Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1965, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.06.1965, Blaðsíða 11
43 milljónir króna í gjaldeyri fær þjóðarbúið sem endurgjald fyrir notkun innlendra framleiðsluafla, að upphæð 227 milljónir króna. Gjaldeyristekjurnar af útflutningi landbúnaðarafurðanna eru því ekki nema um það bil fimmtungur innlenda kostnaðar- ins við landbúnaðarframleiðsluna. Þessi hcildarniðurstaða þarf raunar engum að koma á óvart, sem þekkir hlutfallið milli útflutn- ingsverðs helztu landbúnaðarafurðanna og heildsölu- verðsins innanlands. En þetta hlutfall er þannig varðandi nokkrar helztu afurðirnar: Af frystu dilkakjöti cr útflutningsverðið (fob- verðið) 44% af heildsöluverðinu innanlands, af salt- kjöti 60%, af ostaefni 62%, af 45% osti 23%, af smjöri 22%, af nýmjólkurdufti 24% og af undan- rennudufti 24%. Mér er ekki kunnugt um dæmi þess frá nálægum löndum, að útflutningi sé til langframa haldið uppi við jafnóhagstæð og erfið skilyrði. Það er svo annað mál, að hér er um vandamál að ræða, sem ekki verður leyst í einu vetfangi. Framleiðsluskilyrðum í atvinnuvegi cins og land- búnaði verður ekki breytt í einni svipan. Og engin sanngirni væri í því, að svipta bændur í einu vet- fangi þeim stuðningi við útflutning landbúnaðar- vöru, sem þeim hefur verið veittur lagalegur réttur til og þeir hafa í góðri trú getað reiknað með. Hins vegar verða bændur að skilja það, að ekki er hægt að ætlast til þess, að skattgreiðendur styrki árlega með hundruðum milljóna króna framleiðslu, sem er frá þjóðhagslegu sjónarmiði jafnóhagkvæm og íslenzk landbúnaðarframleiðsla til útflutnings við núverandi aðstæður cr. Auk þess er vandamál íslenzks landbúnaðar alls ekki eingöngu fólgið í því, að stuðningur við út- flutning íslenzkrar landbúnaðarvöru sé, eins og nú standa sakir, óhæfilega dýr. Framleiðslukostnaður landbúnaðarins í heild er alltof hár, eins og saman- burðurinn á heildsöluverðinu innanlands og útflutn- ingsverðinu glögglega sýnir. Af þcssum samanburði sést, að hægt væri að fá flestar af þeim vörum, sem íslenzkur landbúnaður framleiðir, keyptar til lands- ins fyrir miklu lægra verð en það kostar að fram- leiða þær hér. Framleiðslukostnaðurinn innanlands helzt jafnhár og raun ber vitni í skjóli þess, að inn- flutningur er yfirleitt bannaður á þeim landbún- aðarvörum, sem framleiddar eru í landinu. Engum mun þó koma til hugar, að rétt væri eða skynysam- legt að gefa innflutning á landbúnaðarvörum til landsins frjálsan. Þeirri spurningu má þó varpa fram, hvort heppilegt sé eða heilbrigt, að hafa ís- lenzka landbúnaðarframleiðslu jafn algjörlega verndaða og nú á sér stað. Reynslan af iðnaðar- sviðinu hefur sýnt það, að algjör lokun markaðsins er ekki heppileg, hvorki fyrir atvinnugreinina sjálfa né heldur fyrir neytendur. Samke])pni af hálfu er- lendrar vöru veitir heilbrigt aðhald. Iðngreinar, sem setið hafa einar að vernduðum markaði um langt skeið, hafa haft tilhneigingu til að staðna. En margföld rejmsla er fengin fyrir því, að heil- brigð erlend samkeppni hefur hleypt í þær nýju fjöri og orðið bæði þeim og neytendum til góðs. Nú geri ég mér auðvitað fullkomlega ljóst, að mjög varlega yrði að fara í þær sakir að hleypa erlendum landbiinaðarvörum inn á íslenzkan markað, einmitt vegna þess, hversu verðmunurinn er mikill. En þess vegna nefni ég þetta vandamál hér, að mér finnst það vera orðið íhugunarefni, hvort það sé ekki landbúnaðinum sjálfum, að ég ekki tali um neytendur, til góðs, að eitthvað væri fáanlegt hér á markaðnum af erlendum landbúnaðarvörum, t. d. kjöttegundum, scm alls ekki eru framleiddar á Is- landi. Sjálfsagt væri þá að tolla slíkan innflutning þannig, að verðlag hans væri í samræmi við fram- leiðslukostnaðinn innanlands. En aukin fjölbreytni í vöruvali mundi draga úr þeirri óánægju, sem nú á sér stað meðal neytenda með fábreytnina í ís- lenzkri landbúnaðarframleiðslu og þá um leið verða til þess að hvetja íslenzka bændur til aukinnar fjöl- breytni í framleiðslu sinni og auka skilning þeirra á nauðsyn þess að lækka framleiðslukostnaðinn. Ég geri mér ljóst, að hér er um mikið vandamál að ræða, sem hugleiða þarf rækilega frá öllum hlið- um, áður en ákvarðanir eru teknar, en þess vegna nefni ég málið, að ég tel, að á vandamálum íslenzks landbúnaðar sé ekki til nein ein og einföld lausn, heldur þurfi lausn þessa mikla þjóðfélagsvanda að byggjast á margháttuðum, vandlega undirbúnum ráðstöfunum, sem síðan þurfi að ætla góðan aðlög- unartíma til þess að framkvæma. Rússneskur hermaður kom með bilað úr sitt til úrsmiðs í Austur-Þýzkalandi: — Það er hætt að ganga. Hvað er aðp Úrsmiðurinn opnaði úrið, fann dauða fló í því, og hélt henni uppi svo hermaðurinn gæti séð: — Þetta er það, sem að var. — Ó, sagði hermaðurinn. — Aumingja litli karl- inn sem dró verkið er dauður! FR.TÁLS VERZLTJN 11

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.