Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1969, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.09.1969, Blaðsíða 19
FRJÁLS VER2LUN 19 tíma nákvæmlega, heldur reynt að mætast á miðri leið, ef svo má að orði kveða. Þess má geta, að fyrirtækið hefur tvö undanfarin ár framleitt „smóking‘-föt fyrir nýstúdent.a Menntaskólans við Lækjargötu, og hefur sú vara líkað vel. 40—50 manns vinna hjá Föt h.f., þar af 3 klæðskerar. Fyrir- tækið hefur á sínum vegum mjög hagan sniðmeistara, Kristján Óla- Frá fatasýningu fyrir nokkrmn ár- um son, sem fylgist reglulega með því, sem fram fer úti í heimi á sviði karlmannafatnaðar, og inn- leiðir hann það hérlendis með sniðum sínum hjá Föt h.f. Efni þau, sem fyrirtækið notar, eru að lang mestu leyti frá Englandi, en einnig kaupir það nokkuð af efn- um frá Þýzkalandi, Hollandi og Svíþjóð. Mest er framleitt úr uli- arefnum, sem nú eru aftur að sækja á, eftir mikla notkun gervi- efnanna, og aðaláherzla lögð á efnisgæði. Föt h.f. skiptir reglulega við viðskiptavini á Akureyri, ísafirði, Keflavík, Vestmannaeyjum og Ólafsvík, en auk þess selur fyr- irtækið föt til fjögurra verzlana í Reykjavík, auk verzlana Ander- sen & Lauth. í verksmiðju Föt h.f. er æ meira unnið eftir reglum um ákvæðis- vinnu, og þykir forráðamönnun- um það bæta framleiðslu og fram- leiðsluafköst. Þá tekur fyrirtæk- ið innan skamms í notkun nýja tækni við framleiðslu á fötum, en hún byggist á því, að í stað þess að þræða millifóður í fötin, er flutt inn ný tegund millifóðurs, sem límt er við ytra byrði fat- anna, en þessi aðferð geiúr það að verkum, að fötin halda mun betur lögun. Sem stendur, eru svo til ein- göngu framleidd lagersaumuð föt hjá Föt h.f., en í þeim tilfellum, er menn ekki geta fengið viðun- andi fjöldasaumuð föt, eru þau saumuð eftir máli hvers og eins. 6—8 mánaða afgreiðslufrestur er á þeim efnum sem verksmiðj- an kaupir til framleiðslunnar frá útlöndum, og þarf því ávallt að áætla gerðir efnis og efnismagn frarn í tímann. Hjá fyrirtækinu starfar því sérstök nefnd, sem annast áætlun fyrir hverja árs- tíð fyrir sig; áætlar gerð og magn. Föt h.f. hefur tekið þátt í inn- lendum fatakaupstefnum, og kváðu forráðamenn fyrirtækisins kaupstefnurnar ánægjulega þró- un og dýrmæta reynslu fyrir fataframleiðendur að taka þátt í þeim. Föt h. f. selur karlmannaföt und- ir vörumerkinu ,,ARISTO“ og buxur undir merkinu „ATHOS“. BLDM. BLDMASKREYT- iNGAR. GJAFAVÚRUR. □ PIÐ FRÁ KL. 9 F.H. TIL KL. 1 □ E.H. ALLA DAGA BLÓMABÚÐIN DÖGG ÁLFHEIMAR 6 SÍMI 33978 REYKJAVÍK

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.