Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1965, Qupperneq 9

Frjáls verslun - 01.03.1965, Qupperneq 9
á dag, og verð hlutabréfa þeirra tilkvnnt með hlið- sjón af þeim niðurstöðum. Þetta er það dagsverð, scm menn greiða fyrir hvert bréf, ellegar fá fyrir hvert bréf í sjóðnum sem þeir eiga, þann dag sem þau eru seld. í heiminum munu vera um 700—800 slíkir sam- eignarsjóðir, þar af liðlega helmingur í Bandaríkj- unum. Sjóðir þessir eru misstórir, allt frá nokkur hundruð þúsundum dollara í yfir T000 milljónir dollara. i Bandaríkjunum munu stærstu sjóðirnir vera, og jafnframt þeir, sem beztum árangri skila, en í því tilliti ræður þó ekki sjóðstærðin sem slík, heldur hversu vel er haldið á þeim peningum, sem í hverjum sjóði kunna að vera. Sameignarsjóðir eru orðnir óaðskiljanlegur hluti af bandarísku efnahagslífi. Þeir veita þeim, sem lít.ið hafa handa á milli, tækifæri til þcss að byggja upp fjármagn. Almenningur í Bandaríkjunum not- ar t. d. sameignarsjóði á mjög víðtækan hátt. sem einskonar lífeyrissjóði. Menn leggja þar fyrir í fjár- festingu á unga aldri smáupphæð á hverjum mán- uði, og enda þar með því að geta hætt að vinna og eiga náðuga daga frá fimmtugu eða 55 ára aldri. Sameignarsjóðir veita þannig í flestum tilfellum fólki miklu vænlegri lífsskilyrði en ríkislífeyrir gæti nokkru sinni. Það geta því naumast t.alizt nein kynstur, að innistæður í sameignarsjóðum um heim allan, þar sem frjálst efnahagslíf veitir þeim starfsgrundvöll, hafa farið hraðvaxandi á árunum eftir síðustu heimsstyrjöld. Sem dæmi má nefna að 1941 námu innistæður í bandarískum sameignarsjóðum 500 milljónum dollara, 1951 þremur og hálfum milljarði og 1961 námu þær 23 milljörðum dollara. Síðan hefur mjög verulega bætzt við þessar tölur, en þær sýna um hve geysileg fyrirtæki er hér um að ræða. A sl. ári nam fjárfesting bandarísks ahnennings í þarlendum sameignarsjóðum 3, 4 milljörðum dollara, en fjárfesting í sjóðunum árið 1954 nam 862 millj. dollara. Að lokum má geta þess varðandi bandaríska sam- eignarsjóði, að Bandaríkjastjórn hefur staðfest gildi þeirra í þjóðfélaginu. Hubert Humphrey, varafor- seti Bandaríkjanna, flutti 29. apríl sl. ræðu, sem greint var frá í hinu gagnmerka blaði New York Times daginn eftir. Hann sagði m. a.: „Ein hinna beztu fjárfestinga í hinu Mikla þjóðfélagi er sam- eígnarsjóðurinn.“ Varaforsetinn bætti því við, að það hefði verið slíkur sameignarsjóður, sem gert hefði honum sjálfum kleift að 'stunda háskólanám, og að bæði hann sjálfur kona hans og börn, ættu bréf í slíkum sjóðum. Ef svo skyldi fara, sem flestir munu vona, að fyrirtæki á Islandi opnuðu dyr sínar almenningi, þannig að hlutabréf og önnur almenn verðbréf yrðu síðan keypt og seld á kaupþingi, líkt og tíðkast alls staðar erlendis, þar sem á annað borð ríkir viðskiptafrelsi, myndi vafalítið skapast hér grund- völlur fyrir slíka sameignarsjóði. Þeir myndu þá hugsanlega starfa á svipuðum grundvelli og gerist annars staðar. Þó slíkir sjóðir yrðu að sjálfsögðu dvergvaxnir miðað við hina bandarísku risa, skiptir það ekki höfuðmáli, heldur liitt hvern hagnað þeir myndu skila íslenzkum almenningi, sem ætti þess þá kost að kaupa í þeim bréf. Raunar eru til á Islandi sameignarsjóðir, og hafa verið lengi. Af og til fréttist um kunningjaklúbba, sem gera það eitt að hver maður lætnr af hendi rakna í einn „pott“, kannske 500 krónur á mánuði eða svo. Hinn sameiginlegi sjóður hópsins hefur síðan e. t. v. verið lánaður lít, notaður til að kaupa skuldabréf o. s. frv. Hagnaðinum er síðan skipt með þeim, sem í klúbbnum eru. Þó þessir klúbbar séu ávallt litlir og lokaðir, byggjast þeir engu að síður á grundvallarhugmyndum sameignarsjóðanna, og stefna að sama marki. — Hann hefur verið svona montinn síðan kóngurinn missti hann. FR.TÁLS VEHZLUN 9

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.