Frjáls verslun - 01.06.1958, Blaðsíða 7
ins, ekki einungis af tekjum heldur einnig af undantekningar. M. a. eru hlutabréf ekki talin
eignum, og þar að auki af veltu. Samvinnufélög til eigna einstaklinga, en þar á móti er ekki
greiða sérstakan skatt af fasteignum. heimilt að draga hlutaféð frá eignum fyrirtækja.
a. Tekjuútsvörin
Útsvarsskyldar tekjur ákvarðast á sama hátt
og skattskyldar tekjur til ríkissjóðs. Þó er ekki
heimilt að draga frá 5% af hlutafé né heldur
framlag til varasjóðs. Samvinnufélög greiða ein-
ungis af ágóða af sölu til utanfélagsmanna.
Útsvarsstiginn er þannig fyrir hlutafélög og sam-
vinnufélög:
Útsvarsskyldar tekjur
Útsvar
0— 25.000
25.000— 60.000
60.000—100.000
100.000—125.000
125.000—150.000
150.000—175.000
175.000—200.000
10%
2.500 af 25.000 og 20% af afg.
9.500— 60.000 — 22%----------
18.300 — 100.000 — 20%------
23.300 — 125.000 — 18%------
27.800 — 150.000 — 14%-------
31.300 — 175.000 —10%-------
Utsvarsstiginn er fyrst ört stighækkandi, en
þegar kemur yfir 100.000 kr. tekjur, er hann
stiglækkandi. Af tekjum yfir 200.000 kr. greið-
ist ekkert tekjuútsvar. Skýringin á þessu fyrir-
brigði er, að greiddir eru þungir skattar af háum
tekjum samkvæmt ofangreindum stríðsgróða-
skatti, sem bærinn fær eins og áður segir 45%
af. Sveitarfélögum er bannað með lögum að
leggja útsvar á tekjur umfram 200.000 kr., með-
an stríðsgróðaskatturinn er í gildi.
b. Eignanitsvarið
Allir skattþegnar, og því einnig hlutafélög,
eiga að greiða eignarútsvar til Reykjavíkurbæj-
ar samkvæmt. eftirfarandi gjaldstiga (samvinnu-
félögin greiða ekkert eignarútsvar):
Útsvarsslcyld eign
20.000— 30.000
30.000— 40.000
40.000— 70.000
70.000—100.000
100.000—150.000
150.000—200.000
200.000—250.000
250.000 og þar yfir
Ú tsvar
30 af 20.000 og 3%0 af afg.
60— 30.000— 4%0--------
100— 40.000— 5%0-------
250— 70.000— 6%0-------
430 — 100.000— 7%0-----
780 — 150.000— 8%o-----
1.180 — 200.000— 9%o-----
1.630 — 250.000 — 10%o---
Útsvarsskyld eign er í aðalatriðum sú sama
og skattskyld eign til ríkisins, en þó eru nokkrar
c. Véltuútsvarið
Það er einkennileg og sérstæð regla í útsvars-
álagningu á íslandi, að sveitarfélögin leggja einn-
ig útsvar á veltu fyrirtækjanna. Andstætt veltu-
skatti ríkisins, sem nefndur er „söluslcattur“ og
er ótvíræður óbeinn skattur, er ekki ætlazt til
að neytendur beri veltuútsvarið, heldur er það
hugsað sem afbrigði af beinum skatti á sölu-
aðilann, þ. e. viðauki við hið eiginlega tekju-
útsvar.
I Reykjavík er þetta útsvar 0,6% til 5% af
veltu, breytilegt eftir atvinnugreinum. Þar sem
verðlagseftirlit aftrar því, að þessum skatti sé
velt yfir á neytendur, getur veltuútsvar vissra
fyrirtækja orðið hærra en allar skattskyldar
tekjur þeirra. Veltuútsvarið er ekki heimilt að
draga frá við ákvörðun skattskyldra tekna. Sam-
vinnufélögin greiða veltuútsvar einungis af sölu
til utanfélagsmanna, tekjum af olíuflutningum
o. þ. h.
d. Sérstakt útsvar á samvinnufélög
Samkvæmt lögum frá 1937 greiða samvinnu-
félög sérstakan skatt af húseignum, 2% af fast-
eignamati.
C. HLUTUR BEINNA SKATTA í TEKJUÖFLUN
RÍKISSJÓÐS OG REYKJAVÍKURBÆJAR
1. Ríkissjóður
Samkvæmt ríkisreikningum ársins 1956 námu
skattar og tollar samtals 597 millj. kr. og tekju-
afgangur ríkisfyrirtækja og einkasalna 138 millj.
kr. Að viðbættum vöxtum og nokkrum öðrum
minni liáttar tekjuliðum neniur tekjuhlið reikn-
ingsins samtals 753 millj. kr.
Meginhluti tekjuliðsins skattar og tollar voru
tollar (255 millj. kr.) og söluskattur (151 millj.
kr.). Af beinu sköttunum voru tekju- og eignar-
skattur 107 millj. kr. og stríðsgróðaskattur (að
frádreginni hlutdeild sveitarfélaga) 5 millj. kr.
Á fjárlögum ársins 1058 nema slcattar og toll-
ar 623 millj. kr. og tekjuafgangur ríkisfyrir-
tækja og einkasalna 173 millj. kr. Tekjuhlið
fjárlaganna nemur alls 805 millj. kr.
Af liðnum skattar og tollar nema tekju- og
eignarskattur 118 millj. kr. og hlutur ríkissjóðs
af stríðsgróðaskatti 7 millj. kr.
FRJALS VERZLUN
7