Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1969, Qupperneq 15

Frjáls verslun - 01.06.1969, Qupperneq 15
FRJÁLS VERZLUNf 15 FÉLAGSMÁL MANNÚÐARMÁL OG ÁHUGAEFNI SAMEINAST í STÖRFUM HJÁLPAR- SVEITAR SKÁTA Sveitin hefur rekstur verzlunar. Hjálparsveit skáta er meðal virkustu áhugamannasamtaka i Reykjavík. Starf og samhugur er með eindæmum, og félagsmenn verða hver og einn að vera sér- staklega vel búnir undir starfið, stöðugt í góðri líkamlegri þjáií- un og viðbúnir erfiðum aðstæðum Aðdragandinn að stofnun Hjálp- arsveitar skáta var það starf, er skátar inntu af hendi á Alþingis- hátíðinni 1930 að beiðni stjórn- enda hátíðarinnar. Þar aðstoðuðu þeir almenning og voru óþreyt- andi að liðsinna í einu og öllu, þegar á þá var kallað. í framhaldi af starfinu á Þingvöllum 1930 kom fram hugmynd um, að rétt væri og mikil þörf fyrir, að stofnuð yrði sérþjálfuð sveit, sem sinnti sér- staklega hjálparstörfum, og var sveitin formlega stofnuð skömmu síðar. Auk þess að vera leitarsveit, sinnti hópurinn einnig blóðgjöfum. Blóðbanki var þá ekki kominn til sögunnar, og skipulag blóðsöfnun- ar ekki komið á núverandi stig Var Hjálparsveit skáta árum sam- an eini fasti hópurinn, sem unnt var að leita til um blóðgjafir í neyðartilfellum. Blóðgjafir urðu síðar meir áhugamál fleiri hópa þjóðfélag's- ins en skáta, og hjálparsveitin tók að einbeita sér í auknum mæli a? ýmsu öðru og ekki sízt sérþjálf- un í leitarstörfum og aðstoð við almenning á ferðalögum. Miðast kröfurnar, sem gerðar eru til væntanlegra félaga í hjálparsveií- inni einkum við þessi tvö viðfangs- efni. Þess vegna liggur raunar í aug- um uppi, að félagar Hjálparsveit- arinnar verða að hafa mikinn á- huga á ferðalögum. Þeir verða einnig að vera gæddir góðum lík- amsstyrk og hafa nokkuð sjáli- stæðan vinnutíma. Einnig eru gerðar kröfur til þeirra um marg- víslega undirstöðuþekkingu, sem kemur að gagni við leitarstörf og aðstoð við fólk á ferðalögum. Lág- marksaldur félaga Hjálparsveitar- innar er 17 ár. Sta.rfið. Sveitin leitast við að auka þekkingu sína, reynslu og þjálfun með skipulögðum æfing- um. Á hverju hausti er lögð fram þjálfunartafla fyrir veturinn. Sveitin æfir sig ýmist í flokkum eða öll saman. Æfingar fara fram bæði að nóttu og degi. Þeim fylgja ósjaldan ferðalög, einkum göngu- ferðir, sem eiga að venja hjálpar- sveitarmenn við hinar margvis- legu aðstæður í leit að týndu fólki. Hliðstæð þjálfun í aðstoð við fólk á ferðalagi fer einnig fram. Til skáta er oft leitað til að halda uppi röð og reglu á mannamótum, veit i sjúkraaðstoð og sitthvað annað. Við þessu vilja skátar í Hjálpar- sveitinni ætíð vera viðbúnir, í sam- ræmi við þörfina og kjörorð allra skáta: Ávallt viðbúinn. Starfið er mjög mikið, eins og sézt bezt á því, að einstaklingar verja allt að 700 klukkustundum á ári eða rúmlega tuttugu sóiar- hringum eingöngu í störf sín í þágu Hjálparsveitarinnar. Leitir að týndu fólki eru fleiri eða færri ár hvert. Sjúkraþjónustan hefur verið vaxandi þáttur í starfsemi sveitarinnar. Á sl. ári nutu um 3000 manns aðstoðar Hjálparsveit- arinnar vegna slysa eða óhappa og vegna ýmissa annarra ástæðna á ferðalögum, og einkum á manna- mótum.

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.