Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1965, Síða 5

Frjáls verslun - 01.03.1965, Síða 5
um og með beinum samningum við stjórnendur inn- lánsstofnana, m. a. um útlánastefnu þeirra. Onnur ráð bankans til þess að hafa áhrif á pen- ingamálin almennt er heimildin til að kaupa og selja ríkisskuldabréf og setja á stofn kaupþing. Lítið hefur verið um hið fyrrnefnda undanfarin ár, nema ef nefna mætti vísitölubréf Sogsvirkj- unarinnar frá 1959, sem bankinn tók að sér að selja. Heimild til að stofnsetja kaupþing hefur verið í lögum bankans frá 1928. Hún var notuð um skeið í stríðinu með litlum árangri. Tilraunin hefur ekki verið endurtekin af skiljanlegum ástæð- um. Hér skal ennfremur minnzt á heimild til útgáfu svokallaðra gengisverðbréfa, en það mál er nú í frumvarpi, sem lig'gur fyrir Alþingi. Verður at- hyglisvert að fylgjast með því, hvort og hvernig sú licimild verður notuð, cf frumvarpið verður að lögum. GjaldeYrismól Afskipti bankans af gjaldeyrismálum eru mjög mikil. Jafngengi var með íslenzkri og danskri krónu til 1922. Þá féll íslenzka krónan í verði og samtímis taka hérlendir bankar upp sérstaka skráningu henn- ar. Hélzt svo til 1939. Jafngengi var þó við dönsku krónuna árin 1934 til 1938. íslenzka krónan var svo verðfelld með lagaboði árið 1939. Fluttist skrán- ingin við það til Alþingis og var hún í höndum þess til 1. ágúst 1961, en þá fluttist hún á ný í hendur Seðlabankans. Akveður bankastjórnin nú stofngengið með samþykki ríkisstjórnarinnar. Dagleg gengisskráning er að sjálfsögðu í hönd- um Seðlabankans og byggir hann á tíðum upplýs- ingum utanlands frá um markaðsgengi þeirra mynta, sem hann skráir. Bankanum er falið í lögum að efla gjaldeyris- varasjóðinn. Það cr að sjálfsögðu fyrst og fremst gert með peningapólitíkinni innanlands, m. a. með þeim tækjum og áhrifum, sem hann hefur til að móta framboð og eftirspurn lánsfjár og fleira. Ein leið að þessu marki væri, að bankinn skyldaði gjald- eyrisviðskiptabankana til þess að eiga sjálfir hluta gjaldeyrisvarasjóðsins. Við það mundi útlánageta þeirra innanlands að sjálfsögðu að minnka. En ekki hefur verið gripið til þess ráðs undanfarin ár. í reynd selja Landsbanki og Útvegsbanki Seðlabank- anum mestallan gjaldeyri, sem þeir eignast um- fram daglegar þarfir. Kemur því í hlut Seðlabank- ans að ávaxta sjóðinn utanlands og bera hið mikla vaxtatap, sem leiðir af hinum stóra mun, sem er á vöxtum innanlands og utan. Seðlabankinn hefur auk þess engar beinar heimildir í lögum til þess að takmarka erlendar lántökur bankanna, en mikil freisting er fyrir þá að taka slík lán vegna vaxta- munarins og til þess að styrkja aðstöðu sína í sam- keppni bankanna innanlands með auknum útláns- möguleikum. í 19. grein Seðlabankalaganna er rætt um veit- ingu heimilda til að verzla með gjaldeyri. Er þar komin breyting á því, sem var í lögum bank- ans frá 1957. Samkvæmt þeim verzluðu Lands- bankinn og Útvegsbankinn í nmboði Seðlabank- ans með gjaldeyri og Seðlabankinn gat einn veitt slík leyfi eða afturkallað þau, einnig leyfi Landsbanka og Útvegsbanka. Núgildandi lög veita Landsbankanum og Útvegsbankanum sjálfstæða heimild til gjaldeyrisverzlunar auk Seðlabankans. Er Seðlabankanum nú heimilt að veita öðrum bönkum og póststjórninni leyfi til gjaldeyrisverzl- unar, að fengnu samþykki ráðherra, en aðrar stofn- anir, t. d. sparisjóðir, koma þar ekki til greina. í umræddri lagagrein er talað um heimild til að verzla með gjaldeyri. Þetta hefur ekki verið talið banna öðrum bönkum að kaupa gjaldeyri, sem þeim berst í seðlum og mynt yfir afgreiðsluborð þeirra ,aðallega frá ferðamönnum. Þetta er þó bund- ið því skilyrði, að þeir skili gjaldeyrinuin án tafar til gjaldeyrisbanka, og á sama gengi og hann var keyptur, þ. e. án þess að gengismismunur falli þeim í hlut. Seðlabankinn hefur með höndum framkvæmd greiðslusamninga við önnur ríki og öll reiknings- viðskipti við vöruskiptalönd. Hann hefur viðskipti við alþjóðafjármálastofnanir í umboði ríkisstjórnar- innar og er fjárhagslegur aðili að Alþjóðagjaldeyris- sjónum og leggur til gullframlag landsins (um $ 2,8 milljónir) til hans. Seðlabankinn annast ennfremur gjaldeyriseftirlitið. Bankinn hefur undanfarið í vaxandi mæli annazt erlendar lántökur fyrir ríkissjóð og endurlánað féð innanlands. Undirstaða þess er ný lagaheimild í 20. grein Seðlabankalaganna, sem var lögfest 1. ágúst 1961. Sá mikilvægi fyrirvari er í heimildinni, að endurlánin skuli vera með ríkisábyrgð. Seðlatryggingin Of langt mál væri að rekja hér sögu seðlatrygg- ingaákvæða Seðlabankalaganna, en oft hefur reynzt FRJÁLS VERZLUN 5

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.