Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1952, Qupperneq 5

Frjáls verslun - 01.04.1952, Qupperneq 5
minnast á nokkur atriði, án nokkurs tæinandi rökstuðn- ings, þar sem mér finnst þau liggja svo ljós fyrir. Það liggur fyrst fyrir að minnast á skattstigann og persónufrádráttinn, en þessum þáttum er það eameigin- legt, að þeir eru algjörlega komnir úr skorðum. Um leið og tekjur hækka í krónutali, þá kemst skattgreið- andinn í hærri skattstiga án tillits til þess, hvort lífs- afkoma hans hefur breytzt til hins betra eða ekki. 1 þess'u felst bein skattahækkun, sem kemur í veg fyrir eðlilega eignamyndun. Þetta kemur fram, þótt ekki sé litið til þeirra æxla, er iskattstiganum fylgja, þ. e. tekjuskattsviðauka og stríðsgróðaskatts, en nú er svo komið, að þótt maður hafi, með tilliti til hækkaðs verð- lags, sömu aðstæðu til að framfleyta lífinu og áður, þá þarf hann nú að greiða stríðsgróðaskatt, en slíkt kom ekki til greina, þegar lög um þann skatt voru ■sett, og er því skattgreiðandinn nú öllu ver settur en áður. Sama er að segja um persónufrádráttinn. Hann hefur ekki hækkað í hlutfalli við hina hækkuðu skatta og verkar því sem enn aukin skattabyrði. Þessum und- irstöðum skattaálagningarinnar hefur ekki verið breytt í samræmi við breytt efnahagsástand. Skattlagning hjóna er nú það atriði skattalaganna, sem mest hefur verið rætt um að undanförnu. Kjósi húsmóðirin frekar að vinna úti og hafa aðkeypta heimilishjálp, þá ætti hún að greiða skatta af tekjum sínum sem ein.staklingur, þó að frádreginni greiðslu fyrir heimilishjálpina, svo ekki verði um tvær samkynja skattlagningar að ræða á sömu tekjur. En sú húsmóð- irin, sem eingöngu vinnur að heimilisstörfum, á einn- ig að fá tekjur fyrir sína vinnu. Bezta úrlausn þessa máls mun án efa vera sú, að skipta í einhverju hlut- falli þeim tekjum, sem inn koma, milli hjónanna, og iskattleggja þau síðan hvort í sínu lagi. Við ákvörðun skatts ber að taka tillit til aldurs skatt- greiðanda. Sá, sem kominn er yfir sjötugt og er að slíta út síðustu kröftunum, á ekki að þurfa að greiða sömu skatta og þrítugur maður við samskonar heimilisað- stæður og með sömu laun. Á sama hátt væri og hægt að taka tillit til heilsufars skattgreiðandans. Þeir, sem leggja út á námsbrautina, þurfa oft að sökkva sér í skuldir á námsárunum. Þann kostnað, sem af náminu leiðir, á að vera hægt að fá að afskrifa á fyrstu árunum eftir að námi lýkur. En hafi námsmað- ur notið aðstoðar, t. d. fengið fæði, húsnæði og þjón- ustu eða eitthvað af þessu endurgjaldslaust, þá ætti þessi aðstoð að hafa í för með sér aukinn frádrátt fyrir þann, sem aðstoðina lætur af hendi. Sama sjónarmið ætti að sjálfsögðu einnig að gilda hafi aðstoðin verið veitt í beinum peningagjöfum eða á einhvern annan hátt. Til grundvallar þessu áliti liggur sú skoðun, að námið er ekki aðeins hagkvæmt einstaklingnum, sem námið stundar, heldur og þjóðfélaginu í heild, og kem- ur það gleggzt fram í þeirri áherzlu, sem ríkisvaldið leggur á menntun yfirleitt. Ég get ekki skilizt svo við þessar hugleiðingar mín- ar, að ég minnist ekki á það, að jafnrétti verður að ríkja innan hvers skattaflokks, ef ég mætti nefna það svo. Á ég við það misræmi, sem er á skattlagningu sam- vinnufélaga annars vegar og annarra liliðstæðra fyr- irtækja hins vegar. Löggjafarvaldið má ekki á þennan hátt eða neinn annan skapa sumum fyrirtækjum betri aðstöðu en öðrum samskonar. Öðru máli væri að gegna með iðn- og iðjufyrirtæki þau, sem hægt var að veita skattfrelsi fyrstu þrjú starfsárin, en það mátti aðeins, ef um var að ræða iðn eða iðju, sem áður hafði ekki verið starfrækt hér á landi, og er álitamál, hvort ekki eigi að taka aflur í lög slíkt takmarkað skattfrelsi til þess að ýta undir fjölbreyttari iðnað og iðju og með því skapa aukna atvinnu. ERLENDAR KAUPSTEFNUR JtJNl—SEPT. 1952. Padua, Italíu 7.—22. júní. Bordeaux, Frakklandi 8.—23. júní. Barcelona, Spáni 10.—30. júní. London, Bretlandi 11.—2G. júní. Sölusýning á gömlum listmunum. Lille, Frakklandi 14.—29. júní. Izmir, Tyrklandi 20. ágúst—20. sept. Stokkhólmur, Svíþjóð 23. ágúst—7. sept. St. Eriks-vörusýningin. Frankfurt, Þýzkalandi 31. ágúst—4. sept. Haust-vörusýning. Bókadálkur Árbók Landsbanka íslands fyrir árið 1950 er ný- komin út. I bókinni er að finna geysimikinn og marg- víslegan fróðleik um framleiðsluhætti og atvinnuvegi landsmanna, svo og fjármál þjóðarinnar, Bókin skiptist í eftirtalda aðalkafla: Inngangur; landbúnaður; útgerð og sjávarvöruiðnaður; verklegar framkvæmdir og iðn- aður; verzlun og samgöngur; verzlun við útlönd; fjárhagur hins opinbera; verðlag, atvinnukjör o. fl.; greiðsluviðskipti við útlönd; verðbréfamarkaðurinn; vaxtakjör, útlán og innlán; seðlaveltan; og að lokum reikningar bankans. Bókin er 146 bls. að stærð, og útgefandi er ísafold- arprentsmiðja h.f. FRJÁLS VERZLUN 33

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.