Frjáls verslun - 01.06.1965, Blaðsíða 14
nemur á þessum tíma í ár 50 millj. kr., en það er
aðeins fjórðungur á við aukninguna í fyrra.
Afkoma ríkissjóðs snerist, eins og kunnugt er, til
verri vegar á sl. ári og versnaði staða lians við Seðla-
bankann um 167 millj. kr. A þessu ári hefur enn
verið um hallarekstur að ræða, þrátt fyrir niður-
skurð á framkvæmdum. Þennan vanda er nauðsyn-
legt að leysa vegna þensluáhrifa hallarekstrar á
efnahagslífið, en erfitt er að finna lausn, sem lítil
áhrif hefur á verðlagið. Gert er ráð fyrir, að fjár-
lagafrumvarpið fyrir árið 1966 verði lagt fram án
halla, en þar mun teflt á nokkuð tæpt vað.
Launasamningar þeir, sem gerðir voru í sumar
og fyrrasumar, voru raunhæfari en áður tíðkaðist.
Launahækkanir voru að vísu meiri en hjá nágranna-
þjóðum okkar, en óvenju góð framleiðsluskilyrði
og hagstæð verðlagsþróun á útflutningsafurðum
hefur firrt þjóðarbúið áföllum. Þó hefur kostnaðar-
þróunin gengið nærri mörgum greinum iðnaðar og
verzlunar.
I þessum efnum sem öðrum, sem snerta þróun
efnahagslífsins, er nauðsynlegt að þess sé gætt, að
jafnvægi haldist og þensluáhrif hverfi, svo að lífs-
kjörin geti batnað jafnt og þétt.
Afstaða fslands til markaðsbandalaganna í Evr-
ópu og þá einkum til Fríverzlunarbandalagsins hafa
verið á dagskrá að undanförnu. Eins og kunnugt
er, eru aðildarlönd Fríverzlunarbandalagsins (EF-
TA) Norðurlöndin fjögur, Bretland, Austurríki og
Portúgal, en eitt Norðurlandanna, Finnland er auka-
aðili. Markmið EFTA er fyrst og fremst að afnema
tolla og höft á viðskiptunum sín á milli, og það
stefnir ekki að eins náinni samvinnu á sviði efna-
hags- og viðskiptamála og Efnahagsbandalag
Evrópuríkjanna sex. Hvert EFTA-Iand um sig hef-
ur því meiri sjálfstjórn.
Umræður um aðild að EFTA eru fvrst og fremst
sprottnar af því, að tollaviðræður innan GATT
hafa lítinn árangur borið og að samkeppnisaðstaða
íslenzkra afurða versnar stöðugt eftir því, sem inn-
byrðis tollalækkanir EFTA-landanna taka gildi. Á
sl. ári fór 43% af útflutningi landsins til þessara
landa og af honum féllu 59% undir EFTA samn-
inginn.
Mikilvægasti markaður okkar í EFTA-löndunum
er í Bretlandi. Þar hafa tollalækkanir á norskum
og dönskum sjávarafurðum veikt samkeppnisað-
stöðu okkar, og á það einkum við fryst fiskflök.
Helztu sjávarafurðir, sem seldar eru til Bretlands,
og falla undir EFTA-samninginn, eru auk frystra
fiskflaka fiskmjöl, síldarlýsi, þorskalýsi, hvalkjöt,
niðursoðinn fiskur og skelflettar frystar rækjur. A
flestum þessara afurða var EFTA-tollurinn kominn
niður í 0 í ársbyrjun 1964, en hinn almenni tollur,
sem íslenzkar afurðir sæta, er 10%. Á frystum fisk-
flökum var EFTA-tolIurinn 3% og á hvalkjöti
2%%, en mun hverfa í tveimur áföngum til árs-
loka 1966. Almenni tollurinn á þessum vörum er
einnig 10%.
Allar þessar afurðir og ýmsar aðrar, sem lítið
sem ekkert hafa verið fluttar til Bretlands vegna
tollamismunar, hefðu verið fluttar þangað í miklu
ríkari mæli, ef fsland hefði notið EFTA-tollsins.
Það hefur t. d. komið fram, að íslenzkt síldarlýsi,
sem selt hefur verið til Danmerkur, hafi verið endur-
selt til Bretlands blandað dönsku lýsi tollfrjálst,
jiar sem nægilegt er að sanna uppruna rúmlega
helmings af hverjum farmi. Danir selja þetta lýsi
á hærra verði en við, vegna tollsins.
Auk þeirra afurða, sem nefndar hafa verið, selj-
um við vcrulegt magn af ísfiski, heilfrystum fiski
og frystum humar til Bretlands. Með aðild að
EFTA mvndu opnast möguleikar á samningum um
tollaívilnanir á þessum vörum. Ennfremur mætti
vænta greiðari sölu á ýmsum fiskafurðum í EFTA-
löndum, svo sem á niðursoðnum afurðum í Sviss
og Austurríki og freðfiski í Svíþjóð.
Sú spurning vaknar eðlilega, hvort aðild að EFTA
stofnaði ekki í hættu viðskiptamöguleikum okkar
í Austur-Evrópu. í því sambandi má benda á, að
Finnar hafa heimild til samningsbundinna viðskipta
við Sovétríkin. Annars hefur þörfin á vernd austur-
viðskiptanna verið síminnkandi. Stafar það bæði af
batnandi mörkuðum í frjálsgjaldevrislöndum og
minnkandi áhuga Austur-Evrópulandanna á tví-
hliða samningum. Þau hafa tryggt sér hér góðan
og stöðugan markað, sem haldast mun án verndar.
EFTA-samningurinn nær til verndartolla, og þeir
snerta tiltölulega lítið vörur, sem keyptar eru að
austan. Fjáröflunartollar eru hins vegar óháðir
EFTA-samningum. Reyndin hefur orðið sú, að við-
skipti EFTA-landanna við Austur-Evrópulöndin,
hafa ekki breytzt að neinu ráði eftir að EFl'A var
stofnað.
U])j)haflega var ráðgert, að tollar milli EFTA-
landanna skyldu lækka stig af stigi á 10 árum og
hverfa fyrir 1. janúar 1970. Síðar var ákveðið að
hraða niðurfellingunni til samræmis við þróunina í
Efnahagsbandalaginu, þannig að henni yrði lokið í
Framh. ó bls. 17
14
FRJÁLS VBRZLTJN