Frjáls verslun - 01.04.1952, Side 11
kominn út til íslands. — Árið 1822 voru tveir menn
sendir frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur og vildu
grípa Kjartan hvar sem hann hittizt.1) — Þeir sneru
sér til Moltke stiftamtmanns og beiddust aðstoðar hans
til þess að geta náð skuldum hjá Kjartani, en hann
vísaði þeim austur á Eskifjörð og þar skyldu þeir
lögsækja hann á varnarþingi hans, en samkvæmt
landslögum gæti hann ekki látið taka hann fastan,
þó að hann skuldaði þeim. — Þeir fengu sér þá hesta
og fylgdarmann og riðu alla leið austur á Eskifjörð
til þess að lögsækja Kjartan, en sú ferð varð þeim
frekar til skapraunar en fjár, því að ekkert höfðu
þeir út úr Kjartani. Þeir sigldu svo aftur um haustið
úr Reykjavík, sneiptir og gramir yfir málalokum. —
Kjartan bjó á lítilli jörð á Eskifirði, sem hann
kostaði miklu upp á og kom í góða rækt.2) Á síðari
árum sínum hafði hann ráðskonu, er kölluð var Ma-
dame Andersen. — Hún eignaðist þrjú börn í vistinni
og voru þau kennd sitt hvorum, en allir voru þess full-
vissir, að þau væru börn Kjartans.3) Það voru Lára,
er giftist Voigt sýslumanni á Ketilsstöðum, Pétur,
kenndur Brandt og Edward, sem fór til Danmerkur
og ílengdist þar.4)
1) L 65 1288 410.
2) Sýslumannaæfi IV, 761.
3) Séra Einar J.: Þættir Austfirðinga 5014.
4) S. st.
Kjajrtan dó á Eskifirði 24. júlí 1845. og hafði áður
þjáðst af langvinnu máttleysi. —
Þjóðarbúskapur okkar í dag
Framliald af bls. 37.
ferð staðreynda. Slíkir menn, sem hafa á sér yfirskin
fræðimennsku og vísinda en afneita þeirra krafti, eru
hættulegir, enda hafa þeir, sumir hverjir, ágæta að-
stöðu til að villa almenningi sýn, vegna þess sætits,
sem þeir skipa og vegna þess að menntun þeirra vekur
traust hjá alþýðu manna. Ólafur Björnsson bregst ekki
því trausti og sézt þar munur hans og sumra hinna.
Ég tók fram hér á undan, að ef til vill hefði engin
einstök stétt manna öllu meiri fróðleik um eigin mál
að sækja í bók próf. Ólafs, en þeir, sem fást við verzl-
un. Þetta mun vera rétt, enda býst ég við, að þeir
verzlunarmenn, sem kynnast bókinni, vildu ekki hafa
af henni misst. Bókin er nauðsynleg hverjum verzl-
unarmanni, sem vill vita deili á mörgum málum, sem
starf hans varða, eins og þeim er háttað í aðalatriðum
í dag. En jafnframt því er bókin líka sjónarhóll, með
víðri útsýn yfir allan okkar búskap, enda getur engin
ein grein hans verið vel skoðuð, nema allar hinar séu
nokkuð vel þekktar um leið.
Einar Ásmundsson.
FRJÁLS VERZLUN
39