Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1969, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.12.1969, Blaðsíða 3
FRJÁLS VERZLUN Frá ritstjórn FRJÁLS VERZLUN 28. árg., 11.—12. tbl., 1969 Mánaðarlegt tímarit um viðskipta- og efnahags- mál — stofnað 1939 Gefið út í samvinnu við samtök verzlunar- og athafnamanna Útgáfu annast: Verzlunarútgáfan h.f. Skrifstofa Suðurlands- braut 12 Simar: 82300 — 82302 Pósthólf 1193 Ritstjóri og framkv.stj.: Jóhann Briem Augiýsingastjóri: Jón Rafnar Jónsson Sölustjóri: Þorsteinn Garðarsson Setning: Félagsprentsmiðjan Prentun: Prentsmiðja Þjóðviljans Myndamót: Prentmyndagerðin hf. Bókband: Félagsbókbandið Kápa og útlitsteiknun: Auglýsingasiofan Argus Verð í áskrift kr. 65,00 á mánuði. Kr. 80,00 í lausasölu. Öll réttindi ásldlin. Endurprentun að hluta eða öllu leyti óheimil, nema tii lcomi sérstakt leyfi útgefanda. ATVINNULIF 0G EMBÆTTISMENN öllum cr ljóst, að’ aðild Islands a‘ð EFTA krefst gagn- gerrar endurskoðunar á íslenzku atvinnu- og efnahags- lífi. Atvinnuvegirnir verða í auknum mæli að ráða í þjónustu sína menntað fólk á sviði rekstrar og tækni. Forsenda jtess er auðvitað sú, að menntakerfið taki upp nýjar námsleiðir. En menntunin ein er ekki nóg. Taka verður upp nýja fjármálastefnu og liverfa frá niður- rifsstarfsemi undanfarinna ára og áratuga. Kaupsýslustéttin og málgagn hennar, Frjáls verzlun, hefur margsinnis bent á og barizt fyrir þeim atriðum og endurbótum, sent mest er þörf á, og skal það ekki endurtekið einu sinni enn. Ástæða umbótatregðu vald- hafanna er einfaldlega sii, að embættismenn hafa lítil kvnni af rekstri, menntun þeirra er miðuð við embætt- ismennsku að miklu leyti og reynslan oft á tiðum engin á þessu sviði. Maður, sem aðeins kann þurrt og úrelt staðreyndahrafl kennslubókanna, kann í raun og veru lieldur lítið. Menn úr atvinnulifinu verða i auknum mæli að taka að sér opinber störf, og meiri hreyfing að verða á mönnum í opinberri sýslu. Hinir mosagrónu, sem ckki verður hróflað við, verða einfaldlega að fylgj- ast með tímans takti. Fn frammistaða sjávarútvegsmálaráðherra í sjón- varpinu nýlega vakti ekki þá trú, að þar væri ráðherra, sem ekki þyldi smá kenuslu um sinn málaflokk. Þelta er enn verra, þar sem maðurinn fer með ákaflega þýð- ingarmikinn málaflokk, sjávarútvegsmálin. Og sú stað- hæfing ráðherrans, að sér litist vel á EFTA aðild, eftir því sem liann hefði komist yfir að lesa um þau mál, vakti almenna furðu. Jafnvel þótt ráðherrann liafi ver- ið nýkominn úr Rússlandsferð, hlýtur EFTA-aðildin að hafa verið ræd<l frá öllum liliðum innan ríkisstjórnar- innar. Ráðherran hlýtur að hafa myndað sér einhverja skoðun um ]>ella mál og kynnt sér ótal staðreyndir, áð- ur cn FFTA-skýrslan og greinargerð fyrir þingsálykt- unartillögunni voru lagðar fram. Að minnsta kosti mætli álíta, að ráðherrann teldi sér skylt að kynna sér þctta mál, fyrst liann stendur að þingsályktunartillög- unni, ef hann er þá ekki algjör já-maður. En scm sé: Fggcrt G. Þorsteinssvni lízt vel á fyrirhugaða aðild að FFTA eftir því að dæma, sem hann hefur komizt yfir að lesa um það mál! Mikla afbragðsmenn eigum við Islendingar að ráð- herrum.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.