Frjáls verslun - 01.06.1958, Blaðsíða 4
á verðlagi ársins 1954 svarar þetta til um 570
millj. kr. og um 1.190 millj. kr., sem er 109 %
aukning.
Brúttó-fjármunamyndunin árið 1956 greinist
þannig:
Landbúnaður .............................. Vt%
Sjávarútvegur............................. 10%
Iðnaður, iðja og námarekstur............... 4%
Samgöngur (skip og flugvélar).............. 4%
Verzlun og gistihúsarekstur................ 2%
íbúðarhús (að frátöldum landbúnaði) .... 35%
Rafveitur.................................. 6%
Vegir, hafnir, póstur, sími o. fl......... 10%
Opinber þjónusta........................... 7%
Bifreiðir ................................. 4%
Þáttur íbúðarhúsnæðis var þannig % af heild-
arfjármunamynduninni árið 1956. Ibúðarhúsa-
byggingar hafa aukizt meira síðan 1952 en heild-
arf j ármunamyndunin.
Þessi mikla aukning fjármunamyndunarinnar
og neyzlunnar hefur óhjákvæmilega raskað efna-
hagsj afnvæginu. Vöruinnflutningur hefur þann-
ig orðið talsvert meiri en útflutningur. Innflutn-
ingurinn var 1956 1.468 millj. kr. cif og útflutn-
ingurinn 1.031 millj. kr. fob; vöruskiptahalli var
því 437 millj. kr. Árið 1957 var innflutningur
1.362 millj. kr., útflutningur 987 millj. kr. og
vöruskiptahalli 375 millj. kr. Miklar uppbætur
eru greiddar með útflutningnum; uppbæturnar
voru um 250 millj. kr. 1956 og um 400 millj. kr.
1957. Við útflutninginn má bæta tekjum frá
varnarliðinu, en í heild tekið var þó greiðslu-
halli á vörum og þjónustu, sem nam um 160
millj. kr. 1956 og um 190 millj. kr. 1957.
Greiðsluhallinn hefur numið meiru en föst
erlend lán, og útkoman er sú, að gjaldeyrisforð-
inn er uppurinn og hefur snúizt í gjaldeyrisskuld,
og gildi íslenzku krónunnar hefur rýrnað. Skráð
gengi er stórvægilegt ofmat a gildi krónunnar.
Efnahagsþróunin á íslandi hefur einkennzt af
öflugri verðþenslu frá 1939. Þessi þensla hefur
haldizt við eftir 1950. Vísitala framfærslukostn-
aðar, sem miðast við marz 1950, var 175 í árs-
byrjun 1956 og er nú 191. Að visu hækkaði
vísitalan um aðeins 3% á árinu 1957, en það
stafar af því, að niðurgreiðslur matvæla í vísi-
tölugrundvellinum voru auknar.
Hækkun vöruverðsins og aukin eftirspurn eftir
vinnuafli hefur leitt til mikilla launahækkana.
Grunnlaun hækkuðu um 12% 1955, og laun far-
manna hækkuðu 1957. Þessar hækkanir munu
vera meiri en tilsvarandi framleiðsluaukning.
Samkvæmt lögum frá desember 1956 eru laun
tengd vísitölu, en voru það áður samkvæmt
kjarasamningum. Hækki vísitalan úr 191 í 192,
munu launin hækka um eitt stig, frá 183 upp
í 184.
Ríkisstjórn og alþingi hafa gripið til róttækra
ráðstafana til að minnka vöruskiptahallann.
Reynt er að draga úr neyzlunni með söluskatti
á mikinn fjölda vörutegunda og þjónustu, og
jafnframt er hamlað á móti innflutningnum með
aðflutningsgjöldum og yfirfærslugjaldi af gjald-
eyriskaupum. Eins og áður getur, eru greiddar
verulegar uppbætur með útflutningnum. Þrátt
fyrir þetta hefur reynzt erfitt. að auka fram-
leiðni og bæta rekstrarafkomu útflutningsat-
vinnuveganna. Þetta virðist stafa fyrst og fremst
af ofmati á íslenzku krónunni, en jafnframt af
háum beinum sköttum, sem hindra ekki aðeins
þróun útflutningsfyrirtækjanna heldur einnig
fyrirtækja í öðrum atvinnugreinum.
Þó að talsverður sparnaður eigi sér stað í
landinu, njóta sjávarútvegurinn, iðnaðurinn og
verzlunin hans aðeins að litlu leyti. Ilair skattar
til ríkis og sveitarfélaga valda því, að fyrirtækin
eiga ekki kost á fjáröflun beint af tckjum til
æskilegrar aukningar. í vissum tilfellum er fyrir-
tækjunum jafnvel ekki kleift að greiða kostnað
af nauðsynlegri endurnýjun útslitanna eða
fyrndra framleiðslutækja, öðru vísi en með að-
fengnu fé. Skattlagningin getur meira að segja
leitt til þess að rýra verður nafnverð höfuðstóls
til þess að greiða skattana. Skattarnir geta með
öðrum orðum valdið því, að fyrirtækin eru
rekin með bókhaldslegu tapi.
Að sjálfsögðu eiga einstaklingar með háar
tekjur góðan kost á því að spara, en að því er
mér skilst er ekkert, sem örvar sérstaklega til
þess að framleiðslan verði aðnjótandi þessa sparn-
aðar — ef hann þá á sér stað. Fullvíst er, að
þessum sparnaði er að verulegu leyti varið í
íburðarmikil einkahús, í bifreiðir o. s. frv. Meðal
alls almennings á sér einnig stað ekki óverulegur
sparnaður, en honum er að mestu leyti varið til
þess að lcoma upp eigin húsnæði, til handiðn-
aðarrekstrar o. þ. h. Þar sem almennt er gert
ráð fyrir áframhaldandi verðbólgu, eru menn
tregir að leggja sparifé inn í bankana; menn
reyna eftir megni að festa fé í raunhæfum verð-
mætum. Utlánum bankanna er að verulegu leyti
4
FRJÁLS VERZLUN