum hætti ættu að
vera í höndum einstaklinga. Má öllum hugsandi
mönnum vera það ljóst, að ef ekkert verður að gert,
hlýtur hráðlega að vera komið hér á algjört sósíalist-
iskt þjóðskipulag. Þessi þróun er óhjákvæmileg eins og
nú háttar hér, og er mér nær að halda, að menn geri
sér ekki grein fyrir þessari hættu, en ef svo er, þá sýna
skattþegnarnir ótrúlegt langlundargeð.
Neðantalin atriði álít ég að leggja beri áherzlu á
að sett verði í lög:
1) Samanlagðir beinir skattar og útsvör mega ekki
fara fram úr helming tekna skattgreiðenda.
2) Eignaskattar verði algjörlega felldir niður og
forboðið með öllu að leggja á skatta, sem virka aftur
fyrir sig.
3) Skattar og útsvör skuli frádráttarhæf við fram-
tal.
4) Fellt verði niður það ákvæði útsvarslaganna,
sem heimilar að leggja útsvar á, „eftir efnum og ástæð-
um,“ og komi í staðinn fastur útsvarsstigi.
5) Einstaklingum, jafnt sem hlutafélögum, skuli
heimilað að mynda varasjóði.
6) Fellt verði niður veltu- og eignaútsvar.
7) Allur isambærilegur atvinnurekstur skuli hlýta
sömu reglum um skattlagningu.
8) Persónufrádráttur hækkaður verulega og fari
stighækkandi eftir barnafjölda.
9) Skattayfirvöldum og þó einkum ríkisskaltanefnd
skal gert að skyldu að rökstyðja úrskurði sína á sama
hátt og dómstólum landsins.
10) I þeim tilfellum, er skattayfirvöld telja framtöl
manna röng, skal yfirvöldunum óheimilt að breyta
þeim, án þess að fyrir liggi skýlausar sannanir, enda
skal sönnunarábyrgðin hvíla á skattayfirvöldunum, og
með þessi mál farið sem um skattsvik væri að ræða.
Hér hefur að sjálfsögðu verið stiklað á helztu atrið-
unum, en skattamálin í heild eru annars svo yfirgrips-
mikið mál, að engin leið er að gera þeim veruleg skil í
stuttri grein. Eflaust munu valdhafarnir spyrja: Hvar
eiga ríkið og bæjarfélögin að fá fé til sinna þarfa, ef
skera á niður beina skatta svo sem hér er bent á? Þessi
mótbára heyrist oftast, þegar talað er um að lækka
þurfi skatta, en hinsvegar heyrist sjaldan eða aldrei
nefnd sú sjálfsagða leið að færa saman rekstur hins op-
inbera og gæta yfir höfuð ýtrustu varfærni í meðferð
opinbers fjár. Auk þess álít ég rétt, að tekjur ríkisins
verði sem mest teknar í óbeinum sköttum, þ. e. a. s. með
hátollum á lítt eða ónauðsynlegum varningi, og verði
þeir tollar hækkaðir verulega frá því sem nú er, en
tollar lækkaðir eða jafnvel felldir niður með öllu á
brýnustu lífsnauðsynjum.
Yfir höfuð ber að stefna að því, að skattar verði sem
mest teknir af eyðslu, en hverskonar fjármyndun eða
spörun verði ívilnað í sköttum. —
Jón Helgason, kaupmaður:
í þessu greinarkorni ætla ég ekki
að ræða hinn óbærilega skatt-
þunga, sem er að sliga allt fram-
tak í þessu landi, og sem aðeins
verður ráðin bót á með því að
draga mikið úr reksturskostn-
aði hins opinbera. Ég ætla að
minnast hér lítillega á aðra
hlið skattamálanna.
Menn eru yfirleitt sammála
um, að skattalöggjöf okkar Islendinga sé mjög ábóta-
vant og munu almennt fagna því, ef hún verður færð
í betra horf.
Almenningur þarf að geta treyst lögunum, hvort
heldur skattalögum eða öðrum; að þau séu sanngjörn
og gangi jafnt yfir. Það er fyrsta skilyrði til þess, að
þeim verði hlýtt og að þau komi að haldi. En allir
heiðarlegir íslendingar óska þess að geta hlýtt lands-
lögum. Því er ekki að neita, að sú skoðun er nokkuð
rík hér á landi, að menn svíki almennt undan skatti,
svo sem mögulegt er. Engum getum skal leitt að því
hér, hvort eða að hve miklu leyti þessi skoðun hefur
við rök að styðjast. Hinsvegar munu menn almennt
líta svo á, að lagasetning Alþingis um skattamál beri
keim af þessari skoðun. En slíkt er alveg fráleit for-
senda fyrir lagasetningu. Engin lög má miða við annað
en að þeim beri að hlýða. Og öll lög verða að sjálf-
sögðu að mótast af heilbrigðri réttarvitund almennings,
skattalög eins og önnur.
Skattalöggjöfin þarf að vera skorinorð. Það er óþarfi
að hún bjóði upp á krókaleiðir og undanbrögð. En hún
þarf að vera hispurslaust sanngjörn gagnvart öllum,
sem engra bragða óska að neyta. Skattalöggjöfin á að
miðast við þjóðarhag en ekki pólitíska hagsmuni.
Okkur er öllum ljóst, að ekki verður hjá því komizt
að greiða skatta og skyldur til bæja og ríkis. Og það
er „praktískt“ fyrir ríkisvaldið, að skattheimtan sé
FRJÁLS VERZLUN
31