Frjáls verslun - 01.12.1969, Blaðsíða 13
13
FRJÁLS VERZLUN
VIÐTAL VIÐ
CHRISTIAN
HUNDERUP
AÐSTOÐAR-
FORSTJÓRA
SAS:
„ERUM EKKI ÞEIR RISAR Á HEIMS-
MARKAÐNUM SEM MARGIR
fSLENDINGAR VIRDAS? HALDA#/
Fréttamaður FRJÁLSRAR VERZLUNAR átti
þess kost á dögunum að ræða við Christian
Hunderup, aðstoðarforstjóra SAS, sem annast
yfirstjórn markaðsmála félagsins. Hefur Hunderup
með miklum dugnaði unnið sig upp í eitt áhrifa-
mesta embættið hjá SAS, og kom sterklega til
greina sem eftirmaður Carls Niísson í stöðu að-
stoðarforstjóra félagsins.
Hunderup hefur aflað félagi sínu mikilvægra
markaða, og um árabil var hann aðalfulltrúi SAS
í fjariægari Austurlöndum, með aðsetri í Bangkok,
og það er ekki sízt honum að þakka, hversu öflug
starfsemi SAS er orðin í þessum fjarlæga heims-
hluta-
En Hunderup er manna fróðastur um viðskipti
SAS og íslenzku flugfélaganna, og það var þess
vegna forvitnilegt að heyra svör hans við nokkrum
þeim spurningum, sem fslendingum eru ofarlega
í huga, þegar minnzt er á áætlunarflug SAS til
íslands.
F.V.: Hefur SAS áhuga á að ná í sínar hendur
öllum ílutningum á millilandaflugleiðum íslend-
inga?