Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1952, Side 14

Frjáls verslun - 01.04.1952, Side 14
Ný pappírslökkunarvcl í Lithoprent. Um þessar mundir eru fimmtán ár liðin síðan Einar heitinn Þorgríms- son stofnsetti fyrirtækið Lithoprent í Reykjavík, sem var fyrsti vísir að virki- legri ljósprentun hér á landi. Ritstjóri FRJÁLSRAR VERZLUNAR átti þess ný- lega kost, að heimsækja fyrirtækið og forstjóra þess, Jakob Hafstein, sem komst m. a. svo að orði um starf- semi Lithoprents: Fyrirtækið reis upp af litlum grunni, því í byrjun var aðeins um eina litla vél að ræða, sem á engan hátt gat fullnægt þeim verkefnum, er biðu ljósprent- unarinnar og því síður athafnaþrá stofnandans. En með dugnaði og trú á þessa grein prentunar óx fyrirtækið jafnt og þétt í höndum Einars heitins, og skömmu áður en hann féll frá, hafði hann margfaldað afkastamögu- leika Lithoprents með kaupum á einni hinni fullkomn- ustu myndatökuvél, sem fáanleg var. Auk þess hafði hann keypt stóra og fullkomna prentvél, og árið 1946 bættist fyrirtækinu önnur prentvél, svo þær eru nú alls þrjár. Nýlega hefur Lithoprent svo tekið í notkun nýja þýzka vél, sem er hin eina slíkrar tegundar hér á landi. Er þetta lökkunarvél, sem getur gengið frá öllum pappírsumbúðum þannig, að þær verða endingabetri, áferðarfallegri og um leið mun snyrtilegri að öilu leyti. Vélin setur þunna lakkhúð yfir hinn prentaða flöt, sem gerir það að verkum, að allir litir fá á sig djúpan og fallegan blæ, og kemur lakkhúðin í veg fyrir að litirnir upplitist eða fölni. Að því er snertir hrein- læti í meðferð pappírsumbúðanna hefur þessi meðferð mikla þýðingu. Um margra ára skeið hefur það verið mikið áhuga- mál allra þeirra, er nota litprentaðar pappírsumbúð- ir um framleiðslu sína, hvort sem um hefur verið að ræða fiskumbúðir, niðursuðuvöruumbúðir, skraut- öskjur, sælgætisumbúðir, bókakápur eða tímaritskáp- ur, að hægt yrði hér á landi að lakkbera pappírinn og gera hann gljáandi, svo sem alsiða er erlendis. Er það von Lithoprents, að með þessari nýju vél sé stig- ið eitt merkilegasta sporið í starfsemi fyrirtækisins, og það geti hér eftir fullnægt ýtrustu kröfum við- skiptavina sinna. Lithoprent hefur á starfsferli sínum ljósprentað margar merkilegar og fágætar hækur, svo sem Árbæk- ur Espólíns, Fjölni, Norðurfara og margar fleiri. Um þessar mundir vinnur fyrirtækið að undirbúningi á ljósprentun orðabókar Sigfúsar Blöndal. Gert er ráð fyrir að þessu mikla verki verði lokið í haust. 42 FRJÁLS VERZLtJN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.