Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1965, Page 22

Frjáls verslun - 01.03.1965, Page 22
Af erlendu??i vettvangi: Kðmmúnisminn víkur fyrir heilbrigðri skynsemi Einkaíramtakið, „óvinur fólksins", leysir nú margan vanda kommúnistaríkjanna Kosygin, forsætisráðherra Sovétríkjanna, lýsti því yfir nýverið að „það sem væri gott fyrir þjóðfclag- ið og neytandann væri gott fyrir framleiðsluna og framtakið“. Aður var þessu öðruvísi farið í heimi kommúnismans — það sem var dæmt framleiðslunni nauðsynlegt var nógu gott fyrir neytandann, og ef neytandinn felldi sig ekki við það, var það verst fyrir hann sjálfan. . . En heimur kommúnismans er að breytast, og í engu breytist hann hraðar en á sviði efnahagsmála. Mikil umhugsun og endurmat á staðreyndum leið- ir nii ekki aðeins til mikilla breytinga á skipulagi iðnaðarins, heldur hefur þetta einnig orðið til þess að nýtt viðhorf hefur skapazt gagnvart neytand- anum — þessari Oskubusku kommúnismans allt frá rússnesku byltingunni til dagsins í dag. Umhyggja fyrir neytandanum er nú nánast orðin tízka í Sovétríkjunum og ríkjum Austur-Evrópu. í sumum hinna síðarnefndu er jafnvel verið að losa eilítið um bönnin gegn einkaframtaki í smá- um stíl til þess að koma á aftur nauðsynlegri þjón- ustu við neytendur. Þegar kommúnistar tóku yfir verksmiðjur og námur, liófu þeir að útrýma þeim greinum iðnaðarins, sem báru í sér einkaframtak þar heit sín við ættjörðina. Og ég veit, að hin unga sveit myndi við slík tækifæri björt og upplitsdjörf bregða sverði sögunnar og láta skáldhörpu íslands hljóma. Æska lands vors mun valda hvorutveggja. Ég vil nú, fyrir hönd Braga, færa þakkir hinum mörgu, sem hafa lagt hönd að verki við gerð þessa minnismerkis. Skal fyrst þakkað listamanninum, Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara, sem gefið hef- ur steininum líf af neista listar sinnar. Borgarstjór- anum í Reykjavík og nánustu samstarfsmönnum hans, er sýnt hafa máli þessu mikinn velvilja og áhuga, skal sérstaklega þakkað. Reykjavíkurborg hefur séð um uppsetningu minnismerkisins, og stað- ið að þeim framkvæmdum af miklum myndarbrag. Ég vil og færa þakkir Eimskipafélagi Islands fyrir drengilegan stuðning, og skylt er og ljúft að þakka hinu brezka fyrirtæki, Morris Singer Company í Lundúnum, er steypt hefur mynd skáldsins í var- anlegt efni. Þá vil ég þakka hinum áhugasama framkvæmdastjóra Braga, Þóri Ólafssyni hagfræð- ingi, fyrri störf hans, og ég vil að lokum þakka öll- um þeim fjölmörgu, sem hafa á margan veg lagt sig fram um að gera aldarafmæli Einars Benedikts- sonar sem eftir minnilegast. „Þú gafst oss allt þitt líf og voldugt verk. — Guð verndi list vors máls og íslands heiður.“ Svo kvað Einar Benediktsson um annað íslenzkt stórskáld, Matthías Jochumsson. Sú viðurkenning, sem vér skuldum Einari sjálfum, verður naumast orðuð betur. — Það minnismerki, sem hér er reist, er áfangi í ræktarsemi íslendinga við eitt af stór- mennum þjóðarinnar. Minnismerkinu bæfir það svið, scm stjórn Reykjavíkurborgar hefur valið því í stærsta skrúðgarði höfuðborgarinnar. Bragarlaun- in frá 1897 eru goldin. Vér óskum þess, að minnismerki Einars Bene- diktssonar megi um ókomnar aldir minna íslenzku þjóðina á allt hið göfugasta og uppbyggilcgasta í sögu hennar og menningu. En þó umfram allt á skuld hennar við ættjörð sína. Ágæti borgarstjóri, Geir Hallgrímsson: Mér hlotn- ast nú sá heiður, að biðja yður að veita viðtöku fyrir hönd Reykjavíkurborgar, minnismerki Einars Benediktssonar til ævarandi eignar og varðveizlu. 22 FR.TÁUS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.