Frjáls verslun - 01.09.1969, Blaðsíða 15
FRJÁLS VERZLUN
15
TÆKNI — NÝJUNGAR
TVEGGJA MANNA LOFTPÚÐATÆKI
Fyrirtæki í Kaliforníu hefur nú
sett á markaðinn farartæki, sem
„flýtur“ yfir yfirborðinu á loft-
púða, á sama hátt og loftpúða-
farartæki það, sem reynt var hér
á landi í fyrra.
Ekki er þetta bátur, ekki bíll
og ekki flugvél, svo við skulum
nota orðið farartæki. Kallar fyrir-
tækið þetta fyrirbæri Airscat.
Farartæki þetta kostar þar
vestra fullbúið 3695 dollara eða
rúmar 300 þúsund krónur. Vélin
er venjuleg 45 hestafla Volks-
wagenvél, sem tryggir að viðhald
og rekstur á að vera einfalt.
Mjög einfalt er að aka Airscat.
Eitt handfang stjórnar bæðistefnu
og hraða. Tvær loftskrúfur eru í
farartækinu, önnur, sem heldur
því á lofti og hin, sem drífur það
áfram. Drifskrúfan er með breyt-
anlegum skurði til að bakka.
Airscat er 51 fet á lengd, 300
kíló að þyngd og ber um 200 kíló.
Rúm er fyrir tvo menn. Á vatni
er hámarkshraði 55 kílómetrar á
klukkutíma og nokkru minni á
landi. Airscat flýtur um hálft fet
yfir jörðu eða vatni.
Hér er um að ræða fyrsta loft-
púðafarartækið, sem selt er á al-
mennum markaði, á verði, sem er
ekki hærra en svo, að möguleiki
er að selja nokkurt magn. Fyrst og
fremst munu það vera veiðimenn,
sem kaupa tækin, enn sem komið
er.
Fyrsta loftpúðafarartæk-
ið á almennum niarkaði.
LANDBUNAÐUB
OFFRAMLEIDSLA LANDBIÍNAÐARVARA HÆTTULEG
Landbúnaðarráðherrar þess 21
lands, sem er aðili að Efna-
hagssamvinnustofnun Evrópu —
OECD —, hafa varað við þeim
hættum, sem fylgja offramleiðslu
á landbúnaðarafurðum.
Á fundi þeirra í nóvember 1968
var fjallað um áætlanir fyrir ár-
in 1975 til 1985, sem gáfu til
kynna, að mjög alvarleg offram-
leiðsla yrði á landbúnaðarvörum
í þessum ríkjum, ef sömu land-
búnaðarstefnu væri fylgt, sérstak-
lega yrði offramleiðsla mikil á
kornvörum.
Hefur framleiðsla á mörgum
matvörum í Evrópu vaxið mun
hraðar en markaðurinn, jafnvel
þó tekinn sé með í reikninginn
útflutningur út fyrir svæðið. Al-
varlegir erfiðleikar hafa myndazt
í sölu landbúnaðarafurða. Meira
að segja hefur stundum myndazt
samkeppni á milli ríkisstyrktra
matvæla frá mismunandi löndum.
Tvær meginástæður eru fyrir
þessari miklu framleiðslu. Önnur
er aukin tækni í framleiðslunni,
sem gerir mögulega stóraukna
framleiðslu á hvern mann, sem
vinnur við hana. Hin er margvís-
legir styrkir og niðurgreiðslur,
sem halda verði hærra en mark-
aðurinn myndi leyfa, ef hann væri
frjáls.
Ráðherrarnir bentu á, að hér
væri ekki um að ræða tímabund-
ið ástand, heldur virtist allt benda
til, að það yrði varanlegt, nema
gripið yrði til róttækra ráðstaf-
ana nú þegar. Bar þeim saman
um, að vandamálið yrði því verra,
sem lengra liði, án þess að nokk-
uð væri að gert.