Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1958, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.06.1958, Blaðsíða 14
óskert því aðeins, að höí'uðstóllinn nægi til að standa undir jafnumfangsmiklum rekstri og áður. Agóðinn er því 50 kr. samkvæmt ágóða- hugtaki c). Ef álitið er rétt, að fyrirtæki skuli fá að við- halda verðmæti höfuðstóls síns í einhverjum skilningi, er ekki um annað að ræða en að fall- ast á ágóðahugtök b) eða c), en a) verður að hafna, þar sem hluti ágóðans samkvæmt því hugtaki er aðeins sýndarhagnaður. Hefðbundnar reglur um framtal og skattlagn- ingu fyrirtækiságóða miðast þó við ágóðahug- tak a). A tímum öflugrar verðþenslu geta þess- ar skattlagningarreglur leitt til mjög varhuga- verðrar skerðingar á raunhæfum kaupmætti höfuðstóls fyrirtækja. Ilér verður nú rætt nokkru nánar um tvö atriði, þar sem breytingar á hefðbundnum fram- talsreglum verða að teljast sérstaklega aðkall- andi, nefnilega birgðamat og afskrift fram- leiðslueigna (fasteigna, véla, skipa o. þ. h.). Til þess að flækja eklci málið, geri ég ráð fyrir, að allt verð á vörum og þjónustu breytist hlut- fallslega jafnt. Samkvæmt þessari forsendu er þá enginn munur á ágóðahugtökunum sam- kvæmt b) og c) hér að framan. a. Birgðamat Það er hefðbundin venja á Islandi, sem einn- ig er beitt við álagningu tekjuskatts, að bók- færa vörur á því verði, sem þær raunverulega kosta í innkaupi (ef svo ber undir, á lægra verði en varan var keypt fyrir, ef verðlækkun hefur orðið eftir innkaupin). Við hækkandi verðlag leiðir þetta til þess, að haldið er óskertu ein- ungis nafngildi höfuðstólsins. Til þess að við- halda raunhæfu gildi höfuðstólsins, verður að halda þeim hluta birgðanna, sem ekki er birgða- aukning, bókfærðum á upphaflegu kaupverði, en bókfæra aðeins birgðaaukningu á raunverulegu kostnaðarverði. I eftirfarandi talnadæmi eru birgðirnar metn- ar annars vegar samkvæmt hefðbundinni að- ferð (1) og hins vegar samkvæmt síðargreindu aðferðinni (2). Birgðareikningur við mat skv. aðjerð 1 Birgðir í ársbyrjun 100X5,— 500 Innkaup 120X5,50 660 Agóði (mismunur) 200 Vörusala 100X7,— 700 Birgðir í árslok 120X5,50 660 Birgðareikningur við mat slcv. aðjerð 2 Birgðir í ársbyrjun 100X5,— Innkaup 120X5,50 Agóði (mismunur) 500 660 150 Vörusala Birgðir í árslok 100X7,00 700 100X5,00 500 20X5,50 110 Upphaflega magnið 100, sem kostaði 500 kr. í innkaupum, hefur að vísu verið selt fyrir 700 kr., en það kostar 550 kr. í endurkaupum, og því eru aðeins 150 kr. til ráðstöfunar sem hagn- aður. Af aðferð 2 má nota ýmis afbrigði, sem ekki eru tök á að gera grein fyrir hér. Þýðingarmestu afbrigðin eru svo kölluð „last in - first out“-að- ferð (LIFO-aðferðin) og meðalbirgða-aðferðin, sem miðast báðar við að tryggja raunhæft verð- mæti þess höfuðstóls, sem bundinn er í birgðun- um. LIFO-aðferðin er viðurkennd í skattalög- gjöf Bandaríkjanna. í Svíþjóð er hvorug þessara aðferða viður- kennd, en leyfðar eru hlutfallslega miklar niður- færslur á raunverulegu verðmæti. Samkvæmt reglum frá 1955 er raunverulegt kaupverð birgð- anna metið samkvæmt reglunni „first in - first out“ (FIFO), síðan má gera frádrátt vegna úr- eltra vara, og að lokum færa niður það verðmæti, sem þannig fæst, um 60% (þ. e. niður í 40%). Þetta mat gefur vissa tryggingu gegn framtali verðbólguágóða, en við miklar verðhækkanir veitir það ekki sömu tryggingu og ofangreindu aðferðirnar tvær. Þess má geta, að í Svíþjóð eru tvær viðbótar- reglur. Onnur gildir um birgðaminnkun og heim- ilar að reikna 60% duldu eignina af meðalbirgð- um tveggja undanfarinna ára. Það þýðir, að birgðirnar geta jafnvel verið bókfærðar um stundarsakir með negatívri upphæð. Ilin reglan gildir um hrávörur og aðrar þunga- vörur, sem eru sérstaklega háðar verðsveiflum. Þær má bókfæra á 70% af lægstu verðskrán- ingu undanfarins áratugs. Með tilliti til hinnar miklu verðbólgu á ís- landi, mundi ég vilja mæla með, að fyrirtækj- unum yrði lieimilað að bókfæra birgðaeign sam- kvæmt LIFO-aðferðinni, meðalbirgða-aðferðinni eða annarri svipaðri aðferð. 14 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.