Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1969, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.09.1969, Blaðsíða 9
FRJÁLS VERZLUN 9 Geir Hallgrímsson, borgarstjóri. „Ég vil á þcssu stigi ekki hugsa um annað en að Sjálfstæðisflokkurinn haldi meirihluta sínum í Borgarstjórn Reykja- víkur. Ef svo illa fer, að þessi meirihluti glatist, þá hlýtur það að vera dómur kjóscnda, að stefna Sjálfstæðisflokks* ins hafi ekki verið rétt eða ekki vel unn- ið að framkvæmd hennar. Virðist því eðlilegast, að stefnumörkun eftir kosn- ingar breytist og aðrir taki vlð stjóm, að fengnum slíkum úrslitum." nefndum framkvæmdum, sem kostaðar eru af borgarsjóði, má nefna: Til nýrra gatna og holræsa verður varið 187 millj. kr. á árinu. Gatnakerfi borgarinnar er nú 182 km., þar af 73% malbikað eða steypt. En það svarar til þess, að nú hefur mestur hluti allra full- byggðra hverfa götur með varanlegu slitlagi, en hingað til hefur ekki verið talið ráðlegt að full- gera götur, fyrr en hverfin eru fullbyggð. Þó eru uppi ráðagerðir um að setja malbiksslitlag á þessu eða næsta ári í götur í nýjum hverfum, áður en húsbyggingar hefjast. Til skólabygginga eru ætlaðar á fjárhagsáætlun 1969 70 millj. kr. En unnið er nú að framkvæmd- um við 5 skóla: Álftamýrarskóli .. .... 5.500 m3 lokið 1969 Árbæjarskóli .... .... 9.800 — — 1971 Ármúlaskóli .... 8.200 — — 1970 Vogaskóli 1970 Breiðholtsskóli .. . .... 25.500 — — 1971 Alls 64.000 m3 Á næstu tveimur árum munu því bætast skólahús- næði sem nemur 64.0000 ml En nú eru í notkun skólar, sem samtals eru 186.000 m3 að stærð, og þá er auðvitað Miðbæjarskóli ekki talinn með. Verður því um 34% aukningu húsnæðisins að ræða. Þá ber þess að geta, að borgarsjóður keypti á síðasta ári húseignina Skaftahlíð 24, sem nú heit- ir Tónabær. Þar er nú rekin starfsemi fyrir æsku- lýðinn og aldraða, eftir að nauðsynlegar breyÞ ingar voru gerðar. Á Miklatúni er unnið að byggingu listamiðstöðv- ar fyrir höfuðborgina. Húsin verða fokheld í vet- ur. Þau eru yfir 13.000 m3. Fyrri salurinn verður tekinn í notkun næsta vor, en fullgert á húsið að vera um önnur áramót. Borgarsjóður leggur 10 millj. kr. til framkvæmdanna á þessu ári. Unnið er að lokaframkvæmdum við Borgarspit- alann, en kostnaður frá upphafi er orðinn nær 400 millj. kr. með áhöldum, tækjum og innbúi. Stærð hans er 55.000 m3. Við Sólheima er nú að ljúka framkvæmdum við leikskóla og dagheimili, og í undirbúningi eru fram- kvæmdir við leikskóla og dagheimili í Breiðholti. En alls áætlast 21.5 millj. kr. til barnaheimila á þessu ári. Til íþróttamála er á árinu varið 17 millj. kr. Ber þar hæst stækkun áhorfendastúku við íþróttavöll- inn í Laugardal og bygging þaks, sem lokið verð- ur við næsta vor, svo og er unnið við ýmsan frá- gang við sundlaug og íþróttahöllina í Laugardal. Þá má geta þess, að víðs vegar um borgina er unnið að gerð leiksvæða fyrir börn og framkvæmd- um við gæzluvelli í nýjum hverfum. Gerð er svo ráð fyrir, að innan skamms hefjist framkvæmdir við hjúkrunarheimili og íbúðir fyr- ir aldraða, auk þess sem borgin mun standa að

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.