Frjáls verslun - 01.06.1958, Blaðsíða 15
I). Afskriftir framleibslueigna
Hefð er að miða afskriftir á fasteignum, vél-
um og hliðstæðum eignum við kaupverð. Af-
skriftaupphæðum, sem haldið er cftir í fyrirtæk-
inu, getur liugsazt vera ráðstafað til greiðslu á
endurkaupum, þegar viðkomandi eignir eru
komnar að þrotum. I reyndinni getur afskrifta-
fénu verið ráðstafað á annan hátt í fyrirtækinu.
Á verðbólgutímum nægja afskriftir á kaup-
verði ekki til endurkaupa, vegna stöðugt hækk-
andi verðlags. Ef festa á afskriftaféð með raun-
liæfu gildi í fyrirtækinu, ber að miða afskrift-
irnar við endurkaupsverð á hverjum tíma. Þar
sem oft getur verið erfitt að ákvarða þetta verð,
ekki sízt vegna tæknilegrar framvindu, getur
verið heppilegt að miða við hæfilega verðvísi-
tölu.
I sambandi við tillögur um nýjar afskrifta-
reglur í Svíþjóð, var rætt um afskriftir á endur-
kaupsverði, en þessi afskriftaregla fékkst elcki
viðurkennd í lagasetningunni 1955. í þess stað
voru settar frjálsar og einfaldar reglur um af-
skrift á kaupverði. Skattþegninn getur valið á
milli tveggja reglna, annaðhvort 30% afskrift
af bókfærðu verði (að meðtöldum kaupum árs-
ins) eða 20% afskrift af kaupverði. Samkvæmt
síðari reglunni er þannig hægt að afskrifa allar
vélar á finnn árum. Einfaldar reglur gilda einnig
um sölu eigna og niðurrif.
í sambandi við danskar tillögur á árinu 1957,
var einnig rætt um afskriftir á endurkaupsverði,
en aðferðin var ekki álitin samrýmanleg danskri
bókhaldshefð. Því er aðeins til að svara, að það
yrði erfitt, að koma á nokkrum umbótum yfir-
leitt, ef ekki mætti brjóta í bága við gamlar
hefðir.
Ut l'rá sömu röksemdum og færðar voru fyrir
breytingu á reglunum um birgðamat, mundi ég
fyrst og fremst mæla með einhvers konar vísi-
tölubundnum afskriftum. Til vara mætti gera um-
bætur eftir fyrirmynd sænsku reglnanna. Ég vil
þó undirstrika, að þessar reglur tryggja ekki til
langs tíma verðmæti höfuðstóls, sem bundinn
er í framleiðslueignum, ef peningagildi heldur
áfram að rýrna.
7. Nokkur vandamól varðandi hlutaféð og breyt-
ingar þess
a. Tillagan um frádrátt vegna arðsiíthlutunar
Eins og áður er getið, er lagt til í stjórnar-
frumvarpinu, að skattafrádráttur af hlutafé
íiækki úr 5% upp í 8%, en frádrátturinn Íeyfður
því aðeins, að upphæðinni sé úthlutað í arð.
Engin rök eru færð fyrir því í tillögunni, að
frádrátturinn er bundinn við arðsúthlutun. Ef
tilgangurinn er að koma í veg fyrir tvísköttun,
virðist ákvæðið vera sanngjarnt. Frá þjóðhags-
legu sjónarmiði séð getur það hins vegar verið
vafasamt, hvort breytingin sé réttmæt. Meðan
ágóðanum er haldið í fyrirtækinu, kemur hann
framleiðslunni að notum. Sé honum úthlutað,
getur liann að sjálfsögðu komið að jafngóðum
notum, en honum getur einnig verið varið til
neyzlu eða, eftir aðstæðum, miður heppilegrar
fjárfestingar. Það er því athugandi, hvort laga-
ákvæði, sem beinlínis hvetur til úthlutunar, sé
heppilegt.
b. Aukning hlutafjár með hœkkun á bókfcerðu
verði framleiðslueigna
I gömlum hlutafélögum svarar óbreytt nafn-
verð hlutafjárins oft aðeins til brots af raun-
verulegu eignaverðmæti fyrirtækisins. Það virð-
ist þá vera sanngjarnt að heimila hækkun hluta-
fjárins með því að hækka bókfært verð vanmet-
inna eigna, og að umræddur skattafrádráttur
megi miðast við hlutafjárupphæð, sem hefur ver-
ið hækkuð á þennan hátt.
Setja ber reglur, sem bæði takmarka hækkun
á bókfærðu verði eigna við eitthvert hæfilegt
verðmæti og tryggja, að hækkun hlutafjárins
sé innan sanngjarnra marka.
Hæfileg hækkun gamals hlutafjár getur einn-
ig auðveldað fyrirtækjum að afla aukins fjár
með útgáfu nýrra hlutabréfa.
c. Skattlagning fri-hlutabréfa
Ef hlutafé er aukið með liækkun á bókfærðu
verði eigna, verður að gefa út ný hlutabréf, sem
svara til hækkunarinnar og afhenda hluthöfum
endurgjaldslaust í hlutfalli við hlutafjáreign
þeirra hvers um sig. Gamla sænska heitið á
slíkum hlutabréfum „gratisaktier“ og það danska
„friaktier“ eru villandi, því að þau gefa til
kynna, að hluthöfunum hafi verið afhent raun-
veruleg verðmæti að gjöf. Sérhver hluthafi á
hins vegar nákvæmlega jafnmikinn hlut í fyrir-
tækinu eftir sem áður. Eini munurinn er, að
höfuðstólnum er skipt niður á fleiri bréf. Sam-
anlagt verðmæti hlutabréfanna eftir hækkunina
er jafnmikið og samanlagt verðmæti þeirra fyrir
FRJÁLSVEHZLUN
15