Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1965, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.06.1965, Blaðsíða 15
Frjáls verðmyndun hentugasta fyrirkomulag verðlagsmála Frá aðalfundi V7erzlunarráðs íslands Aðalfundur Verzlunarráðs íslands var haldinn föstudaginn 8. október og hófst kl. 10 f. h. í Þjóð- leikhúskjallaranum. Formaður ráðsins, Þorvaldur Guðmundsson, setti fundinn og minntist þeirra kaupsýslumanna, sem látizt hafa síðan aðalfundur var haldinn 1964. Fundarmenn heiðruðu minningu þeirra með því að rísa úr sœtum. Fundarstjóri á morgunfundinum var kjörinn Árni Árnason, kaupmaður, og Þorsteinn Bernhardsson, framkvæmdastjóri, á síðdegisfundinum. Fundarrit- arar voru tilnefndir Guðmundur Áki Lúðvígsson og Daníel Jónasson. Þá fór fram kosning í nefndir til að starfa að þeim málum, sem voru til umræðu á fundinum. Síðan flutti dr. Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamála- ráðherra, erindi um þróun efnahags- og viðskipta- mála að undanförnu og ný viðhorf, sem skapazt hafa. Að erindinu loknu svaraði ráðherrann fyrir- spurnum frá fundarmönnum. Eftir hádegisverð hófst fundur með því að for- maður Verzlunarráðsins flutti ræðu, er fjallaði um þróun í viðskipta- og verðlagsmálum, og hvatti hann félaga til aukinnar þátttöku í starfsemi Verzl- unarráðsins. Því næst flutti framkvæmdastjóri ráðsins, Þor- varður J. Júlíusson, hagfræðingur, skýrslu stjórnar- innar og las upp reikninga V. í. fyrir árið 1964 og skýrði þá. Nefndir þær, sem starfað höfðu að málum fund- arins, skiluðu áliti. Tillögur nefndanna eins og þ.ær voru samþykktar af fundinum eru birtar hér á eftir. Síðan voru gcrð kunn úrslit stjórnarkosninga. Formaður kjörnefndar lýsti yfir, að í stjórn Verzl- unarráðs íslands hafi eftirtaldir menn hlotið kosn- ingu: Úr Reykjavík og Hafnarfirði: Magnús J. Brynjólfsson, Stefán G. Björnsson, Birgir Kjaran, Björn Hallgrímsson, Ólafur Ó. John- son, Egill Guttormsson, Othar Ellingsen og Árni Árnason. Varamenn: Pétur Pétursson, Bergur G. Gíslason, Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, Kristján Jóh. Krist- jánsson, Magnús Þorgeirsson, Sveinn Helgason, Þor- valdur Guðmundsson og Önundur Ásgeirsson. Kosningu utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar hlutu Jónatan Einarsson og Sigurður Ó. Ólafsson. Varamenn eru Friðrik Þórðarson og Sigurður Helga- son. Eftirtaldir fulltrúar hafa verið tilnefndir af félaga- samtökum: Félag ísl. iðnrekenda: Gunnar J. Frið- riksson og Sveinn Valfells. Varamenn: Sveinn Guð- mundsson og Árni Kristjánsson. Félag ísl. stórkaup- manna: Hilmar Fenger og Kristján G. Gíslason. Varamenn: Sigfús Bjarnason og Páll Þorgeirsson. Sérgreinafélög: Félag bifreiðainnflytjenda: Gunnar Ásgeirsson. Félag byggingarefnakaupmanna: Har- aldur Sveinsson. Félag raftækjaheildsala: Jón Á. Bjarnason. Apótekarafélag íslands: Birgir Einars- son. Endurskoðendur voru kosnir þeir Magmis Helga- son og Otto A. Michelsen. Varamenn: Valtýr Há- konarson og Ágúst Hafberg, og í kjörnefnd þeir Árni Árnason, Guido Bernhöft og Páll Jóhannesson. Fundurinn var mjög fjölsóttur og margir fundar- menn tóku til máls. I lok fundarins þökkuðu Gunnar Ásgeirsson og Egill Guttormsson Þorvaldi Guðmundssyni fyrir vel unnin störf fyrir Verzlunarráðið. Þorvaldur hafði tilkynnt á stjórnarfundi nokkru áður, að hann ósk- aði ekki að eiga sæti í stjórninni áfram, en hann hafði gegnt formannsstörfum undanfarin þrjú ár. FR.TÁLS VERZLUN 15

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.