Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1965, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.06.1965, Blaðsíða 19
Af erlendum vettvangi: 24,4% földu danska sjónvarpið lélegf Skoðanakönnun íór fram í Árósum mn þetta efni Fyrir dyruin stendur nú í Danmörku skoðana- könnun á vegum Gallup-stofnunarinnar, og er mark- mið hennar að kanna livert álit danskir sjónvarps- notendur hafa á ríkissjónvarpinu þar í landi. Svo sem kunnugt er hefur mjög verið leitað til Norður- landanna sem fyrirmynd að sjónvarpi því, sem ís- lenzka í-íkið hyggst hér reka, og verður því ekki ófróðlegt að kynnast niðurstöðum Gallup-stofnunar- innar og þeirn dómi, sem danskir sjónvarpsnotend- ur munu leggja á ríkissjónvarpið þar. Nokkur fyrir- boði um, hversu könnun þessi muni fara, liggur þó þegar fyrir, því að fyrir skömmu efndi Arósa- blaðið Árhus Stiftstidende til skoðanakönnunar meðal lesenda sinna í sama tilgangi. Niðurstaðan varð sannarlega ekki glæsileg. Blaðið lagði spurninguna um sjónvarpið fyrir 4.856 lesendur sína, en það er um 10% af lesendum þess. 94,4% töldu sjónvarpið í Danmörku lélegt, en aðeins 5,6% töldu það gott. Sendir voru út sér- stakir spurningaseðlar, en mörgum þótti ekki nóg að útfylla þá, heldur sendu bréf með, og var í flest- um þeirra að finna harða gagnrýni á danska sjón- varpið. Um 500 lesendur skrifuðu slík bréf og sendu með útfylltum seðlinum. Auk almennrar gagnrýni á sjónvarpið sjálft, sem nær allir voru sammála um að væri leiðinlegt, urðu danska útvarpsráðið og varaformaður þess, Hakon Stangerup, prófessor, fyrir harðri gagnrýni. Einn lesenda skrifaði t. d.: „Burt með Hakon Stangerup & Co., hann er bezt geymdur í Suður- Afríku.“ Blaðið bendir sjálft á, að enda þótt nær 5,000 svör við spurningunni um sjónvarpið geti ekki talizt fullgildur mælikvarði á almenningsálitið í Dan- mörku, sýni það engu að síður að mjög almenn óánægja ríki með sjónvarpið, úr því að svo margir leggi það á sig að senda í pósti svar, þar sem hvorki var um að ræða verðlaunasamkeppni eða nokkurn hlut, sem glatt hefði getað þátttakendurna. — Þjónn. Má ég biðja um buff. — Jú, takk. Enskt eða franskt? — Skiptir ekki máli. Ég ætla ekki að tala við það. ★ — Þjónn. Hafið þér villtar endur í dag? — Því miður. En við getum útvegað tamda önd og æst hana upp! ★ — Þjónn. Ég vil fá þessu buffi skipt. Það er seigt einsog skósóli. — Það getum við því miður ekki. Þér eruð bú- inn að beygla það. ★ — Herra yfirlæknir. Vitið þér að þér eruð með hitamæli á bak við eyrað? — Hitamæli? Hvar í ósköpunum hefi ég þá sett blýantinn minn. ★ Einn hásetanna á stóru farþegaskipi kom þjót- andi upp í brúna: — Herra skipstjóri, skipið hlýtur að leka. — Hvers vegna haldið þér það? — Það er hákarl í sundlauginni! ★ Ung stúlka, sem verið hafði sumarlangt í París, notaði hvert tækifæri til að segja frá því. Fyrir skemmstu var hún á ferð í strætisvagni, er maður einn stóð upp og bauð henni sæti. — Nei, takk, þetta er allt í lagi. Ég sat svo mikið þegar ég var í París í sumar FRJÁLS VERZLUN 19

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.