Frjáls verslun - 01.12.1969, Blaðsíða 7
FRJÁLS VERZLUN
7
flutningum milli íslands og ná-
grannaríkjanna — og þá ef til vill
í beinni samkeppni við íslenzku
flugfélögin, sem fram á síðasta ár
voru svo til einráð á flugleiðinni,
af því að öðrum þótti það ekki
arðvænlegt að stefna flugvélum
sínum hingað norður eftir. Að
vísu hefur bandaríska flugfélagið
Pan American, áður American
Overseas Airlines, stundað áætl-
unarflug milli Bandaríkjanna, ís-
lands og Evrópu um áratuga
skeið, en svo er sem íslenzkur al-
menningur hafi tæpast tekið eftir
því, — að minnsta kosti hefur
sjaldan verið vakin athygli á
flugi Pan American, þegar sam-
keppni við íslenzku félögin á ís-
landsleiðinni hefur borið á góma,
enda hefur Pan American sjálf-
sagt tekið sáralítið af farþegum
frá íslenzku félögunum.
HVAÐ ER SAS?
í fyrrasumar hóf SAS, nor-
ræna flugfélagasamsteypan, reglu-
bundnar áætlunarferðir til ís-
lands. Vax þá um að ræða eina
ferð í viku milli íslands og Kaup-
mannahafnar, en í ár eru ferðir
SAS á sömu flugleið orðnar tvær.
Af þessu leiðir, að fjölmörgum að-
iljum á íslandi hefur þótt sem
SAS ætlaði að þenja sig smám
saman út yfir allan íslandsmark-
aðinn, með hinum verstu afleið-
ingum fyrir íslenzku flugfélögin
tvö, og þó kannski aðallega Flug-
félag íslands. Samkvæmt lögmál-
um frjálsrar samkeppni og gild-
andi loftferðasamningum milli ís-
lands og Norðurlandanna getur
SAS vissulega fjölgað ferðum sín-
um til íslands til jafns við þann
ferðafjölda, sem íslenzku flugfé-
lögin ákveða í áætlunum sínum.
En er það raunverulegt tak-
mark SAS að ganga af íslenzku
flugfélögunum dauðum, eins og
margir virðast halda hérlendis eða
leggja þau undir sig, — sameina
þau SAS samsteypunni?
FRJÁLSRI VERZLUN hefur
þótt rétt að gera athugun á þess-
um málum og reyna að gera les-
endum sínum grein fyrir, hver
þessi nýi samkeppnisaðili á Is-
landsleiðinni sé í raun og veru,
hvernig hann starfi, og við hverju
megi búast í viðskiptum hans við
íslenzku flugfélögin í framtíðinni.
Scandinavian Airlines System,
SAS, hóf flugferðir í september
1946 á flugleiðinni milli Norður-
landa og New York með Sky-
masterflugvélum. Fyrirtækið hafði
verið stofnað nokkru áður með
þátttöku flugfélaga í Danmörku
og Noregi og tveggja í Svíþjóð.
Samkvæmt samningi þessara fé-
laga, sem undirritaður var hinn
1. ágúst sama ár, var ákveðið, að
hlutafjáreign Dana og Norðmanna
skyldi vera 2/7 fyrir hvorn um
sig, en Svíar ættu 3/7. Eftir þess-
um hlutföllum skyldi skipting
eigna ákveðin, tekjur og útgjöld,
hagnaður og tap-
SAS hóf á næstu árum reglu-
bundið áætlunarflug víðs vegar
um heim og fylgdist vel með þró-
uninni í endurnýjun flugvéla-
kostsins.
Árið 1951 tók SAS svo á sig nú-
verandi mynd, þegar það hóf allt
innanlands- og millilandaflug,
sem félögin í Danmörku, Noregi
og Svíþjóð höfðu áður annazt.
Síðan hefur SAS vaxið jafnt og
þétt og flýgur nú á öllum helztu
flugleiðum heims og hefur staðið
sig vel í samkeppni við miklu
stærri og öflugri fyrirtæki. SAS
hefur lagt inn á nýjar brautir og
tekizt að ná hagstæðum samning-
um við flugmálayfirvöld ýmissa
ríkja. Má nefna, að félagið hefur
með glæsilegum árangri flogið til
Bangkok, Singapore og Manila,
yfir Sovétríkin, með viðkomu í
Tashkent og þannig stytt veru-
lega flugtímann til endastöðv-
annna í SA-Asíu, frá því sem ger-
ist í flugi annarra flugfélaga, er
þurfa að fara lengri leið.
SAMVINNA SAS OG ANNARRA
FÉLAGA.
ítök Norðurlandabúa í Austur-
löndum fjær, og þá einkanlega
Dana, hafa jafnan verið mikil, síð-
an Austur-Asíu-félagið hóf þang-
að siglingar. SAS hefur þar af
leiðandi komið sér vel fyrir í
Thailandi og á nú mikla hlutdeild
í rekstri flugfélagsins THAI-Inter-
national. Þaðvar árið 1959, aðSAS
lagði því félagi til nokkrar Cara-
velle-þotur og 30% stofnfjár. Held-
ur THAI-International uppi áætl-
unarferðum til borga í nágranna-
löndum Thailendinga og er eitt öf 1-
ugasta flugfélagið á þessum slóð-
um. Nú nýverið bárust fréttir af
óánægju eins af talsmönnum
THAI-International með samstarf-
ið við SAS, og taldi hann, að ekki
hefði verið staðið við gerða samn-
inga um þjálfun starfsfólks og
fleira. Þessar ásakanir voru þó
bornar til baka af öðrum fulltrú-
um THAI-International, en þetta
sýnir, hve viðkvæmt mál er um að
ræða og hve varlega verður að
fara með þau, ef samstarfið á að
bera árangur.
Þessi samvinna SAS og THAI-
International er ekkert einsdæmi í
heimi flugmálanna. Það færist æ
meir í vöxt, að tvö eða fleiri fé-
lög vinni mjög náið saman, hafi
sameiginlegan flugvélakost til af-
nota — vélar, sem kannski eru
merktar báðum félögum, — hafi
þar að auki samvinnu um þjálfun
starfsliðs og í sölu- og markaðs-
málum-
Samband SAS og svissneska fé-
lagsins SWISSAIR er dæmi um
þetta. Það byggist fyrst og fremst
á því, að báðir aðiljar nota sömu
flugvélagerðir og hafa látið inn-
rétta þær nákvæmlega eins, þann-
ig að flugmaður, getur til dæmis
ekki séð á tækjabúnaði í flug-
stjórnarklefanum neinn mun á
vélum félaganna tveggja. SWISS-
AIR getur því fengið lánaðar flug-
vélar frá SAS og látið sína menn