Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1965, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.06.1965, Blaðsíða 13
amia um 281 millj. kr. Jafnframt minnkuÖu stutt erlend vörukaupalán innfiytjenda um 78 millj. kr., enda var á miðju árinu afnumin heimild til notkun- ar slíkra lána við innflutning á fjölmörgum vörum, til þess að draga úr áhrifum þeirra innanlands. Þar sem innflutningur skipa og flugvéla var að mestu greiddur með erlendum lánum, snerti hann iítið gjaldeyrisstöðuna, lieldur jukust erlendar skuldir einkaaðila til langs tíma. A hinn bóginn minnkuðu opinber lán nokkuð. Staða bankanna í frjálsum gjaldeyri batnaði að mun á sl. ári, en á viðskiptunum við Austur-Evrópu- löndin varð halli, og mynduðust skuldir við sum þeirra. Þetta varð til þess, að undir árslokin voru athugaðir möguleikar á aukningu frílistans. Ýtar- legar viðræður fóru fram við viðskiptamálaráðu- neytið og milli samtaka verzlunar og iðnaðar inn- byrðis, og sendu þau ráðuneytinu sameiginlcga álits- gei'ð. Ilinn 29. janúar birti viðskiptamálaráðuneytið nýja reglugerð um gjaldeyris- og innflutningsleyfi, sem fól í sér allmikla aukningu á frílistanum og auglýsingu um innflutningskvóta með hækkunum á upphæðum margra liða. Helztu vörur, sem bætt var á frílistann voru þessar: Niðursoðinn fiskur, ávaxtapulpa, gúmmígólfdúkur, linoleum, þakpappi, flóki, prjónaður ytri fatnaður úr baðmull, hlutar til mannvirkja úr járni og stáli, miðstöðvarofnar og katlar, málmsmíða- og trésmíðavélar og hlutar, leikföng, blýantar, krít og ýrnsir smærri liðir. Þá voru um leið auglýstar vörur, sem bættust við frí- listann 1. júlí sl.: prent- og skrifpappír og pappírs- vörur, baðmullarvefnaður, borðbúnaður úr leir, postulíni og gleri, naglar og ritvélar. Innflutningskvótar voru auknir mest á eftirtöld- um vöruflokkum: byggingarplötur ýmis konar, gólf- teppi, sokkar, gúmmískófatnaður og húsgögn. Þegar litið er á þróun efnahags- og gjaldeyris- mála á þessu ári, svipar henni um margt þróuninni á sl. ári, þótt ekki sé hún eins liagstæð. Þorskaflinn er um 23% minni en í fyrra, en hann hefur nýtzt betur, og verðþróunin á mörkuðum erlendis hefur orðið hagstæð. Síldaraflinn fyrir norðan og austan hefur nú náð sama marki og um þetta leyti í fvrra, og eru horfur taldar góðar á áframhaldi veiðanna. Síldaraflinn við Suður- og Vesturland er meira en tvöfaldur á við sama tíma í fyrra, og þar til kemur loðnuaflinn, sem hefur fimmfaldazt. Útflutningurinn til ágústloka sl. nam 3300 millj. kr., en það er 15,4% meira en á sama tíma í fyrra. Birgðaaukning útflutningsafurða er þó um 400 millj. kr. minni. Sé birgðaaukningunni bætt við útflutn- inginn hvort árið, fæst nokkur bending um fram- Ieiðsluverðmæti útflutningsins og er niðurstaðan sú, að aðeins um rúmlega 1% aukningu er að ræða. Innflutningurinn til ágústloka er rúmlega 5% meiri en á sama tíma í fyrra, en minni innflutningur fiskiskipa vegur þar allmikið. Sé innflutningur flug- véla og skipa dreginn frá, nemur aukning innflutn- ingsins um 10%. Gert er ráð fyrir, að innflutningur skipa og flug- véla á þessu ári verði 350—400 millj. kr. minni en á sl. ári. Ennfremur er búizt við, að jöfnuður af svo- nefndum duldum tekjum og gjöldum í erlendum gjaldeyri verði hagstæðari. Með hliðsjón af þessu má ætla, að greiðsluhallinn verði minni í ár en í fyrra. Gjaldeyriseign bankanna í heild nam i lok ágúst- mánaðar 1811 millj. kr. og hefur hún aldrei verið meiri. Frá ársbyrjun hefur hún aukizt um 218 millj. kr., og á sama tíma hafa birgðir útflutnings- afurða aukizt um 170 millj. kr. Hins vegar hafa stutt erlend vörukaupalán aukizt um 202 millj. kr. Á sarna tímabili 1964 var aukning þeirra 91 millj kr. Aukning gjaldeyrisforðans er fólgin í frjálsum gjaldeyri, en staðan í vöruskiptagjaldeyri hefur versnað ,og töluverð skuld myndazt við jafnkeypis- löndin. Þetta er framhald þeirrar þróunar, sem átti sér stað á sl. ári og reyndar áður. Jafnframt hafa Austur-Evrópulöndin sýnt minnkandi áhuga á vöru- skiptasamningum, en vilja heldur verzla á frjálsum grundvelli. Allar horfur benda því til þess, að unnt verði að auka frílistann að verulegum mun um næstu áramót. Hin hagstæða þróun peningamála á sl. ári hefur haldið áfram á þessu ári. Á sl. ári snerist afstaðan milli sparifjáraukningar og útlána í hagstæða átt, og peningastofnanir styrktu mjög aðstöðu sina gagnvart Seðlabankanum. Bundnar innstæður voru þar þyngstar á metunum, og átti aukning þeirra drýgstan þátt í að draga úr þensluáhrifum frá halla ríkissjóðs og hinum stórauknu gjaldeyriskaupum, jafnframt því sem hún styrkti gjaldevrisstöðu lands- ins. Á þessu ári hefur haldizt hagstætt hlutfall milli útlána og sparifjárinnlána, og staða peningastofn- ana styrkzt gagnvart Seðlabankanum, þótt ekki sé það í sama mæli og á sl. ári. Bundnar innstæður hafa aukizt heldur meira til ágústloka í ár en á sama tíma i fyrra. Aukning almennra innstæðna FRJÁLS VERZLUN 13

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.