Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1965, Page 23

Frjáls verslun - 01.03.1965, Page 23
— handíðnaðarmönnum og sjálfstæðum iðnaðar- mönnum, smákaupmanninum og kráreigandanum á staðnum. Tékkar voru síðastir á ferðinni í þess- um efnum, en tékkneskir kommúnistar gengu rösk- legar fram í þessum efnum en aðrir þegar þeir loks hófust handa. Fyrir síðustu heimsstyrjöld voru um 400.000 „prívat“ handverksmenn í Tékkóslóvakíu, en 1002 voru þeir naumast 4.000 talsins. Skradd- arinn, útvarpsviðgerðamaðurinn, skósmiðurinn og úrsmiðurinn fengu yfirleitt að halda áfram iðju sinni í öðrum löndum Austur-Evrópu, en í Tékkó- slóvakíu varð þessi þjónustuiðnaður yfirleitt að verða „neðanjarðar“, ellegar að honum var svo of- gert með sköttum að iðnaðarmennirnir voru neydd- ir til að loka verkstæðum sínum. Engu að síður hefur „neðanjarðarhreyfingin“ — saumaskapur og hömrun í bakherbergjum, þar sem menn neyðast til að kaupa efni á svörtum markaði, og vinna 14— 16 tíma á sólarhring, því bannað var að ráða að- stoðarfólk — á einhvern hátt tórað til dagsins í dag. Án neytandans liefði þetta ekki verið hægt. En nú er það að gerast í t. d. Póllandi, Tékkó- slóvakíu og Ungverjalandi, að þetta gamla kerfi einkaframtaksins er að blómstra aftur, og í raun- inni að undirlagi fyrri kúgara þess. Þetta er gert til þess að veita neytandanum þá þjónustu, sem ríkisbúskapur í efnahagsmálum hefur sýnt sig að geta ekki veitt honum. í Póllandi var 2.000 einka- verkstæðum lokað á árinu 1963. En nú gerist það að pólska ríkið býður smáiðnaðarmönnum skatta- ívilnanir til þess að fá þá til að setjast að í smærri bæjum. Þeim eru látin í té leyfi til 10 ára til að sannfæra þá um að hér sé ekki um augnabliksráð- stöfun að ræða. Bæjarráðum er sagt að láta veit- ingastofur, sem ekki bera sig, aftur í hendur einka- framtaksins. Gert er ráð fyrir fleiri kaffistofum og veitingahúsum í einkaeigu þar sem hvíldar- og sumarleyfissvæði eru skipulögð. Bensínstöðvar eru meira að segja lcigðar einka- framtakinu á umboðslaunagrundvelli til þess að tryggja betri og hraðari þjónustu og lengri af- greiðslutíma en hjá hinum svifaseinu, ríkisreknu bensínstöðvum. Nýlega var frá því skýrt að í 10% allra þorpa Ungverjalands væri hörgull á skósmiðum, rafvirkj- um, klæðskerum, rökurum o. s. frv. Nú eru vinnu- leyfi og lán boðin í stórum stíl til þess að hvetja handverksmennina til þess að vinna í dreifbýlinu. Þeim er meira segja leyft að taka lærlinga. Tékkar hafa nú opnað einkaframtakinu aftur að- gang að stóru sviði smáiðnaðai\ t. d. þvottahús- um, klæðasaumi, bílaviðgerðum, skósmíði, trésmíði, innanhússskreytingum, kaffistofum og veitingahús- um. „Það fer þá kannske svo“, sagði Tékki nokkur, „að ég þarf ekki lengur að bíða í þrjá mánuði eftir fötum mínum úr hreinsun, til þess að uppgötva það eitt að þau hafa verið eyðil(igð“. A bak við þessa breytingu liggur margvíslegur tilgangur. Innibyrgðar þarfir nevtandans hafa kom- izt á það stig að ógjörningur var fyrir ríkisvaldið að lialda áfram að afneita þcirn eins og áður. Of margir íbúar Austur-Evrópu ferðast nú til Vestur- landa og sjá hinn himinháa mun á „lífsstandard“ neytandans þar, sem flokksáróðrinum tókst þó lengi vel að halda, a. m. k. að nokkru, levndum. Ný kvnslóð, einkum tæknimenn og stjórnendur fyr- irtækja, er staðráðin að afla sér betri lífskjara. Blað í Ungverjalandi sagði fyrir skemmstu: „Það er til einskis að setja hundruðir þúsunda neytenda- vara í verzlanirnar. Það verður einnig að tryggja viðhald þeirra og viðgerðir.“ Tékkneskur hagfræð- ingur hefur skrifað: „í margháttáðri þjónustu er smærra framleiðsluformið miklu sveigjanlegra og kemur fólkinu og þörfum þess að miklu meira gagni.“ Svo þannig á „litli maðurinn“ loksins að fá tækifæri í lífinu. Tilkynnt var opinberlega í Póllandi fyrir stuttu að fyrsta tilraun til að leigja 700 ríkisrekin veit- ingahús einstaklingum hafi borið ágætan árangur. Viðskiptin hafa aukizt og þjónustan stórbatnað. Það, sem virðist ljóst að er að gerast, er að stcin- runnar kenningar kommúnismans eru að víkja fyrir heilbrigðri skynsemi. Þar, sem þær eru að hopa, hefur árangurinn orðið sá að nefna má upphaf raun- hæfrar „endurskoðunar“, sem gæti lcyst ýmis meiri- háttar vandamál kommúnistastjórnanna, og jafn- framt opnað neytendum kommimistalandanna þá leið til betri lífskjara, sem þeir hafa svo lengi beðið eftir. Hermt er að mikið sé nú orðið um sjálfsala i Moskvu. í Gorky-stræti er þannig hægt að kaupa sér brauðsneið með kavíar í sjálfsala. Menn setja pening í rifuna, — og bíða þar til gömul kona kíkir á þá út um gat, kinkar kolli til þeirra, smyr síðan brauðsneiðina og lætur hana detta í þartil- gerðan kassa á „sjálfsalannm“. 23

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.