Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1969, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.12.1969, Blaðsíða 9
FRJÁLS VERZLUN 9 SAS flýgur nú á öllum helztu flugleiðum heims. stjórna þeim, og félögin sjá um eftirlit á hreyflum og öðrum tækj- um, eftir því sem henta þykir. í sölustarfinu gilda lögmálin um svonefnda „p o o l“-samvinnu á Evrópuflugleiðum og á nokkrum hinna lengri leiða. Víða um heim hafa SAS og SWISSAIR sameigin- legar söluskrifs ■ fur. „Pool“-samvinna flugfélaga fel- ur það í sér, að aðiljarnir leggja allar tekjur á viðkomandi flug- leið í einn sjóð og deila svo úr honum með tilliti til þess, hve mikinn sætafjölda hvor aðili hef- ur lagt til. Allir þátttakendur í slíku samstarfi eru sammála um, að það komi ekki í veg fyrir heil- brigða samkeppni. Þvert á móti ríkir mikill áhugi á að selja sem mest og veita beztu hugsanlega þjónustu. Hér er um að ræða við- leitni til hagræðingar með sam- ræmingu komu- og brottfarartíma, þannig að tvö félög séu ekki að heyja baráttu báðum til tjóns, heldur reyni að skipuleggja af- komu sína sameiginlega með til- liti til eftirspurnar. ,,POOL“-SAMVINNA í ISLANDS- FLUGI? Því fer víðs fjarri, að þessi sam- vinna flugfélaganna þurfi að leiða til þess, að annar samstarfsaðil- inn verði hinum yfirsterkari og komi honum smám saman fyrir kattarnef. Svo til öll flugfélög, sem flytja farþega á flugleiðum innan Evrópu sjá sér hag að þess- ari samvinnu, og það er vissu- lega tímabært fyrir fslendinga að íhuga, hvort þeir hafi efni á því að standa utan við hana. Eins og fram kemur í viðtalinu við Christian Hunderup, aðstoðar- forstjóra SAS, hefur félag hans boðið Flugfélagi íslands „pool“- samvinnu, en henni verið hafnað af íslendingum. Slíkt samstarf þessara tveggja félaga gæti orðið í ýmsum myndum. Það er hugsan- legt fyrst nú, þar sem Flugfélag fslands á farkost, sem er fyllilega sambærilegur við flugvélar, sem SAS notar á fslandsleiðinni og flutningsgetan í hverri ferð er ekki ósvipuð- Að þessu athuguðu má til dæmis ímynda sér, að aðiljar féllust á flutningahlut- fall 3:1, það er að segja, að Flug- félagið flygi 100 sæta vél níu sinnum á viku milli íslands og Kaupmannahafnar, en SAS þrisv- ar í viku. Slíkur samningur myndi fela í sér, að SAS seldi jafnt í vélar Flugfélags íslands og sínar eigin, og við uppgjör skiptist arður af flugi beggja á íslandsleiðinni samkvæmt áður- greindu hlutfalli. En i „pool“-samningum er margs annars að gæta. Aðiljar gera sérstakt samkomulag um skiptingu kostnaðar og þá meðal annars við auglýsingar. Með tilliti til áðurnefndra hlutfallstalna er ekki fráleitt, að SAS færi fram á, að Flugfélag íslands leggði þrisv- ar sinnum meira fé fram en SAS til eigin íslandskynningar. Líka má gera ráð fyrir þeim möguleika, að með „pool“-samkomulagi um íslandskynningu og auglýsingar, þætti Flugfélagi fslands hyggi- legra að láta sinn skerf renna beint til SAS, sem ráðstafaði hon- um svo á viðeigandi hátt. Þar með nýttist framlag Flugfélagsins betur en ella með tilliti til hins öfluga og víðtæka sölunets SAS um allan heim. Hér hefur aðeins verið rætt um hugsanlegan samkomulagsgrund-

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.