Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1969, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.09.1969, Blaðsíða 31
FRJÁLS VERZLUN 31 SJÁVARÚTVEGUR „KÖFUM KOMIÐ OKKUK VEL FYRIR Á BANDARÍKJAMARKAÐINUM" Rœtt við Guðjón B. Ólaísson, íramkvœmdastjóra SjávarafurSa- deildar SÍS, um verðlagsþróun og samkeppnisaðstöðu íslendinga á bandaríska markaðinum. F. V.: Hvernig stendur verðlag á hraðfrystum sjávarafurðum í Bandaríkjunum um þessar mund- ir miðað við undanfarin tvö ár? G. Ó.: Eins og kunnugt er, eru þorskflök langmest að magni til, af þeim fisktegundum, sem við selj- um til Bandaríkjanna. Er því venjulega átt við þorskflök, þeg- ar talað er um verðlag á banda- ríska markaðnum. Einkum er um að ræða tvenns konar pökkun á þorskflökum, þ. e. svo nefndar blokkir og flakapakkningar, sem einkum eru seldar til matsölu- staða. Verðlag á blokkum hefur verið mjög sveiflum háð á s.l. þremur til fjórum árum, eða allt milli 20—30 cent hvert enskt pund út úr vöruhúsi í Bandaríkjunum. Um þessar mundir er verðið um 24 cent og hefur heldur hækkað frá því sem var snemma á þessu ári. Þetta verður þó að teljast lágt verð og má geta þess, að fyrir 12—14 árum var verðið á þorsk- blokkum um 22—23 cent fyrir pundið, en síðan hefur auðvitað orðið mikil rýrnun á verðgildi peninga. Flakaverðið hefur hins vegar haldizt nokkuð stöðugt og lítið breytzt á undanförnum tveim árum. Þá má geta þess, að verðlag á öðrum fisktegundum svo sem ýsu og skelfiski hefur haldizt all stöðugt. F. V.: Eru taldar Iíkur á, að ís- lenzkir framleiðendur fái sama verð fyrir afurðir sínar ó næstu mánuðum vestra, jafnvel þó að um stóraukinn útflutning yrði að ræða? G. Ó.: Það hefur jafnan reynzt erfitt að spá langt fram í tímann um verð á fiskafurðum og ætla ég Guðjón B. Ólafsson, fram.kv.stj.: „Verðsveiflur skaðlegar.“ mér ekki þá dul. Á undanförnum árum hefur framboð á fiski farið vaxandi og margar þjóðir í Vestur og Austur Evrópu hafa eflt fiski- skipastól sinn. Á sama tíma hefur fiskur í Bandaríkjunum aukizt, þannig að nokkurt jafnvægi hef- ur haldizt á milli framboðs og eft- irspurnar. Hinar miklu sveiflur á blokkaverðum á undanförnum ár- um hafa orðið til þess, að bæði kaupendur og seljendur eru haldn- ir sífelldum ótta um að slíkt kunni að endurtaka sig og verður því að gera ráð fyrir, að ekki þurfi mikla jafnvægisröskun til að valda nýj- um verðbreytingum. Þó ber að vona, að bæði seljendur og kaup- endur beri gæfu til að skilja, að slíkar sveiflur eru báðum aðilum skaðlegar, þegar til lengdar lætur, og reyni að vinna að því að gera markaðinn stöðugri. — Varðandi aukinn útflutning frá íslandi til Bandaríkjanna er þess að geta, að ísland er aðeins eitt af mörgum löndum, sem selja á þessum mark- aði og þurfa því að koma til breyt- ingar á magni frá fleiri löndum til að hafa veruleg áhrif á þennan stóra markað. F. V.: Hver er staða helztu sam- keppnisaðila okkar á bandariska markaðinum sem stendur? G. Ó.: Helztu samkeppnisaðilar okkar eru Kanadamenn og Norð- menn. Það fer ekki á milli mála, að framleiðendum í báðum þessum löndum væri ókleift að framleiða og selja þorskblokkir á því verði, sem verið hefur s.l. tvö til þrjú ár, nema með tilkomu svo og svo mikillar aðstoðar frá opinberum aðilum. Norðmenn styrkja sinn sjávarútveg með stórkostlegum beinum og óbeinum fjárframlög- um og svipað er að segja um Kan- adamenn. Slík opinber aðstoð hjá þessum tiltölulega stóru þjóðum á okkar mælikvarða, verkar að því leyti öfugt á markaðinn, að hún hvetur til framleiðslu þrátt fyrir óhagstæð markaðsverð og vinnur þannig á móti heildarhagsmunum framleiðslulandanna. Þessu er þó haldið áfram, þar sem tilgangur- inn er að halda appi atvinnu í vissum landssvæðum í báðum þessum löndum og kostnaðurinn við að gera það á þennan hátt er tiltölulega smávægilegur. — Ann- ars held ég að segja megi, að við íslendingar höfum að því leyti

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.