Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1969, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.09.1969, Blaðsíða 29
FRJÁLS VERZLUN' 29 MÓTTAKA INNFLYTJENDA Búðir innflytjenda eru frá því að vera líkastar stríðsfanga- búðum upp í annars flokks sumarhús. Margt hefur verið sagt um mót- töku innflytjenda í Astralíu. Segja brezkir blaðamenn, sem kynnt hafa sér búðir þær, sem innflytjendur búa í fyrst eftir komuna, að þær séu nokkuð mis- munandi, frá því að vera nánast eins og stríðsfangabúðir, upp í það að vera eins og annars flokks sumarhús. Hefur þetta valdið mikilli óá- nægju meðal innflytjenda og er kannski algengasta oi’sök þess, að þeir snúa aftur heim. í fyrra var tala innflytjenda yfir 175 þúsund, hæri’i en nokkru sinni fyrr. En tala innflytjenda, sem fluttu heim aftur óánægðir, var iíka hærri en nokkru sinni fyrr, eða 22.300 á árinu. Þá hefur vei’ið vaxandi gagn- rýni á starfsemi stjórnarinnar til hjálpar innflytjendum. Telja nefndir blaðamenn, að allt of lítið sé gert til að aðstoða fólk við að fá vinnu við sitt hæfi. Sérstak- lega er ástandið erfitt hjá há- menntuðum mönnum, sem ekki hafa fengið háskólagráður sínar viðurkenndar og verða að vinna líkamlega vinnu. Þetta er sér- staklega einkennilegt, þegar haft er í huga, að Ástralía hefur mesta þörf fyrir menntað fólk. Byrjað er að byggja nýjar gerðir af innflytjendabúðum, en ekki mun það þó vera í svo stór- um stíl, að það hafi neina veru- lega breytingu í för með sér. Sérstök nefnd hefur verið sett á laggirnar til að kanna, hvað sé ábótavant í móttöku innflytj- enda. Hefur hún komizt að þeirri niðurstöðu, að margt þurfi að gera, en fyrst og fremst að öllum þurfi þeim að vera tryggð vinna, áður en þeir yfirgefa heimaland sitt. Nauðsyn sé, að innflytjendur fái viðunandi hús- næði til afnota, á meðan þeir eru að komast inn í þjóðfélagið og aðlagast breyttum aðstæðum. Fyrir fólk frá Vestur-Evrópu er sérstaklega nauðsynlegt að gera sér grein fyrir, að Ástralía hef- ur ekki upp á að bjóða sama öi’- yggi og flest lönd Vestui’-Evrópu og að menntunarmöguleikar barnanna eru þar, enn sem kom- ið er, síðri. Tækifærin eru fyrir hendi og nóg af vinnu, en ekki trygging fyrir, að innflytjendur geti fellt sig við ástandið.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.