Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1965, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.06.1965, Blaðsíða 20
Láttu ekki svona heillin. Kallaðu mig elskuna þína eins og í kokkteilboðinu, sem íyrirtækið hélt í gærkvöldi! ★ Gamalli ekkju var boðið viský í fyrsta sinn á æv- inni. — Þetta er einkennilegt, sagði hún eftir fyrsta sopann. — Þetta er bara alveg eins á bragðið og meðalið, sem maðurinn minn tók á hverju kvöldi í þrjátíu ár! ★ Virðuleg eldri kona var þátttakandi í hópferð til Miðjarðarhafsins, og sá þá fíkjutré í fyrsta sinn á ævinni. — Eruð þér nú vissir um að þetta sé fíkjutré, spurði hún fararstjórann vantrúuð. — Já, það er víst. Hvers vegna efizt þér um það? — Ó, sagði konan, lítið eitt vandræðaleg. — Ég hafði bara gert mér í hugarlund að blöðin væru dá- Iítið stærri! Svo voru það færeysku skútukarlarnir, sem komu heim til Þórshafnar úr Englandssiglingu með skút- una leka, og höfðu hreppt aftaka veður. — Tja, sagði einn þeirra, er hann var spurðuv um ferðina. — Ég hefi aldrei lent í öðru eins. Við pumpuðum Atlantshafið fjórum sinnum í gegnum skútuna. ★ Er flugstjórinn hafði sett hina stóru farþegaflug- vél í rétta stefnu, setti liann „sjálfvirka flugmann- inn“ í samband, hallaði sér aftur í stólnum og sagði: — Nú væri gott að hafa kaffibolla á borðinu og fallega stúlku á hnjánum. Til allrar óhamingju hafði flugstjórinn gleymt að slökkva á hátalarakerfi flugvélarinnar, þannig að orð hans heyrðust greinilega aftur í farþegaklef- ann. Ein flugfreyjan brá við hart og hljóp frammí til að slökkva á kerfinu, en staðnæmdist er einn farþeganna kallaði: — Andartak, fröken. Þér gleymduð kaffinu! ★ Það var í brezkum herramannaklúbb. Tveir með- limir sátu og tefldu skák, er skyndilega varð mikið uppþot í klúbbnum: Á daginn kom að annar þeirra hafði verið dauður í tvo daga! ★ Svefnpokinn er sem slikur ágætur, en þessir rennilásar ykkar . . 20 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.