Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1969, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.09.1969, Blaðsíða 17
FRJALS VERZLUN 17 Karlmannafötin frá FÖT H.F. skipa öruggan sess á markaðnum, enda áherzla lögð á góð efni, vandað og smekklegt útlit. Ragnar Guðmundsson Laugavegi 39. í verzlun Andersen & Lauth, FYRIRTÆKI FÖT H.F. - ANDERSEN & LAUTH H.F. FRJÁLS VERZLUN kynnir hér einn viðurkenndasta karlmanna- fataframleiðanda landsins og sölufyrirtœkið — hina vinsœlu verzlun Andersen & Lauth. Andersen & Lauth h.f. er fyr- ir löngu orðið vel þekkt fyrirtæki, enda stendur það á gömlum merg. Karlmannaföt hafa frá öndverðu verið helzta söluvara verzlana fyrirtækisins, en nú rekur Ander- sen & Lauth tvær karlmanna- fataverzlanir; aðra á Vesturgötu 17, en hina á Laugavegi 39. And- ersen & Lauth er systurfyrirtæki Föt h.f., sem framleiðir árlega mikið magn karlmannafata, sem seld eru víða um land, auk þess sem þau eru á boðstólum í verzl- ununum tveimur. Árið 1913 stofnaði danskur klæðskeri fyrirtækið L. Andersen, sem veitti alla þá þjónustu við- víkjandi karlmannafötum, sem þá tíðkaðist í Reykjavík. Árið 1918 gerðist Skotinn O. J. Lauth félagi Andersens í fyrirtækinu, og hlaut það þá nafnið Ander- sen & Lauth. Var fyrirtækið gert að hlutafélagi árið 1935. Föt h.f. var stofnað árið 1942, en Föt h.f. keypti hlutafélagið Andersen & Lauth árið 1944. Stjórnarformað- ur Föt h.f. frá upphafi og Ander- sen & Lauth frá 1944 hefur verið Helgi Eyjólfsson. Verzlanir Andersen & Lauth eru í glæsilegum húsakynnum. Þótt verzlunin á Laugaveginum sé í hjarta verzlunarhverfis borgar’ innar, hefur mörgum ekki þótt síðra að koma á Vesturgötu 17, en í sannleika sagt er sú verzlun ein þeirra skemmtilegustu í að koma í allri Reykjavík. Húsnæð- ið á Vesturgötunni hefur tvisv- ar sinnum verið stækkað og er nú mjög rúmgott. Um þessar mundir er einnig unnið að stækkun húsnæðisins að Lauga- vegi 39. Verzlanirnar selja svo til ein- göngu „ARISTO“ karlmannaföt frá Föt h.f. Þar eru þó einnig fyr- irliggjandi flestar þær fatnaðar- tegundir, sem karlmenn þarfn- ast, aðrar en skór, og einnig má þar fá snyrti- og gjafavörur fyr- ir karlmenn. í verzlununum vinna 7 manns. Meðal þeirra vöruteg- unda, sem verzlanirnar bjóða upp á, eru Angli-skyrtur, en Angli er aðal skyrtutegundin, sem þar faest. Af þeim vörutegundum, sem verzlanirnar hafa einar, má nefna Scott karlmannahatta, sem mjög voru þekktir fyrir fáum ár- um, og Peter Scott ullarpeysur, ásamt sumarfatnaði frá Mara- thon fyrirtækinu. Þá hafa verzl- anirnar sölumboð fyrir karl- mannafrakka frá verksmiðjunni Elg. Aðspurðir kváðust forráðamenn fyrirtækisins leggja sig fram um að kynna fyrir starfsfólki sínu fataefnin og þá vöru, sem í verzl- ununum væri til sölu til þess að geta sem bezt liðsinnt viðskipta- vinunum um vöruval. Föt h.f. framleiðir eingöngu karlmannajakkaföt, stakar bux- ur og jakka. Kváðust forráða- mennirnir hafa tekið þá ákvörð- un, eftir nokkra yfirvegun, að bezt væri að starfa á sem þrengstu sviði, til að góður árang- ur væri fremur tryggður. Árlega sendir fyrirtækið menn erlendis til að kynna sér nýjustu tízku í karlmannafatnaði, og gera þeir innkaup um leið, í samræmi við það sem fyrir augu hefur borið. Föt h.f. framleiðir föt fyrir karlmenn á öllum aldri, en hvað táningatízkunni viðvíkur, hefur ekki verið framleitt sam- kvæmt tízkustraumum hvers

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.