Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1969, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.12.1969, Blaðsíða 15
FRJALS VERZLUN 15 C.H.: SAS hóf flugferðir til íslands til að sýna merki sitt. Við höfum samkvæmt samningum ís- lands og hinna Norðurlandanna heimild til að fljúga til íslands. Við höfum haft viðkomu á fs- landi í sambandi við Grænlandsflug okkar, og sem stendur eru tvær ferðir í viku og engin áform uppi um að fjölga þeim. SAS hóf ekki íslandsferðir sín- ar til þess að keppa um hylli farþeganna við Flug- félag íslands. Reyndar höfðum við SAS-menn gert ráð fyrir „pool“-samstarfi, sem er all víðtækt, við Flugfélag íslands. Forráðamönnum þess þótti hins vegar ekki vænlegt að efna til slíkrar samvinnu, þegar málið var síðast á döfinni, en við óskum þess, að samningar þar að lútandi takist síðar. Að vísu höfum við þegar náið samstarf við Flugfélag íslands, sem byggist meðal annars á því, að bæði félögin birta áætlanir hvors annars í útgáfum sínum, og SAS bókaði í fyrra 4000 farþega til og frá íslandi með Flugfélagi fs- lands. Ég lít svo á, að „pool“-samvinna yrði til þess að staðfesta „hjónaband“ félaganna tveggja. F.V.: Er það markmið SAS að innlima ílugfélög- in í Finnlandi og ó íslandi í eina stóra norrœna heild? C. H.: Það er ekki ætlun SAS. Grundvöllur fyrir slíkri félagsstofnun er ekki lengur fyrir hendi, því að fjármálum SAS er þannig háttað, að illmögu- legt er að bæta við fleiri eigendum. SAS er stofn- un sjálfstæðra flugfélaga, sem rekin voru í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð, áður en SAS samsteyp- an var mynduð. Þessi félög eiga SAS- Eins og vænta mátti gekk stofnun SAS ekki fyrirhafnar- laust á sínum tíma, þar sem taka þurfti tillit til allra þessara aðilja, og því tel ég víðs fjarri, að Finnair og Flugfélag íslands til dæmis gerist aðilj- ar að SAS úr því sem komið er. Auk þess hefur almenningur í löndunum þrem- ur nú litið á tilveru SAS sem sjálfsagðan hlut, en á íslandi og í Finnlandi vilja menn hins vegar sýna sitt eigið flagg. Þetta útilokar þó ekki náið samstarf. F.V.: Hver verður framtíð Flugfélags íslands og SAS í Fœreyjafluginu? C.H.: Sem stendur verður ekki séð fyrir, hvað þar tekur við, er núgildandi samningar ganga úr gildi. Hins vegar er það ljóst, að danska ríkið vill stuðla að því, að færeyskt flugfélag annist flug- ið á þessari leið, og í Færeyjum eru uppi háværar raddir um, að Færeyingum beri að taka flugrekst- urinn að sér. Þetta er ekki mál Flugfélagsins og SAS eingöngu, því að pólitík í Færeyjum ræður hér miklu um, og þar sýnist sitt hverjum. En Flug- félag íslands hefur unnið merkilegt brautryðjenda- starf á þessari flugleið, og mér kæmi ekki á óvart, að Færeyingar óskuðu eftir aðstoð Flugfélags ís- lands, þegar þeir væru orðnir virkari aðiljar að fluginu en nú. F.V.: Hvemig hefur SAS hagað íslandskynn- ingu sinni með tilliti til flugferða félagsins til Is- lands? C.H.: SAS hefur mikinn áhuga á að auka ferða- mannastrauminn til norð-vestur hornsins svo- nefnda, það er að segja til íslands og Grænlands. SAS hefur notið velvildar fólks um víða veröld, og það var utanríkisstefna Norðurlandanna, sem olli þar mestu um, — sérstaklega hlutleysisstefna Svía. Á síðari áratugum hafa svo sprottið upp ný flugfélög víða um heim, — eins konar þjóðatákn, sem fólk stendur saman um. Þessi þróun hefur víða orðið til að gera aðstöðu SAS erfiðari en áður. Við höfum því lagt mikið upp úr ferðamanna- straumnum til Norðurlanda. Áróðursherferð eins og „Wonderful Copenhagen“ hér fyrr á árum bar ríkulegan ávöxt- En þá fannst Svíum og Norð- mönnum fram hjá sér gengið og því var hafizt handa um að auglýsa „Pleasant Scandinavia" og varið til þess um 42 milljónum sænskra króna. Þessi kynning fer fram í náinni samvinnu við ferðamálaráðin í löndunum þremur, og nú hefur ísland verið tekið með í þessari herferð. Þá hefur líka verið gefinn út sérstakur íslandsbæklingur í nokkur hunduð þúsund eintökum og dreift á skrif- stofur SAS víða um heim. F.V.: SAS vill auka ferðamannafjöldann ó Is- landi, en sem kunnugt er, er Islendingum mjög þröngur stakkur skorinn £ hótelmálum. Vœri SAS tilbúiS að reisa hótel á íslandi? C.H.: Sem stendur vill SAS fara mjög varlega í alla fjárfestingu. Það er varla, að félagið hafi nægilegt fjármagn til að afla sér þeirra nýrra flug- véla, er það þarfnast. SAS reisti Royal Hotel í Kaupmannahöfn, og rekstur þess hefur gengið framar öllum vonum. Hótelbyggingar í Stokkhólmi og Osló eru í undirbúningi. Hvað hótelrekstur á ís- landi snertir, er rétt að taka þegar fram, að SAS mun ekki leggja út í slíkt fyrirtæki nema í sam- vinnu við íslenzkt flugfélag eða flugfélög. Ef hinir íslenzku aðiljar hefðu áhuga á að gera eitthvað í málinu, væri SAS vissulega til viðtals um það. F.V.: Hverjum augum lítiS þér á þróun íslenzkra flugmála? C.H.: Ég hef nú nýverið kynnt mér ársskýrslur beggja íslenzku flugfélaganna, og þær bera það með sér, að ýmislegt er á seyði hjá þeim báðum tveim. Við fylgjumst með öllu, sem gerist í flug- málum á fslandi og almennum umræðum um þau í blöðum. Þróunin á næstunni verður athyglisverð. Loftleiðir hafa greinilega áhuga á að endurnýja flugvélakost sinn og taka í notkun stórar farþega- þotur- SAS myndi fyrir sitt leyti eiga mjög erfitt með að sætta sig við flug þeirra milli Bandaríkj- anna og Norðurlanda, ef sömu fargjöld væru í boði og nú. Við viljum samkeppni á jafnréttis- grundvelli, en ekki sérréttindi, svipuð þeim, sem Loftleiðir njóta nú. Við þurfum að gæta okkar hagsmuna, því að við erum alls ekki þeir risar á heimsmarkaðinum, sem margir íslendingar virðast halda.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.