Frjáls verslun - 01.04.1952, Qupperneq 12
9>
Uið söknudum saltfisksins
Spjallað við Conrado Bergling, spánskan kaupsýslumann.
Viðskipti okkar við Spánverja hafa aukizt til muna
síðustu tvö árin eftir að þau höfðu legið niðri um
margra ára skeið. Borgarastyrjöldin og síðan heims-
styrjöldin lokuðu þessu gamla viðskiptalandi okkar
íslendinga, en til Spánar seldum við, sem kunnugt er,
mikið af saltfiski fyrir stríð. Seinni hlula ársins 1950
hugðum við íslendingar svo 'til hreyfings hvað snertir
viðskipti við Spán. Eftir að viðski])tasamningur komst
á milli Islands og Spánar, fóru ýmsir hérlendir kaup-
sýslumenn þangað suður í leit að vörum, sem heim-
ilað var að kaupa samkvæmt samningnum. Eins og
gengur og gerist, þá voru innkaupin upp og ofan, og
sala varanna hér heima gekk ekki alveg hljóðlaust
fyrir sig.
Minna hefur aftur á móti kveðið að heimsóknum
spánskra kaupsýslumanna til íslands eftir stríð. Fyrir
nokkrum dögum hitti þó ritstjóri FRJÁLSRAR
VERZLUNAR sölustjóra Sambands gúmmívörufram-
leiðenda á Spáni, Conrado Bergling að nafni, en hann
hefur dvalið í Reykjavík að undanförnu í viðskipta-
erindum. Við notuðum tækifærið og spurðum Bergling
frétta frá gamla viðski])talandinu okkar, hinum suð-
ræna og rómantíska Spáni.
Á hvaða ferðalagi eruð þér, senjor Bergling?
Ég er hingað kominn á vegum þess fyrirtækis, sem
ég starfa hjá sem söluforstjóri, en það nefnist Con-
sorcio Fabricantes Artículos Caucho og er Samband
gúmmívöruframleiðenda á Spáni með aðsetri í Madrid.
Mun ég athuga hér frekari sölumöguleika á fram-
leiðslu okkar og reyna að kynna mér um leið eftir
föngum óskir ykkar og þarfir á hinum ýmsu gúmmí-
vörum, sem við framleiðum. Er þetta í annað skipti,
sem ég kem hingað til lands, en ég var hér á ferð í
fyrra um svipað leyti og þá sömuleiðis í verzlunar-
erindum.
Hvað getið þér sagt okkur um fyrirtœki yðar?
Eins og ég sagði áður, þá er fyrirtæki það, sem ég
starfa hjá, Samband gúmmívöruframleiðenda á Spáni.
I sambandi þessu eru 260 framleiðendur, sem tekið
hafa höndum saman um samræmdan útflutning og
isameiginleg innkaup á hráefnum, sem koma aðallega
frá Singapore. Hefur hvert fyrirtæki sinn ákveðna
innflutningskvóta, sem hafður er undir opinberu eft-
irliti. Sambandið hefur nú starfað um sex ára skeið,
og aukast viðskipti þess stöðugt. Annars er tiltölulega
stutt síðan við Spánverjar fórum að flytja út gúmmí-
vörur.
Hvaða gúmmívörutegundir framleiðið þið
aðallega og hver eru helztu viðskiptalöndin?
Við framleiðum svo til flestar tegundir gúmmívara
nema hjólbarða. M. a. flytjum við mikið út af
gúmmískófatnaði, og hafið þið íslendingar keypt
talsvert af þessari framleiðslu okkar. Auk íslands, þá
verzlum við mikið við löndin fyrir botni Miðjarðar-
hafsins, Sýrland, Lebanon, Trans Jórdaníu, Tyrkland,
Grikkland og Egyptaland. Ennfremur flvtjum við ú't
til Kanada., Suður- og Mið-Ameríku. Áður en ég kom
hingað til íslands, var ég t. d. nýlega búinn að vera i
viðskiptaerindum suður í Egyptalandi, Lebanon og
víðar við Miðjarðarhaf, en þar eigum við marga góða
viðskiptavini.
Hverjar fréttir hafið þér svo að segja okkur
af verzlun og framleiðslu Spánar almennt?
Verzlunin við útlönd hefur aukizt mikið eftir stríð-
ið og má nú heita komin á all þolanlegan grundvöll.
Eins og kunnugt er, þá er spánski vefnaðarvöruiðnað-
urinn gamal þekktur, enda er ekki annar iðnaður í
landinu honum fremri. Varla þarf að taka það fram
40
FRJÁLS VERZLUN