Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1969, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.12.1969, Blaðsíða 27
FRJÁLS' VERZLUM 27 AKUREYRI MIKID UM AD VERA EN MEIRA STENDUR TIL Gerð grein fyrir mikilli uppbyggingu á Akureyri á þessu ári. Uppbygging Akureyrar hefur mjakazt áfram, það hefur verið lengi að bætast við hvert þús- undið íbúa... en eins og þar stendur: Það gengur, þótt hægt fari. En þessi stærsti þéttbýlis- kjarni utan höfuðborgarsvæðisins, og sá, sem hefur mesta möguleika til þróttmikils vaxtar, er á milli vita, í eins konar úlfakreppu. Ak- ureyri er of lítil, hún er líka of stór. Bærinn er of lítill til að valda hinu margþætta hlutverki alhliða miðstöðvar á eigin spýtur, en hann er þó orðinn það stór, að slíkar kröfur eru gerðar til hans. Akureyri þarf því að vaxa hrað- ar en verið hefur, uppbyggingin þarf að tak fjöi’kipp á næstu ár- um, svo að bærinn komist úr úlfakreppunni og rísi undir merkj- um. Þar að auki knýr þjóðhags- leg nauðsyn á í sömu átt, nauð- syn á breyttri þróun í byggðum landsins, til að landsmönnum jafnt í sveit og við sjó verði tryggð sem líkust félagsleg að- staða og landið haldist í byggð. Það er forsenda þess, að náttúran og náttúruauðlindirnar verði nýtt- ar með skaplegum hætti, og að það rísi undir framförum og vel- megun þjóðarinnar. STÓRIÐJA Enda þótt Akureyri eigi marg- breytilega möguleika til atvinnu- uppbyggingar í framhaldi af því fjölþætta atvinnulífi, sem þegar er fyrir hendi, og annarri aðstöðu, gefur auga leið, að þeir mögu- leikar eru ekki svo mjög sérstæð- ir, að þeir notist af sjálfu sér. Það er því fyrsta skilyrðið að bærinn njóti styrkrar og stórhuga stjórn- ar og að lyft sé undir athafnir bæjarbúa. Innan bæjarins þarf auðvitað að vera til frumkvæði, þekking og áræði til að leggja á brattann. Hér er að vísu ekki vettvangur til að dæma um það, hvort þetta frumkvæði sé til nú, en það er a. m. k. vandséð. Ekki er vafi á því, að stóriðju- fyrirtæki er öflugasta lyftistöng sem völ er á til eflingar viðkom- andi byggðarlagi. Jafnvel aðeins fyrirtæki, eins og kísilgúrverk- smiðjan við Mývatn, gerbreytir aðstöðu tveggja sveitarfélaga, og t. d. fær Húsavík nú árlega um 5 milljónir í bæjarkassann og hundruð þúsunda í hafnarsjóð, auk óbeinna tekna, aðeins fyrir staðsetningu sölufélags og útskip- un kisilgúrsins, en til samanburð- ar má geta þess, að árlegar út- svarstekjur bæjarins eru annars um 10 milljónir. Það munar um minna. Hvað þá, ef rætt væri um Hafnarfjörð. Þar er um marg- faldar upphæðir að ræða. Þrótt- mikill vöxtur þessara bæja er eng- in tilviljun. Áframhaldandi stóriðjuupp- byggingar er forsenda frekari stórvirkjana og eitt höfuðatriði i eflingu íslenzks atvinnulífs í fram- tíðinni. Það leiðir af nauðsyn jafn- ari byggðaþróunar framvegis en hingað til, að nú má ekki kylfa ráða kasti, hvar næsta eða næstu stóriðjufyrirtæki lenda. Stóriðj- an verður jafnframt að stuðla að byggðajafnvægi, enda ekkert því til fyrirstöðu, nema ef um er að ræða skilningsskort og áhuga- leysi í hinum strjálu byggðum. Og hver er þá krafa Akureyrar í þessu efni? Jú, bæjarstjórn hefur gert samþykkt, þó ekki með ein- dragni. Og ekki fer neinum sög- um af því, hversu þeirri sam- þykkt hafi verið fylgt eftir heima og heiman. En hvað sem þessu líður, þá verður ekki um það deilt, að ef ný stóriðjufyrirtæki rísa hér á landi í náinni framtíð, má Akureyri ekki láta það fram hjá sér fara. Þar er um slíkt tæki- færi að ræða, sem bænum er nauð- syn til skjótrar framþróunar og þjóðinni er nauðsyn til að halda áttum í byggðaþróun framtíðar- innar. MIKIÐ UM AÐ VERA Á þessu ári hafa tvær myndar- legar skólabyggingar verið teknar í notkun, hús yfir raunvísinda- deild Menntaskólans, Möðruvellir, og hús yfir Iðnskólann. Það er að vísu ekki komið í full not og ver'ð- ur ekki vígsluhæft fyrr en næsta haust. Geysimikið félagslegt átak hef-

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.