Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1969, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.09.1969, Blaðsíða 21
FRJALS VERZLUN ai VÍÐS VEGAR AÐ Konur við störf Atvinnumál kvenna ber alloft á góma. Hafa margir álitið, að starfsorka kvennanna nýtist ekki sem skyldi og glepji hjónaband og heimili þar fyrir. Aðrir eru þeirrar skoðunar, að heimilið sé eini rétti starfsvettvangur konunnar; en sú skoðun mun þó sennilega á undan- haldi. Árið 1965 var gerð á vegum brezka ríkisins könnun á því, hversu margar konur vinna úti. Niðurstöður könnunarinnar sem náði til 10.000 heimila, voru birtar fyrir nokkru, og kom m.a. eftirfarandi í ljós. Meira en helmingur kvenna á aldrinum 16—64 ára er við störf utan heimilis, og vinnur V3 hluti þeirra hluta úr degi. Algengara er, að konur vinni þar til þær eignast fyrsta barn sitt, heldur en að þær hætti störfum við giftingu. Flestar konur voru við störf á aldrinum 16—19 ára og unnu % hlutar þeirra allan daginn. Fátíðast var, að konur ynnu fullan vinnudag á aldrinum 30—34 ára, en flestar þær konur, sem ekki unnu. voru á aldrinum 25—29 ára. Nærri helmingur giftra kvenna var við störf, og voru þær því sem næst % hlutar af öllum þeim, sem unnu úti. Fróðlegt væri að vita, hvernig starfsorka íslenzkra kvenna nýtist, og kann samskonar könnun hérlendis vel að vera réttlætanleg. Vörn fjofjn tonn- sk om nt tl n nt Tannfræðideildin við Royal College of Surgeons í London hefur uppgötvað, að ákveðin tegund sveppa gefur frá sér efnahvata, sem hindrar, að bakteríur geti starfað á tönnum manna og valdið þannig tannskemmdum. Efnahvati þessi, Dextranasi, hindrar, að á tönnum myndist lag af efni, sem Dextran nefnist. Dextran er framleitt af bakteríum, sem brjóta niður sykur í munni. Strax og Dextran hefur orðið til, loðir það við tennurnar og myndar lag á yfirborði þeirra. Undir þessu lagi geta svo bakteríurnar brotið niður sykurinn, og myndast þá sýrur þær, er valda tannskemmdum. Tilraunir, sem gerðar hafa verið á tönnum, sýna, að örlítið magn af Dextranasa leysir upp Dextran-lagið. Dextranasa má setja í fæðu eða taka hann beint inn. Efnið er með öllu bragðlaust og veldur eng- um óþægindum. Ætla mætti, að efnið ætti allnokkui't erindi hingað til lands, þar sem sykurneyzla á hvern íbúa mun óvíða meiri en hér. A. m. k. munu margir fagna því að fara sjaldnar ,,í stólinn". Og auk alls þessa eiga menn heilbrigði sitt allmjög undir góðum tönnum komið. JVtj fjcrö stjninfjartjaltlu Brezkt fyrirtæki hefur framleitt sýningartjald, sem sýna má á myndir, þó í skjanna dagsbirtu sé, án þess að gæði myndarinnar dofni og minnki. Sýningartjald þetta er aðallega ætlað til notkunar við kennslu. Það er gert úr sérstökum kristöllum, sem endurkasta ljósinu á mjög skýran hátt. Tjaldinu má renna saman, þannig að mögulegt er að bera það eins og ferðatösku, og það má nota við allar gerðir sýningarvéla. Sýningartjaldið fæst í ýmsum stærðum.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.