Frjáls verslun - 01.04.1952, Side 22
Nokkrctr leiðbeiningar fyrir vélritara
Framhald a>f bls. 44.
Strokleðursagnir, ryk og of mikil olía eru venju-
lega orsök þess, að ritvélin verður stirð og þung í
notkun. Ef nauðsynlegt er að stroka í burtu villu, þá
rennið vagninum út til annarra hvorra hliðar, svo að
strokleðursagnirnar, óhreinindi og pappír falli ekki
niður í vélina sjálfa, heldur fyrir utan hana.
Notið olíu sjaldan og ineð varkárni. Aðeins brautar-
spor vagnsins og stafahaldararnir þurfa olíudropa af
og til. Renna skal vagninum nokkrum sinnum fram og
til baka, svo að olían dreyfist um sporin. Aðra hluti
ritvélarinnar á aðeins að smyrja eftir ráðleggingum
viðgerðarmanns. Valsinn og gúmmíhnúðana á pappírs-
haldaranum á að þurrka yfir með spritti við og við,
til þess að fyrirbyggja að pappírinn renni til í vélinni.
Losið pappírshaldarann frá valsinum og breiðið yf-
ir ritvélina, þegar hún er ekki í notkun. Ef þið þurfið
að skipta um liturband, þá athugið fyrst vel hvernig
það er þrætt í gegnum litabandsstýringuna, áður en
Iþið losið það gamla úr. Þegar nýja bandið er þrætt í
vélina, þá setjið litabandsstillinguna á hæstu stillingu
(litavísirinn á rautt) og færið svo tvo leturstafsarma
saman upp að bandstýringunni. Á nokkrum tegundum
ritvéla mun nægileg hæð fást með því að þiýsta á
skiptilásinn.
(Kontorfunktionæren).
cr.'P''?1-' r-
Frá borði ritstjórnarinnar
Framhald af bls. 47.
Söluturnafyrirkomulagið þýðir minnkandi verzlun
fyrir smákaupmenn, því að þegar fólk veit, að það
getur hlaupið út í næsta söluturn fram að miðnætti
og keypt þar tóbak, sælgæti o.fl., þá kaupir það síður
umræddar vörur að deginum til. Og fyrir verzlunar-
fólk er þetta mjög hættuleg ráðstöfun og stefnir at-
vinnu þess í voða, því að samdráttur í viðskiptum hjá
kaupmanna- og kaupfélagsverzlunum bæjarins minnk-
ar óneitanlega atvinnumöguleika þess. Eigendur eölu-
turnanna ætla sjálfir ásamt venzlaliði að annast alla
afgreiðslu í turnunum, og verzlunarfólk fær hvergi
að koma þar nærri.
Mál þetta verður að taka sterkum tökum, áður en
það verður um seinan. Samtök kaupsýslumanna og
V. R. verða að mótmæla þessari fyrirætlun enn einu
sinni við bæjaryfirvöldin og leiða þeim fyrir sjónir, að
að afkomumöguleikar verzlunarfólks og smákaup-
manna mega síður en svo við því að rýrna frá því
sem nú er.
Afmœlisdagabókin
Framhald af bls. 48.
Ásgeir Eiríksson kaup-
mabur á Stokkseyri varð
sextugur 27. apríl s.l. Hann
er fæddur á Djúpavogi árið
1892, en fluttist til Stokks-
eyrar um fermingaraldur og
hefur dvalizt þar síðan. Ás-
geir stundaði nám við Flens-
borgarskólann, en að námi
loknu hóf liann verzlunar-
störf, fyrst sem annarra
þjónn, en síðar fyrir eigin
reikning. Samfara verzlun-
arrekstrinum hafa hlaðizt á hann mörg trúnaðarstörf
fyrir sveitarfélag sitt og önnur félög. Hann gegndi
oddvitastörfum í Stokkseyrarhreppi um langan tíma,
og í sýslunefnd Árnessýslu hefur hann átt sæti um
tuttugu ára skeið, svo að nokkuð sé nefnt.
Mikið starf hefur hann einnig innt af hendi í sam,-
bandi við félagsmál Sjálfstæðisflokksins í sýslunni.
Ásgeir er greindur maður vel, athugull og gætinn,
og má í engu vamm sitt vita. Hann hefur ekki sótzt
eftir mannaforráðum, en sökum mannkosta sinna hef-
ur hann ekki komizt hjá þeim. Hvert það starf, sem
hann hefur tekið að sér, hefur hann leyst af hendi
með trúmennsku og skyldurækni.
Árnar FRJÁLS VERZLUN honum allra heilla með
afmælið.
Orðsending
Vegna síaukins kostnaðar við útgáfu blaðsins sér
ritnefndin sig tilneydda til að hækka áskriftargjaldið
um kr. 5,00. — Verður því áskriftargjaldið fyrir yfir-
standandi árgang kr. 35.00.
Reyk, hósta og ást er ekki hœgt að leyna fyrir
neinum.
ÍTALSKUR MÁLSHÁTTUR.
Bezta leiöin til aö drepa tímann er vinna.
Þeir ótrúu þekkja gleöi óskarinnar, en þaö eru aS-
eins þeir trygglyndu sem þekkja sorgurhliöina. —
— OSCAR WILDE.
•
Sé bókin auglýst, fœst hún í bókabúö Lárusar Blön-
dals.
50
FRJÁLS ver*lun