Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1952, Qupperneq 7

Frjáls verslun - 01.04.1952, Qupperneq 7
ísleiidingarnir bjuKffii á Hólel Mosltva. nema til 10. apríl, en ráðstefnan var framlengd um tvo daga, svo fulltrúunum gæfist tími til að athuga sýnishorn og verðtilboð í vörur, sem ýmsir höfðu haft meðferðis. Þá voru einnig gerðir viðskiplasamningar milli nokkurra sendinefnda, t. d. undirrituðu brezku og kínversku nefndirnar gagnkvæman samning um við- skipti til ársloka 1952 að upphæð £10 milljónir. — Fundir voru haldnir í svonefndum súlnasal í húsa- kynnum rússnesku verkalýðssamtakanna. Efnahags- ráðstefnuna sóttu 471 fulltrúar frá 49 þjóðum, en að- alritari hennar var kjörinn Robert Chambeiron frá Frakklandi. Á fundunum voru notuð jafnhliða sex tungumál, þ. e. enska, franska, rússneska, spánska, þýzka og kínverska, og voru ræður fundarmanna þýddar jafnóðum á þessi mál. Þeir sem tóku til máls virtust sammála um, að núverandi fyrirkomulag á verzlunarviðskiptum milli þjóða væri fjarri því að vera eins golt og menn æsktu. Möguleikar væru á stórauknum viðskiptum, og í því sambandi ætti ekki að skipta neinu máli við hvaða þjóöfélagsskipulag eða hagkerfi viðkomandi ríki byggju. Virtust menn yfir- leitt þeirrar skoðunar, að kapítalismi og kommúnismi gætu unnið saman að þessu marki. Skoðun mín er sú, bætir Magnús við, að halda beri verzlun og viöskipt- um fyrir utan alla pólitík, enda hefur aldrei farið vel á því að blanda þesum málum saman. Gafst erlendu fulltrúunum, sem sóttu ráðstefnuna, ekki tœkifœri til að kynna sér eitthvað af framleiðslu Rússa? Jú, við heimsóttum vöru- og iðnsýningar í Moskvu. Virðast Rússar vera komnir all langt í framleiðslu ým- iskonar véla. M. a. sáum við mikið af landbúnaðar- vélum og tækjum, sem virtust vera vel úr garði gerð. Þá framleiða Rússar orðið talsvert af bifreiðum, og hafa þeir flutt eitthvað af smærri gerðum til Norður- landa. Teljið þér, að við íslendingar gœtum keypt eitthvað af vörum frá Rússlandi, ef verð þeirra vœri samkeppnisfœrt? Eftir því, sem ég gat kynnt mér á meðan ég stóð við í Moskvu, þá geta Rússar selt timbur, sement, bílagúmmí, bómullarvörur, skófatnað, kornvörur, salt, landbúnaðarvélar og eflaust sitt hvað fleira. Hvað viðvíkur verði á þessum útflutningsvörum, þá lýsti Nesterov, formaður rússneska verzlunarráðsins, því yfir í ræðu, um leið og hann óskaði eftir auknum viðskiptum við aðrar þjóðir, að verð á rússneskum vörum myndi verða sama og heimsmarkaðsverðið væri á hverjum tíma. Annars álít ég, að við íslendingar gætum selt talsvert magn af saltsíld til Rússlands, ef viðski])ti kæmust aftur á milli landanna. Voru ekld einhverjar ályktanir gerðar á ráðstefnunni? Jú, m. a. var samþykkt áskorun til Sameinuðu þjóðanna um að þær hlutist til um, að sem fyrst verði haldin ráðstefna með stjórnarfulltrúum allra þjóða Alþjóða cfnaliagsráðstefn- una í Moskvu sóttu 471 fulltrúar frá 49 þjóðum. Á myndinni sjást þeir á fundi í húsakynnum rúss- nesku vcrkalýðssamtaiv- anna (t.v.). Robert Cham- beiron frá Frakklandi set- ur ráðstefnuna (t.h.). fRjALS VKRZLtJN 35

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.