Frjáls verslun - 01.06.1965, Blaðsíða 2
Islenzkur verðbréfascrii
vekur athygli í USA
Guðjóni Bachmann heíur á íáum árum tekizt það, sem
flesta verðbréfasala dreymir um
I nóvember hófst útgáfa nýs tímarits í Banda-
ríkjunum, sem ber nafnið Investment Sales
Monthly. Er tímarit þetta einkum œtlað verð-
bréfasölum og öðrum sölumönnum á ýmsum svið-
um. Er blaðið hið vandaðasta að gerð og frágangi.
Tímaritið boðar að í hverju eintaki verði viðtal
við sölumenn verðbréfa og hlutabréfa, og birtist
fyrsta viðtalið í nóvemberheftinu. Vekur það at-
hygli, að þar er rætt við ungan Islending, Guðjón
Bachmann, sem nefnir sig Jon Bachmann í Banda-
ríkjunum, en hann hefur á fáeinum árum vakið á
sér mikla athygli sem verðbréfasali vestra, og starf-
ar nú sem framkvæmdastjóri Flórídadeildar Good-
body & Co., þekkts verðbréfafyrirtækis.
Jon Bachmann er 34 ára að aldri. Hann lauk
verzlunarprófi frá Verzlunarskóla íslands, og réðist
síðan til Búnaðarbankans. Hann settist síðan aftur
í Verzlunarskólann og lauk þaðan stúdentsprófi vor-
ið 1954. Að hausti sama ár hélt hann til Bandaríkj-
anna og þar hefst framafcrill hans í hinum viðsjála
heimi verðbréfaviðskiptanna.
Jon Bachmann er sonur Guðjóns heitins Baeh-
manns, sem flestir Reykvíkingar kannast við frá
dögum Rafskinnu, og konu hans Hrefnu.
Frjáls verzlun birtir hér á eftir viðtal Investment
Sales Monthly við Jón Bachmann ásamt formála
þeim, sem tímaritið hefur að viðtalinu:
„Vclgengni manns, sem engan þekkir þar sem
hann hefur starf sitt, er ekki með öllu óþckkt fyrir-
brigði í verðbréfaviðskiptunum. En þegar þeim ár-
angri er náð á örfáum árum af innflytjanda, sem
er að læra málið („Ég skildi fólkið, en það skikli
mig ekki alltaf“), hlýtur það að teljast undravert.
En svona fór um Jon Bachmann frá Reykjavík,
íslandi, sem vann sig upp úr engu í framkvæmda-
stjórastöðu á fyrstu sex árum dvalar sinnar í Banda-
ríkjunum.
Arið 1954 kom ungur maður frá Islandi til þessa
lands með styrk til þess að nema viðskipLafræði;
1958, nokkrum háskólaprófum síðar, hóf duglegur
verðbréfasali með skandinavískan hreim störf sín
í borg, þar sem hann þckkti engan; innan fjögurra
ára var þessi sami maður, þá bandarískur borgari,
ráðinn framkvæmdastjóri landsþekkts verðbréfa-
fyrirtækis.
Jon Bachmann varð framkvæmdastjóri Reynolds
& Co. í Miami, Florida, 1962. Úi' skrifstofu sinni
við Biscayne Boulevard stjórnaði hann skipulagn-
ingu á starfsemi, sem ávann honum virðingu starfs-
bræðra sinna um landið þvert og endilangt. Árið
1965 kom sölumaðurinn aftur upp í honum; liann
sagði upp framkvæmdastjórastöðunni og gerðist
fulltrúi Goodbody & Co.
Þessi 34 ára gamli verðbréfasali, sem svo vel hef-
ur gengið, er af íslenzkum ættum, sem urn aldirnar
hafa blandazt írsku, skozku og norsku blóði. Þetta
hefur sett sinn svip á Jon Bachmann: írskur upp-
runi hans leynir sér naumast í brosi hans, skær-
grænuin augum og rauðleitu hári; sá skozki kemur
í ljós er hann segir „Tími er ekki peningar — tími
er hagnaður“, og Norðmaðurinn leynir sér ekki í
óendanlegri þrautseigju, dugnaði og staðráðnum
vilja að ná settu marki.
Það er ekki óvenjulegt að Jon Bachmann vinni
20 tíma á sólarhring. Ilann telur að góð þjónusta
og óslitin þjónusta skipti öllu máli; hann leggur
áherzlu á persónulegt samband og gerir samanburð
á góðum verðbréfasala og góðum lækni. „Góður
2
FRJÁLS VERZLUN