Frjáls verslun - 01.04.1952, Page 9
Þjóðarbúskapur okkar í dag
Þegar leita á upplýsinga um margt, sem varðar ís-
lenzka landshagi, er oft og tíðum bæði örðugt og
tímafrekt að fá greið svör við mörgum spurningum.
Svörin eru á víð og dreif í sundurlausum skýrslum
eða reikningum, sem tafsamt er að leita uppi. Það er
þess vegna stórkostlegur vinningur að bók próf. Ól-
afs Björnssonar um þjóðarbúskap okkar*) Vitaskuld
er hér ekki um tæmandi heimildarit að ræða, en bók-
in gefur mjög glöggt og víðtækt yfirlit um helztu
þættina í Btarfsemi landsmanna. Bókin greinist í 9
kafla og eru þeir þessir: Landið. Fólkið. Landbúnað-
ur. Fiskveiðar. Iðnaður. Verzlun og samgöngur. Pen-
inga og verðmál. Fjármál. Opinber fjármál.
Eins og sézt á þessari upptalningu á köflum bók-
arinnar kemur hún víða við, enda er bókin 420 síður í
allstóru broti og mikið mál á hverri síðu.
Til þess að gefa nokkra hugmynd um hvernig höf-
undurinn vinnur úr efninu er rétt að rekja, tii dæm-
is aðal þættina í kaflanum um verzlun. Þessi kafli
hefst, eins og aðrir þættir bókarinnar, á stuttum sögu-
legum inngangi, þar isem gerð er grein fyrir helztu
atriðum verzlunarsögu landssins. Er ]rar stiklað á
stóru, enda á þetta sögulega yfirlit ekki að vera annað
en stuttur inngangur til aukins skilnings á ástandinu
í dag, en um það snýst allt meginefni bókarinnar.
Næst tekur svo höf. til meðferðar verzlunina við önn-
ur lönd og verzlunar- og greiðslujöfnuð. Er gerð grein
fyrir verzlunarjöfnuðinum, eins og hann hefur verið á
síðustu áratugum, og afstöðu innflutnings og útflutn-
ings, fjármagnshreyfingum til og frá útlöndum og
vísitölum verðs og vörumagns, og fleira sem máli
skiptir í þessu sambandi. Síðan er rakin skipting út-
og innflutnings eftir notkun og vinnelustígi vöru, við-
skiptum við einstök lönd og stuttlega skýrt frá skipt-
ingu verzlunarinnar á hafnir innanlands. Loks er all-
langur kafli um verzlunarstéttina, tölu verzlana og
starfsfólks og um samvinnuverzlanir og er þar skýrt
frá sérstöðu þeirra og sérréttindum. í kaflanum um
landbúnað er gerð grein fyrir verzlunar- og verðlags-
*) Ólafur Björnsson: Þjóðarbúskapur Islendinga. HlaðbúS
1952.
málum landbúnaðarins, og í kaflanum um fiskveiðar
og iðnað er að finna margt í sambandi við verzlun
með afurðir þeirra atvinnugreina. Síðan er að sjálf-
sögðu í köflunum um peninga- og verðlagsmál og op-
inber fjármál að finna fjölmargt, sem snertir verzlun
og hverskonar viðskipti. Þó bókin sé fróðleg fyrir alla
þá, sem láta sig varða hag landsins, munu þó fáir
græða meira á lestri hennar en þeir, sem fást við
verzlun og viðskipti, enda býst ég við, að hún verði
mikið lesin og notuð einmitt af þeim mönnum.
Það hlýtur að vera hverjum manni ljóst, sem les
bók próf. Ólafs, að fádæma elju og nákvæmni hefur
þurft til að semja hana. Höfundur gerir ráð fyrir því
í eftirmála, að villur kunni að hafa slæðzt inn í bók-
ina, því ekki sé ætlandi einum manni að semja svo
víðtækt yfirlitsrit öðru vísi en að missagnir komi fyrir-
Það má vel vera að slíkt geti borið við, en þá kem
ég að því, sem ég tel höfuðkost bókarinnar, en liann
tel ég þann, að öruggt er að höfundur vill alltaf hafa
það sem sannara reynist, og fyrir lionum vakir ekkert
annað en að skýra satt og hlutdrægnislaust frá stað-
reyndum. Öllum, sem lesa bókina og nota, er óhætt að
treysta því, að þar er „sagt satt eitt og ekkert undan
dregið“ af því sem höfundur veit og snertir viðfangs-
efni bókarinnar. Hér er ekki um áróðursrit að ræða,
heldur safn og flokkun staðreynda, sem eru settar
fram á isvo Ijósan hátt, sem bezt verður kosið. Öll
snertir bókin dagsins mál en óhlutvandir menn, sem
skarta með sérfræðingsnafnbótum, hefðu haft yfir-
taks gott tækifæri til að gera slíkt efni að pólitískum
áróðri, hefðu þeir ráðizt í samningu bókar eins og
þessarar. Slíkir menn hefðu vafalaust fallið fyrir þeirri
freistingu að hagræða tölum á þann hátt, sem hentaði
stefnu þeirra og markmiði, fella undan það, sem þeim
féll miður, en gera úlfalda úr þeim mýflugum, sem
þeir gátu fundið þeim máfetað, sem þeir flytja, til
framdráttar. En hjá próf. Ólafi er ekkert slikt að finna.
ÖIl meðferð hans er fullkomlega „objektiv“ og fer
hann allt aðrar gölur en þeir „gerfi-fræðingar“, ef svo
má kalla þá, sem láta mikið að sér kveða í stjórnmála-
áróðrinum og skeita ekki um skömm né heiður í með-
Framhald d bls. 39.
FRJÁLS VERZLUN
37