Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1952, Qupperneq 4

Frjáls verslun - 01.04.1952, Qupperneq 4
ekki rekin sem fjandsamleg athöfn gagnvart þegnun- um. Allar skattareglur þurfa að vera í föstu og ákveðnu formi og gerðar almenningi vel ljósar og kunnar. Smá- munasemi og fiparðalíningur skattyfirvaldanna þarf að hverfa. Skattheimtumennirnir þurfa helzt að koma fram á eins hlutlausan hátt og hægt er. Þeir þurfa jafnt að vera á verði um rétt skattþegnanna sem skvldur þeirra. Það ber að stefna að því, að eyöslusemi verði skatt- lögð, en ekki nýtni og sparsemi. Persónufrádráttinn þarf að sjálfsögðu að endurskoða árlega í samræmi við verðlag í landinu. Skattalöggjöfin þarf umfram allt að hvetja menn til sparsemi, en ekki eyðslusemi. Á þetta grundvallaratriði hefur áreiðanlega skort mik- ið í skattalögum okkar undanfarið. Loks má benda á það, að skattinnheimtan þarf að vera miklu einfaldari heldur en nú tíðkast. Og löggjaf- inn verður um fram allt að hætta að reyna að slá ryki í augu manna með því að kalla skattana nýjum og nýjum nöfnum. Magnús Víglundsson, rœðismaður: Ég er þakklátur FRJÁLSIII VERZLUN fyrír að hafa gefið mér kost á að segja í örfáum orð- um álit mitt á núgildandi skatta- löggjöf, og hverjar breytingar á henni mér virðast mest aðkall- andi að gerðar verði. Mun ég þó í þessu sambandi einkum hafa í huga sjónarmið verksmiðjuiðn- aðarins, en vandamál hans, og þá einnig þau sem tengd eru skattamálum, eru mér kunnari en hliðstæð dagskrármál annarra atvinnuvega. Segja má, að brýna nauðsyn beri til að leggja ríka áherzlu á að lagfæra tvö atriði í sambandi við skatta- mál iðnaðarins, en þau eru: 1) Að felld verði niður útsvarsálagning á veltu iðn- aðarfyrirtækja. Hefur þetta útsvar komið mjög þungt niður á iðnaðinum, þar sem við ákvörðun þess er ckk- ert tillit tekið til raunverulegrar rekstrarafkomu fyrir- tækjanna, og gjald þetta lagt á engu að síður, þótt um taprekstur sé að ræða. í mörgum tilfellum kemur því veltuútsvarið fram sem ranglátur og þungbær eignar- skattur. 2) Að fallið verði frá innheimtu á söluskatti af inn- lendum iðnaðarvörum, þá er þær eru seldar til verzl- ana, en þessi skattur er nú 3%. Óvinsældir þessa skatts má einkum rekja til þess, að hann er hlutfallslega miklu hærri á innlendum iðnaðarvörum heldur en hliðstæð- um erlendum iðnaðarvörum innfluttum. Kemur því skattur þessi fram sem ósanngjarn og lítt skiljanlegur verndartollur fyrir útlendar iðnaðarvörur, og verður þessi skattheimta til að torvelda innlendum iðnaði samkeppni við innflultar iðnaðarvörur. Munu ekki víða finnast þess dæmi, að þjóðfélagslega þýðingarmikill atvinnuvegur, en um þriðjungur landsmanna lifir af iðnaði, sé látinn sæta slíkum afarkostum. Ekki mun auðvelt að benda á hjá öðrum þjóðum dæmi um jafnháa skattlagningu iðnaðarfyrirtækja og tíðkast hjá okkur. Þannig hef ég fyrir því heimildir, að á þeim tíma, er Finnar áttu við hvað mesta örðugleika að búa af völdum vonlausrar styrjaldar við margfallt ofurefli, hafi skattar af iðnaðarfyrirtækjum til finnska ríkisins aldrei numið meiru en 53% teknanna, en út- svör allt að 12%. Urðu Finnar, svo sem alkunnugt er, að láta af hendi við Rússa borgir og lönd og síðan sjá því fólki, er þaðan var flutt á burt, en það voru um 750 þúsund manns, fyrir nýrri staðfestu. Nú, er Finnar sjá fyrir endann á greiðslum stríðs- skaðabóta til Rússa og uppbyggingarstarfið er komið vel á veg, hafa þeir aftur lækkað ríkisskatta af iðnað- arfyrirtækjum, þannig að nú fara þeir aldrei fram úr 28% teknanna. Skattalöggjöf okkar verður að gera atvinnufyrir- tækjum landsmanna mögulegt að styrkja aðstöðu sína og efnahag í þeim mæli, að þau geti staðið af sér af- leiöingar af illu árferði og margvíslegum erfiðleikum öðrum, er jafnan skjóta upp kolli, án þess aö komast í þrot. Því aðeins að þessi verði niðurstaðan í skattamál- um, getur þjóðin gert sér vonir um betri tíma og batnandi hag. Olaíur I. Hannesson, stud. jur.: Mér er það fullkomlega ljóst, að ég er enginn maður til þess að gera tillögur um breytingar á gildandi skattalöggjöf, en þó ætla ég nú samt að verða við til- mælum FRJÁLSRAR VERZL- UNAR og hrijra niður nokkur atriði, sem ég álít. að ekki verði hægt að komast hjá að laka til yfirvegunar af nefnd þeirri, sem nú situr á rökstólum og endurskoðar skattalöggjöfina. Þar sem ég geri ráð fyrir, að þaö séu eingöngu beinu skattarnir, sem séu til umræðu hjá milliþinganefnd- inni, þá mun ég aðeins snúa mér að þeim og þó rétt 32 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.