Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1958, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.06.1958, Blaðsíða 11
Hugsunin að baki röksemdanna fyrir skatt- lagningu á útgjöld eða kostnað er nánast sú, að sérhverju fyrirtæki beri að greiða skatt í hlutfalli við hagnýtingu þess á framleiðsluöflum landsins. Þá er horfið frá þeirri hefðbundnu skoð- un, að ríki og sveitarfélög eigi tilkall til nokk- urs hluta af rekstrarafganginum. Það er tvímæla- laust áþreifanlegur kostur, að fyrirtæki njóti góðs af bættum afköstum. Það verður eftirsókn- arverðara en við skattlagningu á hreinar tekjur að lækka útgjöldin og auka ágóða, sem fyrir- tækið getur 1‘engið að lialda. Slíkt skattakerfi mun frekar örva til framleiðniaukningar en skattlagning hreinna tekna. Augljóst er, að breyting yfir í brúttóskatt- lagningu yrði að eiga sér stað á nokkuð löng- um tíma, sennilega ekki skemmri en 5 árum. Brúttóskattlagning getur nefnilega leitt til lægri skatta en nú fyrir viss fyrirtæki og vissar at- vinnugreinar og öfugt. Fyrirtækin verða því að eiga kost á að laga sig eftir hinu nýja kerfi. Ríkisvaldið virðist ekki eiga að aftra því, að brúttóskattinum sé velt yfir á neytendur, og verðlagseftirlit á því að leggjast alveg niður eða breytast í það horf, að leyfilega sé að telja skattinn til kostnaðar, jafngildan öðrum kostn- aði fyrirtækja. í þingsályktunartillögu hefur verið lagt til nýlega, að athugað verði, hvort ekki beri að leggja alveg niður tekjuskattinn og innheimta skatt á annan hátt. Óljóst er enn með hvaða hætti þetta ætti að eiga sér stað. Flutnings- menn frumvarpsins hafa væntanlega haft í huga, að breyta skuli skattlagningu fyrirtækja í brúttó- skattlagningu af einhverju tagi. Eg hef ekki að- stöðu til að meta, hvort slík breyting mundi stuðla að framvindu atvinnufyrirtækja á Islandi. Þar sem núverandi skattreglur hljóta frá ýmsum sjónarmiðum að teljast ófullnægjandi, get- ur þó hugsazt, að róttæk breyting yfir í út- gjalda- eða kostnaðarskattlagningu væri bezta lausnin. Ég vildi því mega mæla með því, að framkvæmd yrði sú athugun, sem tillagan fjall- ar um, og að hún næði til skattlagningar bæði ríkis og sveitarfélaga. G. ÆSKILEGAR BREYTINGAR Á NÚVERANDI SKATTAKERFI Ef það reynist ekki hagkvæmt að taka upp brúttóskattlagningu í stað núverandi skattakerf- is, er það að mínu áliti nauðsynlegt að taka þetta kerfi til gaumgæfilegrar endurskoðunar, ef ekki á að hamla gegn þróun atvinnuveganna. Jafnvel þótt áhugi sé á breytingu yfir í brúttóskattlagningu, er eins og áður segir ekki unnt að koma henni á í skyndi. Vissar endur- bætur á núverandi skattakerfi ættu því undir öllum kringumstæðum að koma til framkvæmda. 1. Samræming á skattlagningu ríkis og sveitar- íélaga Yfirlit í kafla B hér að framan sýnir, að skattlagning ríkis og sveitarfélaga er að mörgu leyti byggð upp á gjörólíkan hátt. Þar sem ekki mun unnt að færa fram nolckur rök fyrir því, að fyrirtæki skattleggist á einn hátt af ríki og á annan hátt af sveitarfélögum, virðist réttast, að skattlagningu sveitarfélaga verði breytt til betra samræmis við skattlagningu ríkisins. Heimild sveitarfélaganna samkvæmt ákvæði litsvarslaganna um skatt „eftir efnum og ástæð- um“ getur ekki talizt viðeigandi. Það get- ur að mínu áliti ekki verið sanngjarnt að eftir- láta sveitarfélögunum t. d. að skipta skatta- byrðinni milli einstaklinga og fyrirtækja, taka ákvarðanir um skattlagningu alls í senn, tekna, eigna og veltu fyrirtækjanna, ákvarða sjálf stighækkandi skattstiga o. s. frv. Ráðstafanir sveitarfélaganna í þessum efnum geta vald- ið veigamiklum breyt.ingum á efnahagsaðstöðu skattþegnanna, breytingum, sem sveitarfélögun- um ber ekki að taka ábyrgð á, þar sem þær geta haft áhrif á þjóðarbúskapinn í heild. Þessi meginregla um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaganna varðandi skattlagningu mun vera eftirlega frá sambandi íslands við Dan- mörku. Þar í landi liafa sveitarfélögin nefnilega enn vissan ákvörðunarrétt um skattakerfi. í Kaupmannahöfn, Frederiksborg og Gentofte eru skattarnir nú reiknaðir samkvæmt fastákveðn- um skattstigum, sem eru byggðir á sömu reglum og skattstigar ríkisins, en í öllum öðrum sveitar- félögum gildir regla útsvarslaganna um skatt „efter formue og lejlighed“. Viðleitni í þá átt að koma á samræmdara skattakerfi hefur ekki enn leitt til árangurs. I Svíþjóð hafa hins vegar verið í gildi síðan 1928 útsvarslög með ýtarlegum regl- um um ákvörðun skattskyldra tekna. Þessar reglur eru með fáum undantekningum nákvæm- lega eins og reglurnar um skattlagningu ríkisins. Samræming á skattlagningu sveitarfélaga og FRJÁI.S VERZLUN 11

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.