Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1969, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.09.1969, Blaðsíða 27
FRJÁLB VERZLUNJ lestir seinar og gamaldags. Bíla- stæðavandrœði eru þau sömu og í öðrum stórborgum. Þar við bæt- ist, að verkföll starfsmanna í þess- um flutningum eru mjög algeng. Ferðalög og hvers kyns útilíf er auðvelt og ódýrt. Nóg er af ó- byggðum landsvæðum, strand- lengjan falleg og víða óbyggð, landslag skemmtilegt og veðurfar hentugt til útilífs. Benzín kostar innan við tíu krónur líterinn. Vegakerfið er sæmilega gott, en ekki mikið af hraðbrautum. Fiugsamgöngur eru góðar, bæði ábyggilegar og tiltölulega ódýrar, með fullkomnustu þotum. Verð á bílum er mjög mismun- andi. 15 ára gamall ryðkláfur kostar enn 50—60 þúsund krón- ur. Einna beztu kaupin eru í tveggja ára gömlum bílum. Sem dæmi má nefna sex sylindra Holden (hliðstæður Chevy 11) og Ford Falcon, sem kosta um 150 þúsund tveggja ára gamiir, og Austin Mini og Volkswagen í kring um 110 þúsund. Mini kost- ar nýr um 180 þúsund og nýr Holden, Chrysler eða Ford Fal- con með V8 vél kostar um 330 þúsund. Ekki borgar sig að flytja með sér bíl til Ástralíu, nema um sé að ræða sjaldgæfar og dýrar tegundir, svo sem Jaguar, Rover Mercedes Benz eða hliðstæða bíla. Lang mest eftirsókn er eftir menntuðu fólki, sérstaklega á sviði hvers kyns stjórnunar og tækni. Þeir menn, sem búast mega við hæstum launum, eru þjálfaðir menn í stjórnun og sölustörfum. Mikill skortur er á slikum mönnum. Miklu erfiðara er fyrir iðnaðarmenn að fá kunn- áttu sína viðurkennda, og marg- ir menntamenn fá ekki próf sín viðurkennd. Ráðlegt er talið fyr- ir alla, sem hyggjast flytja til Ástralíu, að kanna, hvaða mat er lagt á menntun þeirra og starfs- þjálfun. Skattar eru mjög háir, ekki þó eins og hér á landi. Þegar komið er í 1,2 millj. króna tekjur, eru skattar 56%. Miklir möguleikar eru þó á að afla sér skattafrá- dráttar. Algengast er að reka bú, sem ekki er ætlað að skila hagn- aði, og margir efnamenn reka lít- il fyrirtæki með tapi, til að lækka skatta sína. Fyrir menn með starfsreynslu og menntun er ráðlegt að fá vinnu, áður en farið er til Ástra- líu. Skiptir þá meira máli að semja um skattfrjáls fríðindi en launin sjálf. Hér fara á eftir nokkur dæmi um laun, sem voru boðin nýlega .í auglýsingu í áströlsku blaði. Tölurnar eru árslaun í ísl. krón- um. 27 John Gorton, forsætisráðherra. Lyfjafræðingur 280 þús. Háskólakennari 600 — Félagsráðgjafi 400 — Háskólaprófessor Ein millj. Bókavörður við háskóla 550 þús. Jarðfræðingur með starfsreynslu Ein millj. Sérfræðingur í starfs- mannahaldi Ein millj. Framleiðslustjóri í verksmiðju 1,6 millj. Endurskoðandi 400 þús. Sölustjóri 1,4 millj. Hjúkrunarkona 280 þús. Rétt er að leggja áherzlu á, að hér er aðeins um dæmi að ræða, og laun í slíkum starfsflokkum fara oftast eftir stærð fyrirtækja og stofnana og menntun viðkom- andi aðila. Hér á eftir fara nokkur dæmi um vikulaun verkamanna, iðnað- armanna og fleiri, í ísl. krónum. Múrari 7.000 Strætisvagnstjóri 6.000 Námuverkamaður 6.000 Landbúnaðarverkamaður 4.400 Hafnarverkamaður 4.400 Byggingarverkamaður 6.000 Af þeim dæmum, sem hér hafa verið nefnd, er það augljóst, að það er miklu efnilegra að flytja til Ástralíu fyrir menntamenn, heldur en fyrir ómenntaða menn eða iðnaðarmenn. Stafar það að sjálfsögðu af því, að minna fram- boð er á menntuðum innflytjend- um. Sifellt finnast nýjar auðlindir, sem krefjast aukins mannafla.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.